Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 32
32 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR Miðvikudagur Instagramleikur Ljósanætur og Símans Miðvikudagur 30. ágúst – sunnudags 3. september #ljosanott2017 Fangaðu Ljósanótt með ljósmynd! 1.Merktu myndina með #ljosanott2017 og settu hana á Instagram. 2. Athugið að Instagramið sé stillt á public. 3. Dómnefnd velur sigurmyndirnar. Í fyrstu verðlaun er glæsilegur Beoplay A2 hátalari frá Bang & Olufsen að verðmæti kr. 59.990 sem Síminn gefur. Fleiri vinningar verða einnig veittir. Nánar á ljosanott.is Kl. 18:00 - 20:00 Ljósanæturhlaup Lífsstíls 2017 Staðsetning: Lífsstíll líkamsræktarmiðstöð Vatnsnesvegi 12 Tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Hlaupið er um götur Reykjanes- bæjar. Keppt er í 3 km, 7 km og 10 km. Skráningu á keppnisstað lýkur kl 17.00. Nánar á hlaup.is. Kl. 20:00 - 22:00 Með SOUL í auga – Stuð, tregi og urrandi ástarjátningar Staðsetning: Andrews Theatre Ásbrú SOUL tónlist allra tíma er viðfangsefni tónleikaraðarinnar ,,Með blik í auga” þetta árið sem gengið hefur fyrir fullu húsi á Ljósanótt í Reykjanesbæ undanfarin 6 ár. Einvalalið söngvara og hljóð- færaleikara tekur þátt í sýningunni og eru söngvarar í ár þau Jó- hanna Guðrún, Stefanía Svavars, Jón Jónsson, Eyþór Ingi og Helgi Björns. Hljómsveitarstjóri er Arnór B. Vilbergsson og kynnir er að venju ólíkindatólið Kristján Jóhannsson sem farið hefur á kostum hingað til. Sýningar fara fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú og er frumsýning 30. ágúst kl.20:00. Tvær sýningar verða sunnudaginn 3. september kl. 16:00 og 20:00. Fimmtudagur Kl. 10:30 - 11:00 Setning Ljósanætur Staðsetning: Myllubakkaskóli, Sólvallagötu Það eru grunnskólabörn bæjarins ásamt elstu börnum leik- skólanna, alls um 2.500 börn, sem setja Ljósanæturhátíðina ár hvert. Þau koma fylktu liði í skólalitum hvers skóla, til tákns um fjölbreytileika mannkynsins, og syngja sig fullum hálsi inn í Ljósanæturhátíðina. Kl. 13:00 - 14:00 Ljósanætur púttmót við Mánagötu Staðsetning: Púttvöllurinn við Mánagötu Árlegt Ljósanæturmót í pútti á glæsilegum púttvelli við Mánagötu í boði Toyota í Reykjanesbæ. Allir velkomnir. Kl. 17:00 - 19:00 Keflavík - NES stórleikur! Staðsetning: Nettóvöllurinn aðalvöllur Keflavík Meistaraflokkur Keflavíkur í knattspyrnu tekur á móti Íþrótta- félaginu NES á Nettóvellinum. Leikir þessara liða hafa ávallt verið mjög fjörugir og ekkert gefið eftir. Kl. 17:00 - 20:00 Skotdeild Keflavíkur býður fólki á opinn dag Staðsetning: Í æfingaaðstöðu Skotdeildar í Vatnaveröld við Sunnubraut Opinn dagur fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemina og fá að prófa að skjóta í mark í loftaðstöðunni okkar. Allar helstu skotgreinar verða kynntar og farið yfir unglingastarfsemi deildarinnar. Hægt verður að skrá þá unglinga sem vilja æfa í haust en unglingar greiða hvorki félags- né æfingagjöld og á föstum æfingum í loft- greinum eru unglingar ekki að greiða fyrir skot eða skífur. Kl. 17:00 - 19:00 Ljósanæturdiskó fyrir 5. – 7. bekk Staðsetning: Fjörheimar/88 Húsið - Hafnargötu 88 Hæfileikakeppni, diskó, leikir, kappát, þythokkí, borðtennis, billiard og fótboltaspil. Frítt inn. Til að skrá sig í hæfileikakeppnina þarf að finna viðburðinn á ljosanott.is og smella á vefsíðu. Kl. 18:00 – 20:00 Opnun Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8 Horfur, Einkasýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar (Jaðarsettur) miðaldra karlmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Glyttur, Einkasýning Elísabetar Ásberg “Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en eru okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraver- öld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra.” Blossi, sýning Sossu og Antons Helga Jónssonar Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Uppákoma kl. 18:30 fimmtudag. Próf/Tests, Einkasýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur Fríða Dís myndlistar- og tónlistarmaður er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk sem hafa að fyrir mynd 57 þungunarpróf. