Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 58
Balsam styrkir rannsóknir á krabbameini Blái naglinn fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af því hefur sérstakur Samfélagssjóður Bláa naglans verið stofnaður með það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á krabbameini Íslandi. Unnið í samstarfi við Balsam ehf. Einstaklingar og fyrir-tæki geta lagt sjóðnum lið og er Balsam ehf. eitt þeirra fyrirtækja sem hefur svarað kallinu. „Eitt helsta baráttumálið verður að auka möguleika á snemmgreiningu sem gengur út á að taka reglulega blóðsýni hjá fólki, yfir tvítugt, til að leita eftir vísbendingum um mein í blóði. Pælingin er sem sagt sú að ná að grípa inn í áður en mein kemst í líffæri, en eftir að það gerist er miklu erfiðara að höndla það,“ útskýrir Jóhannes Reynisson, forsvarsmaður Bláa naglans, þegar hann er spurður út í hlutverk sjóðsins. Brýnt mál fyrir okkar samfélag Með öðrum orðum þá ertu að segja að snemmgreining auki líkur á því að krabbamein grein- ist á grunnstigi? „Já og það yrði ekki eini ávinningurinn. Því snemm- greining gæti mögulega dreg- ið úr lyfjanotkun og ýmsum óþægilegum hliðarverkunum, sem henni kunna að fylgja, og minnkað lyfjakostnað að auki.“ Jóhannes segir baráttumál- ið vera í takt við þá stefnu sem læknavísindin séu að taka. „Þau eru farin að skoða hvern- ig megi drepa krabbameins- frumur „nánast í fæðingu“, ef svo má að orði komast, og mér finnst brýnt að við sem samfé- lag leggjum því mikilvæga starfi lið. Það getur skipt sköpum fyrir komandi kynslóðir, fyrir börnin okkar, að þessir hlutir séu í lagi,“ segir hann og bætir við að ef að allt gangi að óskum þá muni Samfélagssjóður Bláa naglans hafa aðsetur í húsa- kynnum Íslenskrar erfðagrein- ingar. Og á hverju veltur það? „Þátt- töku samfélagsins,“ segir hann. „Við stefnum á að fá 365 fyrir- tæki á jafn mörgum dögum til að gerast bakhjarlar sjóðsins með því að styrkja hann um 10 þúsund krónur á mánuði, eða sem samsvarar samanlagt 43,8 milljónum á ári. Auk þess sem einstaklingar geta lagt sjóðnum lið með því að gefa tvö þúsund krónur á mánuði. En allir pen- ingar sem safnast fara beint í rannsóknir.“ Mikilvægt að styrkja gott málefni Balsam er eitt þeirra fyrirtækja sem styrkja Samfélagssjóð Bláa naglans. Sölu- og markaðsstjóri þess, Margrét Rós Einarsdótt- ir, segir brýnt að leggja sitt af mörkum til krabbameinsrann- sókna á Íslandi. „Krabbamein er eitthvað sem snertir okkur öll og þess vegna fannst okkur mikilvægt að styrkja sjóðinn með einhverjum hætti. Úr varð að láta hluta af sölu á Curcumin, sem er okkar vinsælasta vara, fara í hann,“ segir hún en í apríl munu 100 krónur af hverri seldri dós af Curcumin renna í sjóðinn. „Allir okkar söluaðilar ætla að hafa Curcumin sýnilegt og hvar sem þú kaupir það, þá ertu að styrkja krabbameinsrannsóknir á Íslandi,“ útskýrir Margrét og segist vona að sem flestir leggi sjóðnum lið. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Bláa naglans. 10 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017HLAUPOGCROSSFIT Hristingar – fljótleg og góð leið til að endurheimta jafnvægi eftir hlaup Hvort sem þú ert að leita þér að fljótlegum morgunverði eða góðri næringu til að byggja upp líkamann eftir hlaup þá eru safar og hristingar frábær kostur í mataræði hlaupara. Unnið í samstarfi við Floridana og Weetabix Það er hlaupurum mikilvægt að borða fljótlega eftir hlaupa-æfingu til að hjálpa líkamanum að byggja upp vöðva og endurnæra lík- amann. Margir hafa hins vegar ekki lyst á þungri máltíð eftir æfingu. Safar og hristingar eru góður valkostur til að líkaminn öðlist jafnvægi eftir hlaup. Hristingar eru ferskir og auðmeltanlegir og innihalda þau kolvetni, prótein og vítamín sem líkaminn þarf á að halda eft- ir lengri æfingar. Hér eru nokkrar uppskriftir að næringarríkum hristingum sem hjálpa hlaupurum að nærast vel og jafna sig hratt eftir hlaup: Floridana Weetabixhristingur 220 ml Floridana Goji (1glas) 1 kaka af Weetabix Original eða Weetabix Protein 70 g frosnir ávextir Sett í blandara í 1 mínútu Weetabix er trefjaríkt, eykur daglega trefjainntöku og stuðlar með því að betri meltingu. Weetabix Protein inni- heldur 19 g af próteinum í 100 g. Goji hristingur 1 banani 1 dl jarðarber ( 4-6 stk.) 4-6 myntulauf 1 msk chia-fræ ( ef vill ) 2dl Floridana Goji vatn og klakar eftir þörfum Öllu blandað vel saman þar til verður silkimjúkt. Goji er eru rík af C- vítamíni og karótenóið- um sem eru andoxunarrík. Heilsusafahristingur 1-2 dl ananas ½ banani 1-3 cm fersk, rifin engiferrót örlítið af rauðum chili-pipar 1-2 dl Floridana Heilsusafi klakar eftir þörfum Öllu blandað vel saman þar til verður silkimjúkt. Heilsusafi inniheldur eingöngu náttúruleg C-vítamín, sem eru talin efla ónæmiskerfi líkamans og tryggja að það starfi eðlilega við áreynslu. eru bragðgóðir og stút- fullir af vítamínum sem eru nauðsynleg í dags- ins önn. Floridana safar innihalda aldrei viðbættan sykur, rotvarnarefni eða litarefni. Floridana safar Weetabix Curcumin er virka innihaldsefnið í túrmerik og hefur lengi verið notað í matargerð og lækningaskyni í Asíu með góðum árangri, að sögn Margrétar, sem sést hér ásamt Jóhannesi. Í apríl renna 100 krónur af hverri seldri dós af Curcumin til styrktar samfélagssjóði Bláa naglans, en Curcumin fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Mynd | Heiða Helgadóttir Weetabix er gert úr 95% heilkorn- um og er með lágt sykur-, salt- og fituinnihald. Weetabix inniheldur einnig mikilvæg vítamín, steinefni og járn, sem eru nauðsynleg fyrir vöxt og viðhald heilbrigðs líkama.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.