Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 34

Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 34
34 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Opnun sýninga um allan bæ á fimmtudag. Sýningar í Duus Safnahúsum Opið 18-20 fimmtudag, 12-18, föstudag, laugardag og sunnudag Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í Duus Safnahúsum. Listasafnið opnar fjórar nýjar sýningar eftir Suðurnesjamenn fimmtudaginn 31. september kl. 18:00 og eru allir velkomnir. Horfur, Einkasýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar Staðsetning: Duus Safnahús Listasalur (Jaðarsettur) miðaldra karlmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Glyttur, Einkasýning Elísabetar Ásberg Staðsetning: Duus Safnahús Gryfjan “Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en eru okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraveröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra.” Blossi, sýning Sossu og Antons Helga Jónssonar Staðsetning: Duus Safnahús Bíósalur Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Uppákoma kl. 18:30 fimmtudag. Próf/Tests, Einkasýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur Staðsetning: Duus Safnahús Stofan Fríða Dís myndlistar- og tónlistarmaður er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk sem hafa að fyrirmynd 57 þungunarpróf. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók þau hjónin að verða barnshafandi. Fimmtudag kl. 18:45 er óvænt uppákoma á sýningunni. Sunnudag kl. 14:00 er listamanns- leiðsögn. Bátasafn Gríms Karlssonar Staðsetning: Duus Safnahús Bátasalur Á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna smíðuð af Grími Karls- syni. Þyrping verður að þorpi Staðsetning: Duus Safnahús Bryggjuhús Áhugaverð sýning um sögu bæjarins í máli og myndum. Gestastofa Reykjaness jarðvangs Staðsetning: Duus Safnahús Bryggjuhús Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans ásamt upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn. Rokksafn Íslands Staðsetning: Hljómahöll Opið 11-18 miðvikudag, 11-18 fimmtudag, 11-18 föstudag, 11-19 laugardag, 11-18 sunnudag. Rokksafn Íslands er nýtt safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Þar er sögð saga tónlistar á Íslandi frá 1830 til dagsins í dag með aðstoð ljósmynda, skjáa og skjávarpa. Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Laugardaginn kl. 15-18 tekur Björgvin Halldórsson á móti gestum á sýningunni Þó líði ár og öld. Mercedes-Benz á Ljósanótt Staðsetning: SBK-planið við Keflavíkurtún Mercedes-Benz býður gestum Ljósanætur uppá veglega bílasýningu nk. laugardag. Sýningin fer fram á SBK planinu við Keflavíkurtún á laugardaginn frá kl. 12–17. Marco Polo ferðabíllinn verður á staðnum, ásamt fleiri glæsilegum bílum frá Mercedes-Benz. Maju Men Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32 Opið 11-22 miðvikudag, 11-22 fimmtudag, 11-22 föstudag, 11-22 laugardag, 13-18 sunnudag. Maja verður með heklaða skartið sitt hjá í Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32. Litla ljósmyndasýningin Staðsetning: SoHo - Hrannargata 6 Opið 9-21 fimmtudag, 9-21 föstudag, 9-21 laugardag, 9-21 sunnudag. Svarthvítar myndir frá Reykjanesi sem minna á haustið og veturinn sem koma okkur að óvörum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Pastelpaper Staðsetning: Fischershúsið Hafnargötu 2 18-22 fimmtudag, 13-18 föstudag, 13-18 laugardag, 13-16 sunnudag. Pastelpaper fagnar Ljósanótt og mætir með pastelfegurðina á Ljósanótt og málar Reykjanesbæ bleikan. Það verður gleði, glamúr og jafnvel smá glimmer, léttar veitingar, afslættir, fuglar til sölu og kynning á æsispennandi Instagram leik. Fylgjendur og Götuljóð Staðsetning: Fischershúsið Hafnargötu 2 Opið 19-22 fimmtudag, 14-18 föstudag, 12-18 laugardag, 12-14 sunnudag Sýningin Fylgjendur með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð á Ljósanótt í Fischershúsinu. Á sama tíma mun listamaðurinn kynna sína fjórðu ljóðabók Götuljóð og lesa nokkur ljóð. