Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 20

Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 20
Flott föt, fyrir flottar konur stærðir 38 - 58 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Kaliber KG-1301 gasgrill 3+1 brennarar/hliðarhella grillflötur 2520 cm2, 11,5KW Kailber KG-1503 Gasgrill 3x3KW brennarar, grillflötur 2520 cm2, 9KW 39.900 43.400 Kailber KG-KG-2 Gasgrill 4x3,5KW brennarar, grillflötur 3036 cm2,14KW 52.880 Grillandi gott 20 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 í leik. Leikskólarnir eru báðir svokall- aðir Vináttuleikskólar og vinna með Vináttu, forvarnvarverkefni gegn ein- elti í leikskólum frá Barnaheillum. Blaðamaður fékk að heimsækja báða leikskólana og fylgjast með tveimur hópum í Vináttustund. Starfsmenn leikskólanna segja að samskipti barn- anna hafi tekið miklum og jákvæð- um breytingum eftir að farið var að vinna með verkefnið og þeir leik- skólastarfsmenn og sérfræðingar sem blaðamaður ræddi við eru sam- mála um að markvisst forvarnarstarf gegn einelti skipti miklu máli á þess- um aldri. „Fátt er börnum og foreldrum þeirra mikilvægara en að börnunum líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfs- mynd. „Þú mátt ekki vera með í leikn- um“ eða „ég vil ekki leiða þig“, eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virð- ast sakleysisleg, en ef þau eru endur- tekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, geta þau þróast í einelti eða útilokun, sem jafn- vel getur varað árum saman. Mikil- vægt er að byrgja brunninn og það er á ábygð hinna fullorðnu að gera það,“ segir Margrét Júlía Rafnsdótt- ir, verkefnastjóri Vináttu hjá Barna- heillum. Verkefnið er byggt á nýjustu rannsóknum um einelti, ákveðinni hugmyndafræði og gildum. Það er danskt að uppruna og nefnist þar Fri for mobberi, og hefur gefið góða raun þar í landi. „Í Danmörku sýna kann- anir það að Fri for mobberi hefur haft þau áhrif að einelti hefur minnkað í grunnskólum, en þau börn sem byrj- uðu að vinna með verkefnið í leik- skóla 2007- 2008 eru nú á miðstigi grunnskóla,“ segir Margrét. Í viðtali í Fréttatímanum fyr- ir skömmu benti Vanda Sigurgeirs- dóttir, lektor í tómstunda- og félags- málafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, sem hefur sérhæft sig í forvörnum gegn einelti, bæði í leik- og grunnskólum, á mikilvægi þess að hefja markvissar forvarnir gegn einelti strax í leikskólum. Nú, aðeins rúmu ári eftir að öllum leik- skólum landins var boðið að taka þátt í Vináttuverkefninu hafa 76 tekið á móti Vináttutöskunni sem hefur að geyma kennslu- og verkefni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskóla, en það eru um 30 prósent íslenskra leikskóla. Táknmynd verk- efnisins er bangsinn Blær sem fylgir með töskunni og kemur alla leið frá Ástralíu. Foreldrar settu reglur um afmæli Það er mikið fjör á leikskólanum Læk þar sem Kristín Laufey Guðjónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri tekur á móti blaðamanni. Hún hefur starfað á leikskóla í 20 ár og hefur því mikla reynslu af starfi með börnum. Ýmis mál hafa komið upp í gegnum tíð- ina sem hún hefur þurft að taka á og finnst henni því kærkomið að geta notað Vináttuverkefnin til að leysa vanda. „Það koma upp samskiptaárekstr- ar í hópunum hjá okkur eins og geng- ur og gerist. En það er svo magnað hvað þetta verkfæri gefur okkur. Blær minnir börnin á að þau þurfa að vanda sig. Góð og heiðarleg samskipti skipta máli. Þau lesa ótrúlega vel í spjöldin og vita þetta allt. Við leið- um stundina áfram með vangavelt- um þeirra og spurningunum sem eru aftan á spjöldunum. Við kennararn- ir þurfum