Húnavaka - 01.05.2016, Síða 195
H Ú N A V A K A 193
Börn Péturs og Dídíar, eins og Kristín var ávallt kölluð, eru: Þorsteinn,
f. 1949, kvæntur Svanfríði Blöndal og eiga þau eina dóttur en fyrir átti
Svanfríður þrjú börn. Jóhannes Gaukur, f. 1950, kvæntur Stefaníu Karlsdótt ur
og eiga þau tvo syni. Þorlákur, f. 1952, kvæntur Ingu Þórðardóttur og eiga þau
tvö börn. Pétur Már, f. 1956, í sambúð með
Klöru Guðjónsdóttur, áður kvæntur Hafdísi
Ævars dóttur og á með henni tvo syni. Matthildur
Margrét, f. 1961, í sambúð með Daníel H. Mar-
teinssyni, áður gift Úlfari Þór Marinóssyni og átti
með honum eina dóttur.
Hann bjó alla tíð á Blönduósi ef frá eru talin
tæp tvö ár sem hann dvaldi á hjúkrunar- og
dvalar heimilinu Grund.
Pétur vann við bifvélaviðgerðir. Hann var
greið vikinn og hjálpsamur, vildi hvers manns
vanda leysa en bílar biluðu og oft þurfti að bregð-
ast skjótt við. Hann stofnaði með bræðrum sínum
og föður Vísir sf. sem var eins konar fjölskyldu-
fyrirtæki með vélsmiðju, bifreiðaverkstæði og verslun. Pétur gerði m.a. upp
vörubíl sem hann keypti af Zophoníasi Zophoníassyni og var með bílinn í
vegavinnu en bíllinn var alltaf kallaður Móri.
Pétur hafði gaman af kveðskap og orti mikið alls konar vísur og stökur mest
til gamans. Hann var svipmikill maður með drengilegt augnaráð, glettinn á
stundum og léttleikamaður löngum. Hann söng með Karlakórnum Húnum
allan starfstíma kórsins. Um árabil var Pétur með kindur og hesta sem hann
hafði yndi af enda mikið fyrir dýr og búskap. Hann ræktaði einnig kartöflur í
Selvíkinni í 80 ár, var mikill veiðimaður, stundaði silungsveiði inn með sjó á
gömlum æskuslóðum og fór til rjúpna á vetrum.
Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík var jarð s unginn
frá Blönduóskirkju 31. október og jarðsettur í Blönduóskirkjugarði.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Þórir Óli Magnússon,
Syðri-Brekku
Fæddur 3. janúar 1923 – Dáinn 28. október 2015
Þórir Óli fæddist að Brekku í Þingi. Foreldrar hans voru Sigrún Sigurðardóttir,
f. 1895, d. 1981, húsmóðir í Brekku og Magnús Bjarni Jónsson, f. 1887,
d. 1962, bóndi í Brekku. Bræður Þóris eru: Sigurður Sveinn, f. 1915, d. 2000,
Jón Jósef, f. 1919, d. 2015, Haukur, f. 1926, d. 2013 og Hreinn, f. 1931.
Hann átti æsku sína og uppeldi í Brekku, ólst þar upp við leik og störf og
gekk sinn fyrsta menntaveg í Barnaskóla Sveinsstaðahrepps. Átján ára gamall
fór Þórir í Héraðsskólann á Laugarvatni. Var hann þar tvo vetur og útskrifaðist