Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 13
Morgunblaðið/Hanna
nánast tældi mig til að hætta í stúd-
entsdeildinni í Versló, sem ég var
nýbyrjuð í. Ég hafði unnið þar á
sumrin sem bókari en þá vantaði
heilsársmanneskju. Mér fannst ég
ekki geta hafnað starfinu, sérstak-
lega vegna þess að mig langaði til að
vera meira með dóttur minni. Og
það vissu þeir í sementinu.“
Brauðstritið tók við og listnám
eða annars konar nám beið betri
tíma. Náms- og starfsferill Krist-
bjargar átti eftir að reynast fremur
óhefðbundinn. „Öfugsnúinn“ eins og
hún orðar það. Enda fáir sem hefja
háskólanám rúmlega sextugir. „Í
ljósi minnar reynslu finnst mér að
þjóðfélagið þurfi að halda sem flest-
um leiðum opnum til náms fyrir alla
sem ekki höfðu tök á að ganga
menntaveginn þegar þeir voru ungir
en hafa áhuga á að mennta sig síðar
á ævinni,“ segir hún.
Áður en litla fjölskyldan fluttist
til Noregs 1980 var Kristbjörg orðin
aðalbókari hjá Verksmiðjunni Vífil-
felli, framleiðanda Coca Cola á Ís-
landi. Þá stöðu fékk hún aftur eftir
heimkomuna tæpum þremur árum
síðar. Skrifstofustjórastaða með til-
heyrandi mannaforráðum var hand-
an við hornið. Stúlkan var ekki orðin
þrítug og „bara“ með verslunar-
skólapróf. En það var þá.
Í hringiðu tískunnar
„Mér líkaði afskaplega vel hjá
Vífilfelli, leiddist ekki einn einasta
dag. Ég vann með góðu fólki, fór á
alls konar vinnutengd námskeið og
var sífellt að læra eitthvað nýtt,“
segir Kristbjörg og lætur þess til
gamans getið að á þessum árum hafi
Íslendingar átt heimsmet í kók-
drykkju. „Kannski svolítið vafasam-
ur heiður,“ bætir hún við og kímir.
Þrátt fyrir velgengni og
ánægju í starfi blundaði í henni að
eignast sitt eigið fyrirtæki. „Ég var
mikið á Ítalíu á tíunda áratugnum
þar sem dóttir okkar var í söng-
námi. Þar kynntist ég Max Mara-
tískumerkinu, fékk umboð fyrir það
á Íslandi og stofnaði í félagi við
frænku mína, Þóru Emilíu Ár-
mannsdóttur, samnefnda verslun
við Hverfisgötu árið 1992.“
Tveimur árum fyrir hrun
keypti Kristbjörg sameiganda sinn
út úr fyrirtækinu. „Reksturinn
blómstraði fram að hruni, en haustið
2009 varð lokun ekki umflúin. Þrátt
fyrir að mínir erlendu samstarfs-
aðilar vildu semja og væru allir af
vilja gerðir var bankinn hér heima
alveg þversum,“ segir Kristbjörg
einfaldlega og fer ekki nánar út í þá
sálma.
Það var þá sem hún kom að öll-
um dyrum lokuðum á vinnumark-
aðnum. En aðrar lukust smám sam-
an upp; menntagáttin. „Eftir stúd-
entsprófið frá MÍR langaði mig að
fara í Listaháskóla Íslands, en þar
komast fáir inn svo ég sótti ekki um.
Mér fannst að ég, svona gömul, ætti
ekki að reyna að taka takmörkuð
sæti frá unga fólkinu, sem ætti
framtíðina fyrir sér. Og valdi þess í
stað listfræði í Háskóla Íslands, sem
reyndist alveg ótrúlega skemmtilegt
nám.“
Rokkstjarnan Yayoi Kusama
„Skemmtilegt“ er orð sem
Kristbjörgu er tamt á tungu. Henni
virðist enda þykja flest skemmti-
legt. Nema vitaskuld tímabilið þeg-
ar hún barðist vonlausri baráttu fyr-
ir tilveru Max Mara á Íslandi. Í
listfræðináminu kom upp úr dúrn-
um að hún þurfti að taka aukafag.
Hún valdi kynjafræði, sem var líka –
nema hvað – með ólíkindum
skemmtilegt. „Fyrir mig, gömlu
rauðsokkuna, var gríðarlega áhuga-
vert að vera með í þeim kraumandi
pólitísku umræðum sem fram fóru í
deildinni og voru á allt öðru plani en
ég hafði átt að venjast.“
Og úr því hún minnist á rauð-
sokkur sem á hippaárunum voru
býsna aðsópsmiklar má nefna að
BA-ritgerð Kristbjargar, Yayoi Ku-
sama – Tilurð vörumerkis, fjallar
um japönsku listakonuna Kusama,
sem lét mikið að sér kveða á þeim
árum og var hampað eins og rokk-
stjörnu í listheiminum beggja vegna
hafs.