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúrar. Málverkasýning Böggu Staðsetning: Hafnargata 27 Keflavík Opið 18-22 fimmtudag, 18-22 föstudag, 13-18 laugardag, 13-17 sunnudag Bagga verður með málverkasýningu á nýju Hárfaktory stofunni. Flugdýr á flugi. Staðsetning: Hafnargata 36, Tourist in Iceland Booking Center og Happdrætti HÍ Opið 18-23 fimmtudag, 13-18 föstudag, 13-18 laugardag Flugdýrin, sem eru búin til úr pappír, perlum, tölum, vír og öllu mögulegu sem höfundi dettur í hug, verða til sýnis og sölu. Sjón er sögu ríkari. Ljósmyndasýning Ljósops Staðsetning: Vatnsnesvegi 8 (Gamla Byggðasafni Reykjanesbæjar) Opið 19-22 fimmtudag, 15-18 föstudag, 13-18 laugardag, 13-18 sunnudag Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum, heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagsins. Opin vinnustofa hjá Helgu Láru Staðsetning: Studio 33, Hólagötu 33 Njarðvík Opið 19-22 fimmtudag, 17-23 föstudag, 14-23 laugardag Helga Lára Haraldsdóttir myndlistarkona býður gestum heim á vinnustofu sína í Studio33. Lína Rut, vinnustofa Staðsetning: Vallargata 14 (Gamli Grágás) Opið 19-21 fimmtudag, 19-21 föstudag, 13-21 laugardag, 13-16 sunnudag Málverk, skúlptúr og hönnun. Bland í poka Staðsetning: Svarta Pakkhúsið, Hafnargötu 2 Opið 19-22 fimmtudag, 13-22 föstudag, 13-22 laugardag, 13-17 sunnudag Samsýning félaga í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Slökkviliðsminjasafnið Staðsetning: Njarðarbraut 3 Opið 13-17 föstudag, 13-17 laugardag, 13-17 sunnudag Slökkviliðsminjasafnið segir sögu slökkviliða og slökkviliðsmanna í gegnum tíðina. Allt frá minnstu verkfærum til stórra slökkvibíla. Slökkviliðshundurinn mætir á svæðið og heilsar upp á krakkana. Playing with my paint - Sigga Dís Staðsetning: Oddfellowhúsinu, Grófinni 6 Opið 17-22 föstudag, 13-20 laugardag, 13-17 sunnudag Sigga Dís verður með verkin sín í Oddfellowhúsinu, Reykjanesbæ. Í körfunni Staðsetning: Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar Opið 17-18 föstudag, 11-17 laugardag Föstudaginn 1. september kl. 17 opnar sýning um körfuknattleik í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin varpar ljósi á þróun meistaraflokka Keflavíkur og Njarðvíkur í karla- og kvennadeild. Körfuknattleikur í Reykjanesbæ á sér langa og glæsta sögu en á sýningunni má sjá búninga frá mörgum tímabilum, skó, myndir og aðra muni sem tengjast félögunum. Einnig er búið að safna saman fréttum, myndum og öðru efni úr fréttablöðum svæðisins. Allir velkomnir. Gamli skólinn - Félagsheimilið Höfnum Staðsetning: Nesvegur 4, Höfnum Opið 13-16 laugardag, 13-18 sunnudag Opið hús í gamla skólahúsinu þar sem gestir fá innsýn inn í líf Hafnabúans. Valgerður Guð- laugsdóttir sýnir röð vatnslitamynda sem hún nefnir “Ég sé rautt” og er upplifun hennar á umhverfi sínu. Rúsínan í pylsuendanum lífsstílsvarningur sem verður til sölu á staðnum, sem meðlimir Menningarfélagsins hafa hannað fyrir harðgert fólk með auga fyrir því sér- staka í lífinu. Kaffiveitingar á staðnum. Sossa með opna vinnustofu Staðsetning: Mánagata 1 Opið 14-21 laugardag, 14-21 sunnudag Myndlistarkonan Sossa býður gestum í heimsókn á opna vinnustofu sína. Allt að gerast á Park Inn By Radisson Staðsetning: Hafnargata 57 Opið 17-22 fimmtudag, 16-21 föstudag, 13-19 laugardag, 13-17 sunnudag Park Inn by Radisson Keflavík býður til myndlistar- og hönnunarveislu á Ljósanótt. Formleg opnun verður fimmtudag kl. 17. Meðal þeirra sem taka þátt eru Alrún Nordic Design, Bambaloo - Icelandic Design, Bath & Body mosó, Engilberts-hönnun ehf, Fjóla Jóns og Trausti Trausta – myndlistarsýning, Fluga design, geoSilica Iceland, Gola & glóra, Leira meira, Leðurvörur Spírunnar, Mýr, Nadine glerperlur, SKINBOSS, Taramar, Tíra ref- lective accessories Leirameira Leirlistamaðurinn Fannar Bergsson (Listamannsnafn: Leirameira) verður með sölu- sýningu á verkum sínum. Leðurvörur Spírunnar Töskur, fatnaður og armbönd og hálsmen úr leðri. Kynning á nýjum vörum geoSilica geoSilica hefur nú þróað þrjár nýjar vörur þar sem kísill er í aðalhlutverki, auk annarra steinefna. geoSilica mun vera með kynningarafslátt alla Ljósanótt, ekki láta þetta fram hjá þér fara. Svarthvítar rokkstjörnur með litríkan bakgrunn og sá sem er ljúfastur fugla verður líka á staðnum Fjóla Jóns og Trausti Trausta sýna olíuverk sem flest eru unnin á þessu ári. SÝNINGAR OG HANDVERK á fésbók Víkurfrétta Dagskrárgerðarfólk Víkurfrétta verður á ferð um bæinn alla daga Ljósanætur með útsendingarbúnað þar sem sent verður beint út á fésbókarsíðu Víkurfrétta. Fylgist með okkur á fésbókinni og vf.is á Ljósanótt 2017

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.