Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 30

Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 30
30 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 THE FULL RAY-BAN EXPERIENCE NÝTT! RAY-BAN - nú með styrkleikaglerjum framleidd af RAY-BAN. Styrkleika- glerin eru með RAY-BAN merkingum. Fást bæði ólituð eða sem sólgler. unum sem stóðu fyrir sex daga stríðið árið 1967, var Austur-Jer- úsalem í raun skilgreint palestínskt landsvæði. Skortur á öryggi Samkvæmt Sólrúnu skortir palest- ínskra borgara öryggið, en Palest- ínumenn í Jerúsalem hafa í raun- inni ekki örugg dvalarleyfi. „Síðan 1967 hafa 14 þúsund Palestínumenn misst dvalarleyfi sín og 2000 palest- ínsk heimili verið rifin. Árið 2014 var 35% lands í Austur-Jerúsalem frátekið fyrir landtökubyggðir en aðeins 13% af Austur-Jerúsalem var fyrir palestínska uppbyggingu, og stór hluti þess svæðis hefur nú þegar verið nýttur,“ tekur Sólrún sem dæmi. En fyrir blaðamann hefur hún prentað út ýmis skjöl frá Sameinuðu þjóðunum, Unicef og öðrum stofnunum, máli sínu til stuðnings. Sólrún minnir blaða- mann á að árið 2014 hafi um 2200 kennslustofur vantaði fyrir palest- ínsk börn í Austur-Jerúsalem. Sumarið stormasama „Maður finnur bara fyrir hernám- inu, það voru róleg tímabil þar sem maður gat betur notið alls hins áhugaverða í Palestínu,“ seg- ir hún en sumarið 2014, þegar Sól- rún hafði búið í Jerúsalem í rúmt ár, varð ástandið á Gaza vægast sagt slæmt og yfir 2000 manns létust í árásum Ísraelshers á svæðið, þar af yfir 500 börn. Vesturbakkinn, þar með talin Austur-Jerúsalem, logaði af mótmælum sem áttu sér stundum jafnvel stað fyrir utan hús Sólrúnar. „Þetta sumar var palest- ínskur strákur, sem bjó handan við hornið við mig, myrtur þannig það brutust út mikil mótmæli og óeirð- ir, mest í kringum heimilið hans.“ Sólrún lýsir ástandinu sem slæmu enda var hún sjálf hálf rugl- uð af því að horfa á þetta úr fjar- lægð. En starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Unicef sem bjuggu á svæðinu, urðu að halda sig heima. Þegar Sólrún rifjar upp at- burði sumarsins myndast áhyggju- hrukka á enni hennar en í minn- ingunni eru atburðirnir vægast sagt súrrealískir. Enda er ruglingslegt að sjá sömu atburðina af svölunum og á sjónvarpsskjánum. „Ég veit ekki hvort ég var bara rugluð af reyk og táragasi,“ segir Sólrún og hlær, en verður svo alvarleg á ný. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu öðruvísi en þetta var bara súrreal- ískt á köflum. Ég sá flugelda fara lá- rétt og eitthvern tímann fannst mér ég heyra kvennakór marsera upp og niður götuna, en ég sá ekkert.“ Brynvarðir bílar í Betlehem Vegna starfs síns ferðaðist Sólrún víða og fór þar á meðal inn á Gaza- -svæðið þar sem eftirlit er gífurlegt og fáir komast inn og út. Þegar Sól- rún fór yfir til þess að sinna vinnu þar þurfti hún að vera í brynvörð- um bíl og gat ekki farið hvert sem er. En henni þótti það alltaf mjög sérstakt að vera þar og gott að geta hitt vinnufélaga og góða vini þar, enda voru móttökurnar alltaf inni- legar. Sólrún ferðaðist líka oft inn á Vesturbakkann og átti vini bæði í borgunum Ramallah og Hebron. „Það var alveg vesen að fara yfir til Ramallah,“ segir Sólrún og vísar í eftirlitstöðvar líkt og eftirlitsstöðina Qalandya sem aðskilur Jerúsalem og borgina Ramallah. „Það gat tek- ið langan tíma og var oft mikil um- ferðarteppa. Mig langaði alveg að vera meira í borginni en ég nennti ekki alltaf að standa í þessu.“ Sól- rún fór líka til borgarinnar frægu, Betlehem, sem er á Vesturbakkan- um. Þar hljóp hún tvisvar í mara- þoninu Right to movement, eða Réttur til ferðafrelsis, sem haldið er ár hvert. Í lok síðasta árs var Sól- rún þó loksins komin með nóg af margra ára útlegð í fjarlægum lönd- um og flutti heim til Íslands þar sem hún starfar nú fyrir Rauða kross- inn. Hún hugsar til borgarinnar í austri með söknuði og sér fyrir sér að snúa aftur áður en langt um líð- ur. „Árið 2014 var 35% lands í Austur-Jerúsalem frátekið fyrir landtökubyggðir en aðeins 13% af Austur-Jer- úsalem var fyrir palest- ínska uppbyggingu, og stór hluti þess svæðis hef- ur nú þegar verið nýttur.“ Sólrún ferðaðist stundum um Vesturbakkann, m.a. til borgarinnar Hebron sem stendur sunnarlega á Vesturbakkanum. Hér má sjá börn úr hverfinu ganga í gegnum eftirlitsstöð, eflaust á leið heim úr skólanum. „Það er bara ekki hægt að tala um Jerúsalem án þess að tala um hvað fólk er gestrisið og hjálpsamt. Maður þarf bara að vera eins og sauður úti á götu í smá stund til að fólk komi og hjálpi manni. Það eru svo margir sem eru búnir að gera hluti fyrir mig sem ég vil varla viðurkenna því það skemmir ímynd mína sem sjálfstæð kona.“

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.