Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 63

Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 63
15 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2017 HLAUPOGCROSSFIT Spennandi, íslenskt, nýtt og ferskt íþróttamerki Brandson er nýtt íslenskt vörumerki á markaðnum með vandaðan æfingafatnað sem er hannaður á Íslandi. Hann hefur þá sérstöðu að vera íslensk hönnun með tilvísun í íslenska sögu og menningu. Unnið í samstarfi við Brandson Dömu vörulínur Brandson heita eftir valkyrjum. Má þar nefna sem dæmi „Brynhildur“, fyrstu vöru Brandson, sem er nefnd eftir Bryn- hildi Buðladóttur valkyrju. Markmið Brandson er að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og ýta undir vitundarvakningu, styrkja ímynd og persónuleika. Brandson vill geta boðið upp á vandaða vöru sem hentar öllum, vandaða hönnun og góðar vörur sem veita þér inn- spýtingu í þau markmið sem þú hefur sett þér og hjálpa þér að ná þeim markmið- um. Bjarni Kjartansson Thors er stofnandi og eigandi Brandson. Hann er menntaður grafískur hönnuður, hvernig leiddist hann inn í þennan heim æfingafatnaðar? „Mig hefur alltaf langað til þess að vera með eigin vöru sem ég gæti komið á markað, hef próf- að ýmislegt en svo datt ég inn á þetta. Hef alltaf haft mikinn áhuga á fatnaði og tel þetta mjög góða leið til að fá útrás fyrir mína sköpunarþörf á þeim vett- vangi. Ég er mennt- aður grafískur hönnuður og það hefur hjálpað mér alveg gríðar- lega mikið í þessu öllu saman. Sérstaklega við það að koma vörunni á framfæri ásamt því að hanna fötin og teikna mynstur og grafík á fötin. Það er komið rúmt ár núna síðan við settum fyrstu vöruna á markað en ferlið fram að því var stanslaus vinna, þetta tók um það bil 2 ár, annars hefur bara gengið mjög vel. Auðvit- að hefur gengið á ýmsu og þetta er mikil vinna sem kostar miklar fórnir. Auðvitað hafa verið nokkur skakkaföll á leiðinni en maður hef- ur lært mjög mikið á þessu ferli,“ segir Bjarni. Hver er það sem hannar fatnaðinn? „Ég geri í raun allt saman sjálfur frá A-Ö. Ég hef þurft að læra fullt af hlutum svo- lítið hratt en ég hanna fötin sjálfur og sendi snið til Kína þar sem fötin eru framleidd, fæ þau svo send hingað heim þar sem ég sé um að markaðssetja og koma vörunum til við- skiptavinanna“ segir Bjarni. Hvar er hægt að nálgast vörurnar? „Eins og staðan er í dag, þá er hægt að nálgast vörurnar á vefsíðunni www.brandson.is. Mjölnir tók inn vörurnar okkar og merkir þær með sínu vörumerki og selur þær í heilsuræktarstöð sinni í Öskjuhlíð, það er mjög spennandi að vinna með þeim. Núna nýverið byrj- uðum við að selja vörurnar okk- ar í VBC - MMA stöðinni sem er á Smiðjuvegi (græn gata) í Kópavogi,“ segir Bjarni. Eru vörurnar fyrir bæði kynin? „Í dag erum við bara með fatnað fyrir konur. En ég er að vinna í því að koma herralínu í framleiðslu. Ég stefni að því að breikka vöru- línuna sem ég er með í dag, en það tekur langan tíma og krefst ákveðinnar rann- sóknarvinnu og maður vill vanda sig og gera þetta vel. Svo ég taki dæmi um þetta þá tók það mig um tvö ár frá því ég byrjaði vinnuna og þangað til ég kom fyrstu vörunni á markað. Þannig að þetta er langt og strangt ferli og margir þættir sem maður verður að hugsa út í,“ segir Bjarni. Nú er liðið ár frá því þið settuð fyrstu vöru ykkar á markað. Hvernig hafa viðbrögðin verið? „Ég er rosalega ánægður hvað okkur hefur verið vel tek- ið. Við höfum fengið rosalega góð og já- kvæð viðbrögð. Fólki finnst þetta spennandi, íslenskt, nýtt og ferskt íþrótta- merki, það vekur athygli hjá fólki. Fólk sem hefur keypt vörurnar hefur verið rosalega ánægt og gefið okkur mjög góð meðmæli sem hjálpar mikið til,“ segir Bjarni. Er eitthvað spennandi framundan hjá Brandson? „Já, heldur betur, við erum núna í næsta mánuði að frumsýna nýjan íþrótta- topp sem er búið að bíða mikið eftir. Svo verðum við með þrennar nýjar buxur í nokkrum mismun- andi litum. Þannig að apríl verður mjög skemmtilegur hjá okkur. Svo í þessum töluðu orðum erum við að vinna í herralínu sem er mjög skemmtilegt verkefni,“ segir Bjarni. Bjarni Kjartansson Thors er eigandi og stofnandi Brand- son og gerir allt saman sjálfur, hann er Brandson frá A-Ö. Mynd | Heiða

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.