líka að passa upp á að við séum góðar fyrirmyndir, hvernig við tölum við börnin, við hvert annað og um aðra,“ segir Kristín sem finnur líka jákvæðar breytingar á starfsfólk- inu. „Ég vil nefna eitt dæmi þar sem ég bauð foreldrum stelpuhóps á fund þar sem ég sá að samskipti stelpn- anna voru ferleg. Við ræddum opin- skátt um framkomu þeirra og líðan í hópnum. Þetta opnaði augu mæðr- anna sem áttuðu sig ekki beint á því sem var að gerast. Þær voru allar sammála um að samskiptin í hópnum væru slæm en gerðu sér ekki grein fyrir því að ein stelpan lenti oft fyrir utan hópinn. Þetta samtal okkar var mjög gagnlegt og sýnir glöggt hversu mikilvægt er að ræða opinskátt um vandamál og leita lausna. Kristín segir að foreldrar barn- anna á Læk séu til fyrirmyndar þegar kemur að barnahópnum. Það er passað upp á að enginn sé skil- inn út undan. Foreldrar eru opnir og samskiptin hreinskiptin og góð. Hún upplifir þakk læti foreldra með forvarnarvinnuna og mikil ánægja ríkir með vináttuverkefnið. Á kynn- ingarfundi með foreldrum fengu foreldrar svo að gera raunhæf verk- efni þar sem þeir tókust á við raun- verulegar aðstæður. Allir fengu að segja sína skoðun og svo var komist að sameiginlegri niðurstöðu. „For- eldranir ákváðu meðal annars að setja reglu varðandi afmælisboð. Ef okkur tekst að virkja foreldrana þá kynnast þeir líka sín á milli. Stærstur hluti þessara barna fer í sama grunn- skóla og þá er gott fyrir foreldrana að þekkjast.“ Opna á tilfinningar sínar Kristín segir börnin miklu tilbúnari að opna á tilfinningar sínar í vináttu- stund heldur en til dæmis við matar- borðið. „Þau hafa meiri styrk. Í hópn- um ríkir virðing, börnin skipast á að tjá sig og allir fá tækifæri til að tala því hóparnir eru litlir og jafnræði ríkir. Allar skoðanir eru virtar og með því að kennarinn leiði umræðuna gefst tækifæri til að kafa dýpra. Vináttu- stundir eru trúnaðarstundir þar sem börnunum gefst tækifæri til að opna á samræður sem snúa að líðan, tilfinn- ingum og upplifunum, þar skapast tækifæri til að segja frá því sem þeim liggur á hjarta. Þessar stundir gefa okkur kennurunum líka góða sýn Það er ljótt að skilja út undan Fjölmargir leikskólar á Íslandi taka þátt í forvarnarstarfi gegn einelti á vegum Barna- heilla. Mikil ánægja er með verkefnið hjá öll- um sem að því koma; börnum, foreldrum og starfsfólki leikskól- anna. Börnin sýna jákvæðar breytingar í samskiptum og læra að þekkja tilfinningar sínar. Á sama tíma hefur fullorðna fólkið orðið meðvitaðra um framkomu sína í garð annarra. Reynslan af verkefninu í Dan- mörku er að jákvæð samskipti skila sér inn í grunnskólanna og dregið hefur úr einelti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Börnin á leikskólunum Bæj-arbóli í Garðabæ og Læk í Kópavogi eru alveg sam-mála um að það er ljótt að skilja út undan og að góð- ur vinur sýnir umhyggju og virðingu Þau hafa meiri styrk. Í hópnum ríkir virðing, börnin skipast á að tjá sig og allir fá tækifæri til að tala því hóparnir eru litlir og jafnræði ríkir. Allar skoðanir eru virtar og með því að kennarinn leiði um- ræðuna gefst tækifæri til að kafa dýpra. Vináttustundir eru trúnaðarstundir þar sem börnunum gefst tæki- færi til að opna á sam- ræður sem snúa að líðan, tilfinningum og upplifun- um, þar skapast tækifæri til að segja frá því sem þeim liggur á hjarta. Börnin á Bæjarbóli eru alveg með það á hreinu að góður vinur sýnir umhyggju og hugrekki í erfiðum aðstæðum. Í lok vináttustundarinnar nudda börnin hvert annað, en biðja fyrst um leyfi. Ef einhver vill ekki nudd þá er það í góðu lagi.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.