Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 54
AMINO POWER PRE WORKOUT BLANDA MEÐ KOFFÍNI EYKUR ORKU OG EINBEITINGU Á ÆFINGU FÆST Í NETTÓ, H VERSLUN OG CROSSFIT GRANDA takast á við nýja áskorun; fjall- vegahlaup. Hann ákvað að fjall- vegirnir þyrftu að vera níu kíló- metrar eða lengri, ná að minnsta kosti 160 metra hæð yfir sjó og tengja saman tvö byggðarlög eða áhugaverða staði. Leiðirnar gátu verið fornar göngu- eða reiðleiðir eða fáfarnir bílvegir. Meira en bara að hlaupa „Það sem er kannski áhugaverð- ast í þessu er að setja sér mark- mið og hvika ekki frá því. Þetta var auðvitað margþætt; að halda sér í formi, að kynnast landinu sínu betur og sameina þetta grúskáhuganum. Að læra um þessar leiðir og skrifa fróðleik og punkta um söguna. Þetta var miklu meira en bara að hlaupa, ég vildi kynnast landinu og miðla því til annarra.“ Og það gerir hann í nýút- kominni bók sinni, Fjallvega- hlaup. Bókin inniheldur ítarlegar og lifandi leiðarlýsingar fjallveg- anna fimmtíu, urmul af ljósmynd- um, kort og GPS-hnit, upplýsingar um staðhætti og aðstæður auk margs konar fróðleiks um sögu og landafræði leiðanna. Þá er þar að finna fjölda góðra ráða fyrir þá sem hafa hug á slíkum ferðum. Færist nær upprunanum Hvað fer í gegnum hugann á manni þegar maður hleypur um fjöll og firnindi? „Það er nú bara misjafnt. Já, maður getur verið í hálfgerðu zen-ástandi en ef ég á að nefna eitt orð þá er það frelsi. Það að geta verið þarna úti og hafa tíma og tækifæri, og líkamlega burði, til að geta upplifað náttúruna er ótrúlegt. Maður færist aðeins nær upprunanum. Svo ekki sé minnst á íslenska náttúrufegurð, fuglasöng og lykt af lyngi sem fólk þekkir auðvitað þó það hafi aldri hlaupið.“ Þú ert semsagt ekki með beljandi þungarokk eða aríur í eyrunum til að hvetja þig áfram? „Nei, hlaupin nota ég til að fara úr skarkalanum. Þegar ég á ekki aðra kosti en að æfa á bretti þá er ég með tónlist í eyrunum en þegar ég hleyp úti þá er ég bara að upplifa lífið.“ Fjölskyldan mikilvæg Stefán segir að honum hefði aldrei auðnast að standa við þetta fyr- irheit sitt um fimmtíu fjallvega- hlaup ef ekki væri fyrir stuðning fjölskyldunnar. „Þetta er miklu meira en bara ég einn að gera eitthvað. Það þarf umburðarlyndi og stuðning frá fólkinu á bak við mann til að geta átt eins tímafrek áhugamál.“ Hvað tekur svo við eftir að þess- um áfanga er náð? „Það hefur engin ákvörðun ver- ið tekin um það ennþá. Ég ætla að hlaupa einhverja fjallvegi í sumar og halda áfram að skemmta mér og gleðjast með öðrum. Ég fer til að mynda Laugaveginn í sumar og maraþon í útlöndum í haust. Svo mun ég skrifa eitthvað og miðla reynslu minni og upplifun. Þú hættir ekki að hlaupa þó þú verðir gamall – þú verður gamall þegar þú hættir að hlaupa.“ Stefán Gíslason hefur farið víða á liðnum árum og hann er raunar hvergi nærri hættur. Í tilefni afmælis síns hyggst hann standa fyrir fjórum fjallvegahlaupum í sumar. Hægt er að kynna sér þau á heimasíðunni, fjallvegahlaup.com. 6 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017HLAUPOGCROSSFIT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.