Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 60
12 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017HLAUPOGCROSSFIT Sérþekking, þjónusta og áratugareynsla Afreksvörur er sérverslun hlauparans, verslunin er í Glæsibæ. Þar er hægt að fá allar vörur og vörur tengdar hlaupum og því sem þeim tengjast. Allt frá hlaupaskóm til næringarefna sem tengjast hlaupum og allt þar á milli. Unnið í samstarfi við Afreksvörur Þar er einnig hægt að fara í hlaupagreiningu en þar er heildarmynd hlaupa-hreyfinga greind og fólk fær góð ráð um hvað það þarf að leggja áherslu á í sínum hlaupum og hvort það getur breytt ein- hverju í sínum hlaupastíl. Dan- íel Smári er stofnandi og eigandi verslunarinnar og með áratuga- reynslu í því að ráðleggja fólki um allt sem við kemur hlaupum. Þegar Daníel er spurður hver sé sérstaða verslunarinnar segir hann: „Við erum 11 ára gömul verslun, höfum verið í rekstri frá því 2005. Við erum fyrsta og eina sérversl- unin fyrir hlaupara, sérhæfum okkur í vörum fyrir hlaupara. Bjóðum upp á mikla sérþekkingu, þannig að við getum sagt að við bjóðum upp á þekkingu og ára- tugareynslu af því að ráðleggja hlaupafólki. Við sérhæfum okkar í fatnaði fyrir hlaupara og þá er alveg sama hvaða hlaup fólk er að stunda, götuhlaup eða fjallavega- hlaup. Við erum með mjög vönduð vörumerki sem eru sérvalin inn í verslunina okkar og við erum í nánu og góða samstarfi við fram- leiðendurna af þeim vörum sem við seljum. Við höfum líka verið að bjóða upp á hlaupastílsnámskeið. Fyrir þá sem koma og kaupa skó hjá okkur er innifalin hlaupagrein- ing, hvort heldur sem það er áður en fólk kaupir skóna eða eftir á,“ segir Daníel. Hefur þú fundið fyrir auknum áhuga fólks á utanvegahlaupum? „Já, ekki spurning, alveg frá árinu 2010 hefur verið ört vaxandi áhugi á þessum hlaupum. Síðustu 2-3 árin hefur þetta alveg sprung- ið út. Fjallahlaup eru eiginlega fyr- ir mér að verða önnur íþrótt því þau eru svo gjörólík götuhlaupun- um,“ segir Daníel. Hvaða ráð getur þú gefið fólki sem er að taka sín fyrstu skref í hlaupunum? „Það sem er númer 1, 2 og 3 eru góðir hlaupaskór og þá þarf að vanda valið og finna réttu hlaupa- skóna. Þeir sem ætla virkilega að koma sér af stað og halda sér í þessu þeir þurfa að fara af stað rólega og hóflega. Ekki ætla sér of mikið til þess að byrja með. Sérstaklega ef fólk er komið yfir fertugsaldurinn, þá er ekki nóg að reima á sig skóna og hlaupa af stað. Það verður að vera ákveðin grunnur til þess að geta hlaupið. Fólk þarf að búa yfir ákveðnum styrkleika og liðleika og það þarf að byggja upp og vera til staðar. Margir falla í þá gryfju að hlaupa af stað og lenda þá á vegg og gef- ast þá strax upp. Fólk er líka farið að hugsa meira út í styrktarþjálf- un og svo er jóga líka komið inn í þetta,“ segir Daníel. Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar það er að kaupa sér hlaupaskó? „Það er þrennt sem þarf að hafa í huga þegar fólk er að fara kaupa sér hlaupaskó. Í fyrsta lagi ertu að kaupa þér hlaupaskó fyrir götuhlaup eða ertu að kaupa þér skó fyrir fjallahlaup? Þetta er al- veg tvennt ólíkt. Annað atriði er að þú átt að kaupa þér létta skó. Það er vegna þess að það hefur orðið gjörbylting í framleiðslunni. Skórnir eru orðnir miklu léttari en samt að veita betri dempun. Konur eiga ekki að kaupa sér þyngri skó heldur en 230 grömm og karlar eiga ekki að kaupa sér þyngri skó en 280 grömm. Svo þarf sólinn að vera 20-28 mm þykkur til að gera veitt þér þá dempun sem þú þarft til þess að hlaupa á hörðu undirlagi. Svo þarf dropið að vera undir 8 mm. Drop þýðir munur á þykkt sóla frá hæl að tábergi og best ef dropið er undir 4 mm. Allt er þetta hugsað til þess að minnka líkur á álags- meiðslum. Hlaupin verða náttúru- legri og eins og þú sért að hlaupa berfættur í sandi eða grasi. Ut- anvegaskórnir, hins vegar, þurfa að vera stöðugir með góðu gripi,“ segir Daníel. Frekari upplýsingar um vörur og þjónustu er hægt að nálgast á www.afrek.is Brot af glæsilegu úrvali sem fæst í versluninni í Glæsibæ Mynd | Heiða Helgadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.