Húnavaka - 01.05.2016, Síða 203
H Ú N A V A K A 201
d. 1979 og eignuðust þau tvö börn. Guðbjörg Jóney f. 1949, maki hennar er
Tómas Filippusson, þau eiga tvo syni. Valborg f. 1950, sambýlismaður hennar
er Karl Ó. Óskarsson, hún eignaðist tvö börn. Ísleifur f. 1951, fyrri kona
Petrína G. Gunnarsdóttir d. 1977 og áttu þau einn son, seinni kona Hafdís
Sigurðardóttir, dætur þeirra eru tvær. Sigurður f. 1953, maki hans er Björg
Lárusdóttir, börn þeirra eru fjögur. Hallbjörn f. 1954, maki hans er Sigríður
Einarsdóttir, þau eiga tvo syni. Þráinn Garðar f. 1955, maki hans er Kristjana
Óladóttir, börn þeirra eru fimm. Heiðdís Sigrún, f. 1957, hún á einn son. Lilja
Kristjana f. 1959, maki hennar er Kristján Ásmundsson, hún eignaðist tvö
börn. Heiðrún Bára f. 1960. Þröstur f. 1962, fyrri
kona Svanhvít R. Þráinsdóttir d. 2009 og
eignuðust þau eina dóttur, sambýliskona Ingunn
H. Hauksdóttir. Sonný Lísa f. 1964, hún á einn
son.
Á þeim árum sem Aðalbjörg, sem í daglegu tali
var kölluð Bagga, bjó á Skagaströnd var ætíð
mannmargt í Akurgerði. Þau Þorbjörn eignuðust
þrettán börn á átján árum og þótt þau elstu væru
farin að heiman þegar þau yngstu komu í heiminn
voru samt sjaldan færri en 10 í heimili í litla
húsinu og stundum voru allir heima. Það má því
segja að hjartarýmið hafi stundum verið meira en
húsrýmið því þótt húsakynnin væru ekki stór nutu
börnin þess sem mestu máli skipti, ástar og
umhyggju. Bagga lagði sig sérstaklega fram um að hafa börnin snyrtilega og
vel klædd og var ótrúlega afkastamikil í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur.
Samhliða því sem hún saumaði og prjónaði flíkur á börnin tók hún að sér að
sauma og prjóna fyrir aðra íbúa í bænum og stundum að klippa konurnar á
Skagaströnd. Þau hjón voru bæði glaðlynd og hlý í viðmóti og því vinsæl.
Heimilið stóð öllum opið og því fór oft drjúgur tími í að taka á móti gestum
og gefa kaffi.
Bagga var ákaflega tónelsk og hafði góða söngrödd. Eftir að þau fluttu
suður fór hún að syngja með Átthagakór Strandamanna. Auk ánægjunnar af
tónlistinni var kórstarfið henni dýrmætur félagsskapur. Hún ferðaðist með
kórnum bæði innan lands og utan. Störf Böggu í þágu kórsins voru mikils
metin og fyrir þau var hún gerð að heiðursfélaga.
Eftir að Bagga hélt út á vinnumarkaðinn nýtti hún sér handlagni sína,
útsjónarsemi og kunnáttu í saumaskap og starfaði um margra ára skeið á
sauma stofunum, Gefjun og Bót en síðustu árin vann hún á saumastofunni
Ceres þar sem hún lauk starfsævinni þegar hún stóð á sjötugu. Þá tóku við ný
skapandi viðfangsefni við að mála postulín og fjölmargar fallegar vatnslita-
myndir sem prýða nú mörg heimili vina og vandamanna.
Þau hjónin bjuggu sér heimili á nokkrum stöðum í Kópavogi þar sem
húshlýjan og gestrisnin réðu ríkjum. Eftir að Þorbjörn andaðist árið
1986 fluttist hún nokkrum árum síðar í íbúð við Gullsmára þar sem hún