Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 50
50 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222Hafnargata 29 - s. 421 8585 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM frá MIÐVIKUDegi TIL SUNNUDAGS ljósanótt Opið Miðvikud., fimmtud., föstud. og laugard. 11:00 - 22:00 Sunnud. 13:00 - 18:00 Hjómsveitin hefur ekki komið saman í um 30 ár. Ofris er hljómveit sem átti stóran aðdáendahóp á árum áður á Suðurnesjum og víðar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1983 og starfaði til ársins 1988. Ofris var fyrst og fremst tónleikasveit sem flutti eigin laga- smíðar eftir Þröst Jóhannesson, texta- og lagahöfund. Sveitin var dugleg að koma fram á tónleikum, bæði á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæð- inu. Hljómsveitin Ofris kemur saman á ný eftir 30 ára hlé ●● Við●erum●allir●í●fínu●spilaformi●-●segir●●Helgi●Víkingsson●trommuleikari●Ofris Hjómsveitin Ofris er eitt þeirra tónlistaratriða sem kemur fram á tónleikunum „Heima í gamla bænum“ á Ljósanótt. Hljómsveitin kemur fram á tónleikum sem fara fram í Rokksafni Rúnars Júlíussonar ásamt hljómsveitinni Pandóru. Hljómsveitina skipa þeir Þröstur Jóhannesson texta- og lagahöfundur, söngvari og gítarleikari, Magnús Þór Einarsson bassaleikari, Helgi Víkingsson trommuleikari, Kristján Krist- mannsson hljómborðsleikari og saxófónleikari og Guðmundur Karl Brynjarsson söngvari og gítarleikari. Hjómsveitin spratt upp úr skóla- hljómsveitinni „Trassarnir“ sem æfði og spilaði nokkrum sinnum í Holtaskóla í Keflavík og kom fram á skólaskemmtunum í Stapa. Meðlimir Trassanna voru Þröstur Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Magnús Þór Einarsson bassaleikari, Helgi Víkings- son trommuleikari, Jón Helgason gítarleikari og Júlíus Friðriksson gítar- og bassaleikari. Í upphafi var Ofris nýbylgjusveit en tónlist hennar þróaðist með tímanum og varð poppaðri með tímanum og jafnvel með djassívafi á köflum. Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1985 en komust ekki í úr- slitakeppnina. Meðlimir hennar þá voru þá Þröstur Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Magnús Þór Einars- son bassaleikari og Helgi Víkingsson trommuleikari. Kristján Kristmanns- son hljómborðsleikari og saxófón- leikari bættist í hópinn 1986 og tók sveitin aftur þátt í músiktilraunum, og hafnaði þá í 3 sæti. Guðmundur Karl Brynjarsson gítarleikari og söngvari bættist í hljómsveitina á svipuðum tíma. Sveitin átti sér hliðarútgáfur sem spilaði á böllum í hinum ýmsu fé- lagsheimilum og ballstöðum á Suður- nesjum. Nöfn þeirra sveita voru hljómsveitin „Ó“, hljómsveitin „Ís- lensk glíma“ með Guðmund Karl sem söngvara og „Joe thunderbird and the pajamas“ með Hermann Karlsson sem söngvara. Ofris gaf út plötuna „Skjól í skugga“ sem kom út vorið 1988. Hún var tekin upp í hljóðverinu Hljóðakletti sem var í eigu Magnúsar Guðmundssonar „Þeysara“ sem einnig var útgefandi. Platan er fyrir margt áhugaverð en um er að ræða eina síðustu pressuðu vínil- plötu síðustu aldar þar sem geisla- diskar tóku öll völd um svipaðan tíma. Platan er fyrir löngu ófáanleg „Við komum þar fram ásamt Hljóm- sveitinni Pandóru sem er að koma saman eftir 27 ár, þannig að þetta er nokkuð sérstakur viðburður. Magnús Einarsson bassaleikari er meðlimur í báðum þessum hljómsveitum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og það verður gaman að hitta hann eftir allan þennan tíma. Við höfum allir verið að fást við ýmiskonar tónlistarverkefni á sitt hvorum vígstöðvunum frá því að að Ofris tók sér hlé og erum í fínu spilaformi,“ segir Helgi Víkingsson, trommuleikari hljómsveitarinnar. „Ég er í báðum böndunum og spila því með þeim báðum. Ég er búinn að spila meira og minna síðan þessar hljómsveitir fóru í pásu þannig ég er í ágætri æfingu. Ég hef verið að spila með nokkrum hljómsveitum í Banda- ríkjunum þar sem ég hef búið síðustu ár. Ég ber miklar tilfinningar til beggja hljómsveitanna. Ég er náttúrulega einn af stofnendum Ofris og ber því miklar tilfinningar til hennar og var í henni frá upphafi þangað til að hún tók sér hlé. Ég hef líka miklar tilfinn- ingar til Pandóru og það var mjög gaman að hitta strákana aftur,“ segir Magnús Þór Einarsson, bassaleikari. „Við höfum allir verið að fást við ýmiskonar tónlistar- verkefni á sitt hvorum vígstöðvunum frá því að að Ofris tók sér hlé og erum í fínu spilaformi,“ segir Helgi Víkingsson, trommuleikari“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.