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók þau hjónin að verða barnshafandi. Fimmtudag kl. 18:45 er óvænt uppákoma á sýningunni. Sunnudag kl. 14:00 er listamannsleiðsögn. Kl. 19:00 - 21:00 Sundlaugarpartý!! Staðsetning: Sundmiðstöð Sunnubraut Sundmiðstöð Reykjanesbæjar býður öllum krökkum í 5.-10. bekk í sundlaugarpartý í tilefni Ljósanætur. Það verður DJ á staðnum sem sér um að halda uppi dúndur stemningu í lauginni. Allir að mæta og hafa gaman. Krakkar í 5.-7. bekk, um að gera að taka sundfötin með á Ljósanæturdiskóið í Fjörheimum og skella sér að því loknu í meira fjör í lauginni. Hvernig væri að hvetja bekkjar- sytkini til að mæta saman? Höfum gaman saman! Kl. 20:00 - 21:00 Hjólbörutónleikar Staðsetning: Keflavíkurkirkja Hinir sívinsælu Hjólbörutónleikar verða á sínum stað á Ljósanótt í ár en þar munu gleðigjafarnir Arnór B. Vilbergsson, Elmar Þór Hauksson og Kjartan Már Kjartansson bregða á leik og taka við óskalögum tónleikagesta. Miðaverð er kr. 1.500 og fer miðasala fram við innganginn. Föstudagur Kl. 07:00 - 09:00 Morgunsund gefur gull í mund. Óvænt uppákoma! Staðsetning: Sundmiðstöð við Sunnubraut Óvænt uppákoma verður í Sundmiðstöðinni á föstudagsmorgni Ljósanætur fyrir hina hressu morgunhana sem þangað mæta. Á eftir verður boðið upp á kaffi og með því. Kl. 12:15 - 12:45 Opin söngstund í Ráðhúsi Reykjanesbæjar Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Bæjarstjórinn stýrir stundinni og dregur vafalaust upp fiðluna góðu en hann vantar sárlega fleiri hljóðfæraleikara og því hvetjum við alla sem hljóðfæri geta valdið að mæta á staðinn og “djamma” með bæjarstjóranum. Við hin sem ekki getum spilað syngjum með eins og enginn sé morgundagurinn. Söngtextar munu liggja frammi svo það er bara að mæta á staðinn og njóta stundarinnar. Kl. 13:00 – 13:30 Út úr skápnum! Bókhaldið opnað. Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Nú ætti engum að þurfa að leiðast lengur því bókhaldsskápur Reykjanesbæjar stendur brátt galopinn. Opið bókhald Reykjanes- bæjar verður formlega sett í loftið föstudaginn 1. september kl. 13 í Ráðhúsinu. Öllum er velkomið að líta við og fylgjast með þessum tímamótaviðburði og þiggja kaffisopa í góðum félagsskap. Kl. 13:00 - 17:00 Flóamarkaður Staðsetning: Hringbraut 108, gamla K-húsið við fótbolta- völlinn Eitthvað fyrir alla svo endilega komið og kíkið við. Skart unnið úr steinum sem tíndir hafa verið á Reykjanesskaganum. Antíkmunir, fallegar prjónahúfur, alls kyns fatnaður og svo margt, margt fleira. Hlökkum til að sjá ykkur. Kl. 13:00 - 16:00 Opinn dagur á Hæfingarstöðinni Staðsetning: Keilisbraut 755 Opinn dagur þar sem gestir og gangandi geta heimsótt og kynnt sér starfsemi Hæfingarstöðvarinnar í Reykjanesbæ. Heitt á könn- unni og Hæfóbúðin opin þar sem hægt er að versla varning og vörur úr smiðjum Hæfingarstöðvarinnar. Kl. 16:00 - 19:00 Áheitasjósund sundliðs ÍRB Staðsetning: Njarðvíkurhöfn og Keflavíkurhöfn Áheitasjósund ÍRB í samstarfi við Björgunarsveitina Suðurnes. Sundið er fyrir alla sundmenn í Framtíðar- og Afrekshópi sem eru fædd 2004 eða fyrr. Synt verður frá Njarðvíkurbryggju og komið að landi við Keflavíkurbryggju. Sundmenn mæta á Njarð- víkurbryggju kl. 16 og þaðan verður siglt út að grjótgarðinum við Víkingaheima þaðan sem sundið hefst. Kl. 17:00 – 18:00 Í körfunni Staðsetning: Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar Föstudaginn 1. september kl. 17 opnar sýning um körfuknattleik í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin varpar ljósi á þróun meistaraflokka Keflavíkur og Njarðvíkur í karla- og kvenna- deild. Körfuknattleikur í Reykjanesbæ á sér langa og glæsta sögu en á sýningunni má sjá búninga frá mörgum tímabilum, skó, myndir og aðra muni sem tengjast félögunum. Einnig er búið að safna saman fréttum, myndum og öðru efni úr fréttablöðum svæðisins. Allir velkomnir. Kl. 17:00 - 20:00 Sýning á flugmódelum í Reykjaneshöll Staðsetning: Reykjaneshöll við Krossmóa Flugmódelfélag Suðurnesja verður með opið hús í Reykjaneshöll- inni þar sem félagar í FMS fljúga inniflug og stærsta