Fréttatíminn - 31.03.2017, Síða 6

Fréttatíminn - 31.03.2017, Síða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 Samgöngur Það skýtur skökku við að á sama tíma og Reykja- víkurborg boðar til í fundar- ins „Léttari umferð“ sitja sjö einkabílstjórar ráðherra í tómum bílum við Stjórnarráðið. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Auglýsingastofan Brandenburg birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni í vikunni, á sömu mínútunni og upplýsingafulltrúi Reykjavíkur- borgar boðaði á Facebook til op- ins fundar undir yfirskriftinni Létt- um umferðina. Umræðufundurinn fer fram í Tjarnarsal Ráðhússins í dag, föstudag, og meðal framsögu- manna er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson sem vill draga úr bíla- umferð í bænum. Sjónarspilið á myndinni er ekk- ert nýtt. Svona hefur ásýnd Stjórn- arráðsins verið í áraraðir þegar rík- isstjórnin kemur þar saman. Hver ráðherra hefur sinn bíl og einka- bílstjóra til umráða og bíða bíl- stjórarnir, oft með bílana í gangi, á meðan fundarhöldin standa. Lögmaðurinn Helga Vala Helga- dóttir átti leið framhjá Stjórnarráð- inu og birti mynd af bílaflotanum á Facebook-síðu sinni. Hún vakti athygli á að sumir bílanna voru í lausagangi og spurði hvort ekki væri lágmark að bjóða bílstjórun- um inn í kaffi á meðan fundinum stæði? Ráðherrabílar í andstöðu við „Léttari umferð“ borgarinnar Sjö einkabíl- stjórar biðu fyrir utan Stjórnarráðið á meðan á ríkisstjórnar- fundi stóð. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Á T T U V O N Á G E S T U M ? Ítalskur svefnsófi með góðri dýnu. Fæst dökkgrár, rauður, ljósbrúnn og röndóttur. Dýnust.: 140x200 cm. Q UA D R O PA L E R M O C L I O Ítalskur svefnsófi frá Natuzzi Edition með góðri dýnu. Hvítt eða rautt vandað leður. Dýnust.: 140x200 cm. FULLT VERÐ: 289.900 KR. TILBOÐSVERÐ 217.425 K R. FULLT VERÐ: 389.900 KR. TILBOÐSVERÐ 292.425 K R. Svefnsófi með góðri dýnu. Rautt og dökkgrátt áklæði. Dýnust.: 140x200 cm. TILBOÐSVERÐ 277.425 K R. FULLT VERÐ: 369.900 KR. 2 5 % A F S L Á T T U R A F Ö L L U M S V E F N S Ó F U M Velferð Aðstandendur nokkurra íbúa Seljahlíðar segja að eftir að Félagsbústaðir keyptu þjónustu- kjarnann hafi virkir fíklar fengið að flytja þangað inn. Aldraðir íbú- ar hússins séu mjög hræddir við þá, þeir mígi í anddyrið og mölvi diska í matsalnum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Það eru tveir óreglumenn tiltölu- lega nýfluttir inn sem valda íbúum í Seljahlíð miklum ótta. Annar þeirra er stöðugt að míga í anddyrið. Hinn gengur um gangana og blótar og öskrar og á greinilega erfitt. Eitt skiptið lét hann öllum illum látum í mötuneytinu og mölvaði diska. Af þeim sökum þora sumir íbúar ekki að borða morgunmat í matsalnum og velja frekar að borða inni á her- berginu sínu,“ segir Katrín Ósk Jó- hannsdóttir, aðstandandi íbúa við Seljahlíð. Hún segir mennina eiga við fíknivanda að stríða, þeim fylgi reykingar og ónæði sem geri aldr- aða íbúa hússins hrædda. Hún segir starfsfólkið alls ekki stakk búið til að takast á við fólk með slíkan vanda. „Auk þess er þetta heimili gamals fólks og á að vera þeirra öruggi staður og skjól. Fíklar fluttir inn í Seljahlíð – aldraðir íbúar hræddir Það er óásættanlegt að þau þurfi að loka sig af ótta við aðra íbúa.