Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Spurður um veggmyndina á Sjáv- arútvegshúsinu sem fjarlægð var nýlega segir Jón Halldór að leyfi fyrir þeirri mynd hafi einungis verið tímabundið og það hafi runnið sitt skeið. „Það var bara tímabundið leyfi á sínum tíma. Þegar um er að ræða slíka veggmynd er sótt um leyfi hjá byggingarfulltrúa,“ segir Jón Halldór og bætir við að þá þurfi að hafa rétt meðborgara í huga og það þurfi að fá leyfi hjá þeim. „Þetta snýst allt um að fólk geti verið sátt saman,“ segir Jón Halldór að lokum. öllu flóknara ef þörf er á leyfi sem stöðvar umferð. „Grundvallaratriði í því er lögreglan en hún hefur end- anlegt ákvörðunarvald um það og stjórnar allri umferð. H&M- auglýsingin var hins vegar á borg- arlandi þar sem er engin umferð,“ segir Jón Halldór. Hann bætir við að ef auglýsing er sett upp án til- skilinna leyfa þá fjarlægi Reykja- víkurborg slíka auglýsingu á kostn- að eigandans. „Stundum vitum við hins vegar bara ekkert hver hefur sett auglýsinguna upp,“ segir Jón Halldór og hlær við. Íbúar í Reykjavík þurfa ekki afnotaleyfi frá borginni ef þeir vilja setja upp auglýsingar á eigin lóð ef auglýsing er innan marka. „Ef þú ætlar að setja upp auglýsingu sem er minni en einn og hálfur fermetri þarf ekkert leyfi ef hún er sett á eigið húsnæði eða á eigin lóð. Ef hún er stærri en það þá þarf að vera heimild fyrir henni í deiliskipulagi,“ segir Nikúlás Úlfar Más- son, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Umsóknir fyrir auglýsingar sem eru stærri en einn og hálfur fermetri þarf hins vegar að senda til skipulagsfulltrúa. „Þegar það er búið að sam- þykkja það þar þá þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir auglýsinguna til byggingarfulltrúa. Það er hin lögformlega leið,“ segir Nikúlás og bætir við að byggingarleyfi byggingarfulltrúa séu bundin við lóðir. Þannig að það er í verkahring rekstraraðila borgarlandsins að veita leyfi fyrir auglýsingu eins og H&M á Lækjartorgi sem er á óútvísuðu landi. Þarf að fá leyfi utan einkalóða AFNOTALEYFI ÓÞARFT EF AUGLÝSING ER INNAN MARKA Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Jón Halldór Jónasson, upplýsinga- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að verslunin H&M sé með afnota- leyfi fyrir auglýsingu á borgarlandi Reykjavíkur. Auglýsing H&M á Lækjartorgi hefur vakið mikla at- hygli og kom ranglega fram í fjöl- miðlum að fyrirtækið hefði ekki ver- ið með tilskilin leyfi til þess að auglýsa á torginu. Slík leyfi eru nauðsynleg hvort sem um er að ræða tónleika eða auglýsingar. „Það eru um og yfir 800 leyfi sem verið er að vinna með og nota yfir árið. Það er allt frá afnotaleyfi vegna malbikunarframkvæmda, leyfi til að láta vinnupall standa á gangstétt eða fyrir viðburðum og kvikmyndatöku,“ segir Jón Halldór. Trufli aðra sem minnst „Það var gefið út afnotaleyfi fyrir þessu [H&M]. Leyfin eru til þess fallin að það svæði sem notað er fyr- ir gleði, kvikmyndatöku og tónleika sé innan einhverra marka og trufli aðra sem minnst. Þetta er nátt- úrlega auglýsing og það er hægt að hafa einhverja skoðun á því. Sumar auglýsingar eru skemmtilegar, aðr- ar minna,“ segir Jón Halldór. Öll venjuleg leyfi fara í gegnum skrifstofu rekstrar og umhirðu borgarlands en hins vegar er það Morgunblaðið/RAX H&M Auglýsing H&M vakti mikla athygli á Lækjartorgi enda innkaupapokinn nokkrir metrar á hæð. H&M-auglýsingin með öll tilskilin leyfi  Skrifstofa rekstrar og umhirðu borgarlands veitti leyfi „Pysjutíminn er rétt að byrja, ég spái því að fjörið nái hámarki um miðjan september,“ sagði Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima í Vestmannaeyjum. Í gærmorgun höfðu átta lundapysjur borist pysju- eftirliti Sæheima. Sú áttunda vó 240 grömm, en meðalþyngd lundapysj- anna í fyrra var 270 grömm. Pysj- urnar eru yfirleitt í léttari kantinum fyrst á tímabilinu. Pysja sem fannst á Brimhólabraut og var vigtuð á mánu- dag var þó 310 grömm og var því með þyngstu lundapysjum. Margrét sagði að starfsmenn