flugmódel landsins verður til sýnis. Kl. 18:00 - 21:00 Boxkvöld Ljósanótt Staðsetning: Boxhöllin, gamla sundhöllin við Framnesveg HFR heldur upp á Ljósanótt með öllum helstu hnefaleikafélögum landsins. Hið árlega Boxkvöld verður haldið í Boxhöll bæjarins, gamla sundhöllin við Framnesveg. Um er að ræða bardaga án höfuðbúnaðar, í stíl við íþróttina í dag. Fyrir hönd bæjarins keppa Margrét Guðrún Svavarsdóttir, Helgi Rafn Guðmundsson, Magnús Marcin Jarzębowicz og Björn Björnsson. Ekki missa af stærsta boxviðburði ársins. Kl. 18:15 - 20:30 Tónleikar í tjaldi á Íshússtíg 7 Staðsetning: Íshússtígur 7 Það verður slegið í létta tónleika í stóru samkomutjaldi í garð- inum að Íshússtíg 7. Þar leika 3 bönd listir sínar, frumsamið og ábreiður í bland. Böndin 3 eru: Iceland Express, Kylja og Shitzam. Kl. 19:00 - 21:00 Kjötsúpa í boði Skólamatar Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf við Bryggjuballið Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á hina árlegu og ljúf- fengu kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Allir velkomnir! Kl. 19:30 - 21:30 Bryggjuball á smábátahöfninni Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf Á föstudagskvöldi Ljósanætur verður bryddað upp á léttri tón- listardagskrá við smábátahöfnina   sem við kjósum að kalla Bryggjuball. Fram koma: Bæjarstjórnarbandið sem slegið hefur rækilega í gegn á undanförnum hátíðum Eyþór Ingi Einar Örn ungur heimamaður Föruneytið sem er skipað snillingunum Hlyni Vals, Pálmari Guðmunds, Ólafi Þór og Óla. Þetta verður skemmtilegt! Kl. 19:30 - 23:00 Pílukastmót Staðsetning: Hrannargata 6 (Aðstaða Pílufélags Reykjanes- bæjar) Keppt verður í 501 einmenning, fyrst riðla- og svo útsláttur. Glæsi- legur farandbikar og verðlaun fyrir 1. – 4. sætið. Keppnisgjald er 2.500 kr. Skráning er í síma 660-8172 eða 865-4903 eða á staðnum til kl 19:00. Kl. 20:00 - 23:30 Harmonikuball á Nesvöllum Staðsetning: Nesvellir Hið árlega harmonikuball Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður á sínum stað á Ljósanótt. Félagar úr félagi Harmonikuunn- enda á Suðurnesjum mæta eldhressir og halda uppi fjörinu eins og þeim er einum lagið. Kl. 20:00 - 03:30 Valdimar á Paddy’s Staðsetning: Paddy’s, Hafnargötu 38 Óskabörn Keflavíkur, Valdimar, halda heim á slóðir og troða upp á Paddy’s eins og forðum daga. Þegar þeir ljúka sér af tekur enginn annar en Dj KGB við og heldur fólki við efnið út nóttina. Tónleikar hefjast um kl. 22:00. Miðaverð er 2.900kr og einungis selt við hurð. Kl. 20:00 - 23:00 Ljósanæturball fyrir 8. - 10. bekk í Stapa Staðsetning: Stapinn Fjörheimar kynna, Ljósanæturball í Stapa. Áttan, Herra hnetu- smjör, Chase, Jói Pé og Óli Geir leika fyrir dansi. Nánar á fjor- heimar.is Kl. 20:00 - 21:00 Garðtónleikar The Soundation Project Staðsetning: Hringbraut 69 í bakgarðinum Tónleikarnir verða í portinu fyrir aftan hús og er hægt að ganga inn frá Melteigi. Ókeypis aðgangur en þó er það valmöguleiki að styrkja bandið sem er að safna fyrir upptökum á lögum. Kl. 20:30 - 22:00 Garðpartý Staðsetning: Norðurvöllum 8 Guðlaugur Ómar, Kristín Júl., Bogga Dís og Drífa Kristjáns sjá um söng og gleði allir velkomnir . Kl. 21:00 - 23:00 Heima í gamla bænum Staðsetning: Gamli bærinn og nágrenni Menningarfélag Keflavíkur stendur fyrir heimatónleikum í gamla bænum í Keflavík á Ljósanótt þar sem íbúar bjóða fólki heim í tónleikaveislu. Sjö hljómsveitir leika í fimm húsum í gamla bænum og nágrenni í Keflavík. Hver hljómsveit leikur tvisvar, 40 mínútur í senn. Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00. Gestir geta því valið a.m.k tvenna tónleika eða gengið á milli og fengið brot af öllu. Fram koma: Par-ðar, Jónína Aradóttir, Bjartmar Guð- laugsson, Már, Geir Ólafsson og Kristján Jóhannsson, Jón Jónsson, Pandóra, Ofris, Stebbi og Eyfi. Miðasala á tix.is Kl. 23:00 - 02:00 Hljómsveitin Feðgarnir Staðsetning: Tjaldið Kaffi DUUS Hljómsveitin Feðgarnir föstudag og laugardag í tjaldinu við Kaffi Duus. LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ • DAGSKRÁ • LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.