Húnavaka - 01.05.2016, Page 209
207H Ú N A V A K A
1961. Gerður var samningur við
Landsbókasafnið um að skanna alla
árganga ritsins inn á www.timarit.is
og í febrúar 2016 var efnið orðið
aðgengi legt þar. Með þessu verður
hægt að gera auðvelda og markvissa
leit í öllum þeim árgöngum sem
þangað eru komnir. Þá gaf USAH
öllum nemendum grunnskólanna í
A-Hún. eintak af Húnavökuritinu.
Boccia æfingar hófust um haustið
og eru vikulega, Sigurveig Sigurðar-
dóttir sér um æfingarnar og er góð
mæting á þær.
Verndum þau, forvarnarnámskeið
gegn vanrækslu og ofbeldi gegn börn-
um, var haldið á Húnavöllum í sam-
starfi við UMFÍ og Æskulýðsvett vang-
inn. Mættu rúmlega 40 manns á
námskeiðið og sá USAH um léttar
veit ingar á því.
USAH sá um 1. maí kaffið fyrir
Stétt arfélagið Samstöðu, í raun er það
eina fjáröflun sambandsins fyrir utan
Lottótekjur og styrki frá sveitar félög-
unum. Ágóði af kaffisölu er eyrna-
merktur til greiðslu keppnisgjalda
fyrir keppendur frá USAH á Ung -
linga landsmótið.
Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður.
UMF HVÖT.
Aðalst jórn
skipa: Auð-
unn Steinn
Sig urðs son, formaður,
Hilm ar Þór Hilmars-
son, Valg erður Hilm-
ars dóttir, M. Berglind
Björns dóttir og Sædís
Gunn arsdóttir. For-
mað ur knatt spyrnu-
deildar er Hilmar Þór
Hilmars son og for maður sund deildar
Erna Björg Jón munds dóttir.
Árið 2015 var með nokkuð hefð-
bundnu sniði líkt og undanfarin ár.
Starf aðalstjórnar Hvatar fólst aðal-
lega í því að sjá um samningagerð við
Blönduósbæ en knattspyrnudeildin
hef ur séð um æfingar og keppni í
knatt spyrnu auk þess sem deildin
heldur úti íþróttaskóla á veturna. Þá
hefur deildin umsjón með íþróttasvæði
Blönduósbæjar. Aðalstjórnin sér um
rekstur vallarhúss, skrifstofu, skiptingu
sameiginlegra tekna o.fl.
Sunddeild.
Starf sunddeildar var blómlegt og góð
mæting var á æfingar. Þjálfarar voru
Katrín Sif Rúnarsdóttir, Catherine
Chambers og Ásta María Bjarnadóttir
en hún lauk 1. stigi þjálfaranámskeiðs
ÍSÍ sumarið 2015.
Haldin voru tvö sundnámskeið.
Fyrra námskeiðið var fyrir börn á
aldrinum 3ja - 5 ára. Seinna námskeið-
ið var fyrir fullorðna og var það ekki
síst haldið í tilefni af því að Landsmót
UMFÍ 50+ var haldið á Blönduósi í
lok júní. Þá bauð sunddeildin, í sam-
starfi við knattspyrnudeild Hvatar,
upp á fyrirlestur sem heitir: „Heil-
brigður lífsstíll – allt að vinna, engu að
Verðlaunahafar á Héraðsmóti í frjálsum.