„Hún er orðin 88 ára, kemur sí-
fellt á óvart og er feikilega afkasta-
mikil því auk þess að mála hefur
hún gefið út fjölda bóka og hannað
fyrir fræg tískuhús og fyrirtæki, til
dæmis Louis Vuitton og Coca Cola.
Hún lætur ekki aldurinn stoppa sig,
málar eins og enginn sé morgun-
dagurinn, skrifar um heimspeki, til-
finningalíf og stöðu konunnar í þjóð-
félaginu. Hún er óhrædd við að
tengja listsköpun sína tískustraum-
unum og virðist höfða til fólks á öll-
um aldri. Ung átti hún við andlega
erfiðleika að stríða en lét veikindin
ekki aftra sér frá að láta drauma
sína rætast. Eftir mikla velgengni í
Bandaríkjunum og Evrópu ágerðust
geðtruflanirnar og árið 1973 fór hún
til Tókýó þar sem hún lét innrita sig
á opið geðsjúkrahús þar sem hún
hefur búið síðan. Hún vinnur á
hverjum degi í stúdíói sem hún lét
reisa hinum megin götunnar.“
Spurð hvort áhrif Kusama komi
fram í hennar eigin verkum segir
Kristbjörg að þau séu kannski ekki
sýnileg, hins vegar sé krafturinn,
einbeitingin og þrautseigja listakon-
unnar henni mikill innblástur. Sjálf
lætur Kristbjörg ekki deigan síga.
Næst á dagskrá er annaðhvort
meistaranám í listfræði eða að koma
sér upp aðstöðu til listsköpunar.
Málverkið heillar, sérstaklega það
ósjálfráða og óvænta í því. Hún er
hvergi nærri hætt. „Ég er svo ung
og hef nægan tíma,“ segir hún.
Sonarsynirnir F.v. Leo, 12 ára, Ari, 9 ára, og Þór, 5 ára, við málverk sem
amma þeirra málaði af þeim þegar þeir voru þriggja ára.
Grafískt þrykk Hluti af myndaröð sem var lokaverkefni Kristbjargar í MÍR. Uppstilling Olíuverk frá einu af mörgum kvöldnámskeiðum Kristbjargar.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Reykjanes Geopark efnir til göngu-
ferðar á Háleyjarbungu kl. 18 til 20 á
morgun, fimmtudaginn 24. ágúst. Há-
leyjarbunga, sem er nálægt Reykja-
nesvita á Reykjanestá, er um 9.000
ára gömul lítil og flöt hraundyngja,
sem myndaðist eftir flæðigos. Þar er
stór toppgýgur, 20 til 25 metra djúp-
ur.
Eggert Sólberg Jónsson, forstöðu-
maður Reykjanes UNESCO Global
Geopark, leiðir gönguna, sem tekur
um þrjá klukkutíma og er sögð við
flestra hæfi.
Lagt verður að stað frá bílastæð-
unum við Gunnuhver, fjær Reykjanes-
vita, en einnig er hægt að nýta bíla-
stæðin nær Reykjanesvita. Gengið
verður á Háleyjarbungu, en merkt
gönguleið liggur þangað frá Gunnu-
hver, og sömu leið til baka.
Mælst er til þess að fólk klæði sig
eftir veðri. Björgunarsveitin Suðurnes
gengur með hópnum eins og áður.
Enginn þátttökukostnaður er í ferðina
og þátttakendur á eigin ábyrgð.
Markmið Reykjanes Geopark er að
kveikja áhuga fólks á jarðsögu og um-
gengni við landið, en hugtakið geop-
ark (jarðvangur) er skilgreint af al-
þjóðasamtökunum Global Geoparks
Network, sem starfa undir vernd-
arvæng UNESCO. Um 100 jarðvangar
eru aðilar að samtökunum.
Þriggja kílómetra gönguferð við flestra hæfi
Morgunblaðið/Ómar
Gunnuhver Gengið verður frá Gunnuhver á Reykjanesi, en hann dregur nafn
sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli usla á svæðinu.
Gengið á Háleyjarbungu
með Reykjanes Geopark
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Haustlitirnir
í Chanel eru
komnir til okkar
Glæsileg kynning
dagana 23., 24.
og 25. ágúst
20% afsláttur
af öllum CHANEL
vörum
Verið velkomin