“ Seljahlíð í Breiðholti hefur hing- að til verið þjónustuíbúðakjarni og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Nýlega keyptu Félagsbústaðir ehf heimilið og tilkynntu íbúum að leig- usamningi þeirra yrði sagt upp frá 1. apríl. Í kjölfarið hækki húsaleigan í þrepum um 80-100%. Í tilkynn- ingu Félagsbústaða segir að það sé gert svo leigan sé í samræmi við önnur leiguúrræði Félagsbústaða. Mikil óánægja hefur verið með- al íbúa Seljahlíðar vegna breyting- anna og þykir þeim óþægilegt að vera sagt upp leigusamningunum og vera gert að greiða miklu dýrari húsaleigu. Íbúarnir eigi ekki val um annað en að samþykkja boð Félags- bústaða. Fleiri aðstandendur íbúa eru ósáttir við að inn í húsnæðið séu fluttir menn með fíknivanda, án þess að gerðar hafi verið sérstakar ráðstafanir. Þá herma aðstandend- ur, sem Fréttatíminn hefur rætt við, að starfsfólk á staðnum sé einnig hrætt við mennina. „Það eru allir sammála um að við þurfum að hlúa vel að fólki með slík vandamál. Ef þetta væri amerísk bíómynd, kæmi ábyggilega eitthvað dásamlegt út úr svona blöndun, en ég get ekki séð að það komi neitt annað út úr þessu en ótti hjá gömlu fólki. Það þyrfti að fjölga starfsfólki og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að þetta gengi upp,“ segir aðstandandi íbúa sem ekki vill láta nafns síns getið. Hún fullyrðir að íbúar séu hræddir við að tala við fjölmiðla af ótta við að baka sér óvinsældir hjá stjórnend- um heimilisins. Katrín Ósk segir að skortur á upplýsingaflæði til íbúanna valdi hjá þeim kvíða og þeir hafi feng- ið pata af ýmiskonar hugmyndum sem mögulega séu yfirvofandi. Hug- myndum á borð við aukinn kostnað við læknisþjónustu og sérstakt gjald fyrir þvagprufur sem íbúum verði gert að greiða. Seljahlíð í Breiðholti hefur hingað til verið þjónustuíbúðakjarni og hjúkr- unarheimili fyrir aldraða. Katrín Ósk Jóhannsdóttir segir aldraða íbúa Seljahlíðar hrædda við nýja íbúa sem glími við fíknivanda. Mynd | Heiða Pítsan þrisvar sinnum dýrari Neytendur Það kostar 1740 krónur að kaupa einföldustu pítsuna á Domino’s í Reykjavík á meðan hún kostar aðeins 631 krónu í Kaup- mannahöfn. Ísland er sem kunnugt er dýrasta land í heimi. Það sést til dæmis á Domino’s pítsum. Pítsa Margarita, pítsa með tómat, osti og basil, kostar krónur 1.740 í Reykjavík en 1.293 krónur í nágrenni Oslóar. Þótt Noregur hafi löngum verið dýrasta land í heimi, ásamt Sviss, þar sem Margarita kostar kr. 1.461, þá er pítsa 35 prósent dýrari á Íslandi en í Nor- egi. Og 19 prósent dýrari en í Zürich. Samanburðurinn verður enn skelfilegri þegar Reykjavík er bor- in saman við París, þar sem pítsan kostar aðeins 520 krónur, eða Amsterdam, þar sem Margarita kostar 595 krónur. Þarna munar næstum 200 prósentum, íslenska pítsan er næstum þrisvar sinnum dýrari. Pælið í því. | gse Pítsa Margarita. Íslendingar borga nær því þrisvar sinnum meira fyrir þessa pítsu en fólk á meginlandinu.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.