Náttúrustofu Suður- lands hefðu litið í lundaholur og metið varpárangur. Hún sagði að þeir væru nokkuð bjartsýnir á afkomu lundans. Í fyrra var komið með 2.639 lunda- pysjur í eftirlitið og 2015 var slegið met þegar komu 3.827 pysjur. Það eru bestu haustin síðan pysjueftirlitið byrjaði árið 2003. „Ég á alveg eins von á að pysj- urnar geti orðið fleiri nú en í fyrra, ef ekkert kemur fyrir. Þetta er svo viðkvæmt. Ef fæðuskortur verður fara pysjurnar að drepast og þá er þetta hrunið. Vonandi verður þetta frábært pysjuár og ég geri mér von- ir um að metið verði slegið í haust,“ sagði Margrét. Á Facebook-síðu Sæ- heima er hægt að fylgjast með hvernig gengur í pysjueftirlitinu. Efnt hefur verið til keppni á síðunni um hver kemst næst því hve margar pysjur berast í haust. Verðlaunin eru óvissuferð um fiskasafnið. Sæheimar eru líka með síðu á Instagram (saeheimar_aquarium). Margrét kvaðst hafa heyrt af fólki sem hefði fundið lundapysjur í Reykjavík og haldið þær. Hún sagði mikilvægt fyrir velferð pysjanna að sleppa þeim sem fyrst út á sjó. gudni@mbl.is Pysjutíminn að hefjast í Eyjum  Enn er útlit fyrir gott pysjuhaust Ljósmynd/Sæheimar Pysjubjörgun Vinirnir Leon Drannaschk (t.v.), frá Berlín, og Eyjapeyinn Elmar Erlingsson komu með áttundu pysju haustsins í pysjueftirlitið í gær. 1.259.000 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Verð frá m. vsk Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari. Verjendur fimmmenninganna sem um ræðir eru: Guðjón Ólafur Jónsson hrl. (Albert Klahn Skaftason), Ragnar Aðalsteinsson hrl. (Guðjón Skarphéðinsson), Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. (Kristján Viðar Júlíusson, áður Kristján Viðar Viðarsson) Jón Magnússon hrl. (Tryggvi Rúnar Leifsson) og Unnar Steinn Bjarndal hrl. (Sævar Marinó Cie- sielski). Dæmdir í ævilangt fangelsi Áfrýjunarefndin féllst ekki á endurupptöku sjötta sakborningsins, Erlu Bolladóttur. Með niðurstöðu um endurupptöku er málið núna lögum samkvæmt á þeim stað eins og áfrýjunarstefna hafi verið gefin út eftir dóm undirréttar, þ.e. sakadóms Reykjavíkur 19. desember 1977. Þar voru þeir Sævar og Kristján Viðar dæmdir í ævilangt fangelsi, sem var fáheyrt. Endurupptakan snýst um að endurtaka beri meðferð málsins fyrir Hæstarétti, að svo miklu leyti sem Hæstiréttur sér ekki ann- marka á því. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum 22. febrúar 1980 og mildaði dóma Sakadóms Reykjavík- ur. Þar hlaut Sævar 17 ára fangelsi og Krist- ján Viðar hlaut 16 ára fangelsi. Davíð Þór Björgvinsson sagði í samtali við mbl.is í apríl sl. að ómögulegt væri að átta sig Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Guðmundar- og Geirfinnsmálin eru komin til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands enn á ný. Nú eru liðnir nærri fjórir áratugir síðan þessi umtöluðu sakamál komu fyrst inn á borð rétt- arins. Endurupptökunefnd féllst í febrúar á end- urupptökubeiðnir er varða fimm menn sem sakfelldir voru í tengslum við mannshvarfs- málin tvö á áttunda áratug síðustu aldar. Tilkynning um að málin væru komin til Hæstaréttar birtist í gærmorgun á lista yfir áfrýjuð mál fyrir réttinum á heimasíðu hans. Fulltrúi ákæruvaldsins í málinu er Davíð á því hvað ferli endurupptökumálsins myndi taka langan tíma. Mjög mikil vinna þyrfti að fara fram í svo stóru máli, þar sem gögnin hlypu á þúsundum blaðsíðna. Málsgögn eru ókomin Ekkert liggur fyrir um það hvenær endur- upptökumálið kemst á dagskrá Hæstaréttar, að því er Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu- stjóri réttarins, tjáði Morgunblaðinu í gær. Málsgögn hafa ekki borist réttinum og ekki er vitað hvenær þau berast. „Þegar þau koma í hús fá verjendur og settur ríkissaksóknari frest til greinargerðar og þegar þær berast skýrist hvenær málið fer á dagskrá,“ segir Þorsteinn. Endurupptakan komin til Hæstaréttar  Guðmundar- og Geirfinnsmálin til meðferðar enn á ný  Beiðnir fimm sakborninga verða teknar fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.