Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 4
4 9. febrúar 2018fréttir Stjórnarmaður KrýSuvíKur- SamtaKanna Segir af Sér n Segir fjármuni ríkisins fara í lögmann og PR-fyrirtæki til að hafa áhrif á fréttir É g tel mér ekki fært, sem mann­ eskja, móðir fyrrverandi skjól­ stæðings Krýsuvíkursamtak­ anna og ábyrgur meðlimur í stjórn félagasamtaka sem hafa það að markmiði að hjálpa fólki að taka þátt í að þagga allskonar ásakanir um brot í starfi og jafnvel kynferðis­ lega áreitni frá hendi starfsmanns og forstöðumanns.“ Þannig hefst harðort bréf sem fyrrverandi stjórnarmaður Krýsu­ víkursamtakanna sendi á aðra stjórnarmenn. Stjórnarmannin­ um er mikið í mun að Krýsuvík verði ekki lokað en telur nauðsyn­ legt að gera breytingar en stjórnar­ maðurinn sagði sig úr stjórn þann 18. janúar. Tekið skal fram að eft­ ir að stjórnarmanninum var kunn­ ugt um að DV hefði bréfið und­ ir höndum óskaði hann eftir að innihald þess yrði ekki birt. DV álítur að innihald þess varpi ljósi á ástandið í Krýsuvík og eigi brýnt erindi við almenning. Í bréfi stjórnarmannsins segir: „… ekki hefur verið talað við starfs­ menn, enginn hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð, hvað þá axlað ábyrgð á nokkurn hátt, einn mað­ ur hefur verið sendur í sumar­ frí [Þorgeir forstöðumaður, son­ ur framkvæmdastjóra, innsk. blm.] sem hann átti víst inni, bíl hefur að sögn verið skilað inn til fram­ kvæmdastjóra, stjórnarformaður og starfandi framkvæmdastjóri hafa setið starfsmannafund og svo flutt stjórn boð af þeim fundi um að all­ ir hafi fengið að tjá sig og að fundur­ inn hafi verið góður. Fréttir af þeim fundi annars staðar frá staðfesta ekki þá frásögn svo ekki sé meira sagt. Þetta gera þær Sigurlína Davíðs­ dóttir stjórnarformaður og Lovísa Christiansen framkvæmdastjóri þrátt fyrir að augljóst sé að þær hafi setið á ótal kvörtunum og ábending­ um fjölda og nánast allra starfs­ manna jafnvel um árabil, ásamt ótal kvörtunum allskonar fólks, skjólstæðinga og fleiri auðvitað. Þrátt fyrir það að Lovísa Christiansen sé móðir Þorgeirs Óla­ sonar sem er ásakað­ ur um óeðlileg og ófag­ leg samskipti og jafnvel áreiti í garð skjólstæðings. Eins líka stórfurðulegar ákvarðanir varðandi með­ ferð um fjármuni ríkis­ ins og þar er ég að tala um að kaupa „vinnubíl“ sér til handa fyrir 8,6 miljónir, og láta svo breyta bílnum nokkrum dögum seinna fyrir hund­ ruð þúsunda, það seinna án þess að láta framkvæmdaráð vita. Það er nú nógu skrítið þetta með þessi bílakaup í gegnum tíðina hjá með­ ferðarheimilinu þó að forstöðumað­ ur svona lítils vinnustaðar sé ekki að kaupa sér nýjan bíl sem kostar með breytingum á tíundu milljón og það fyrir peninga ríkisins. Ég get ekki setið undir því að skjólstæðingur sem starfsmenn hafa bent á að sæti þrjáhyggju­ kenndu áreiti af hendi forstöðu­ manns meðferðarheimilisins, skuli vera nafngreind og kölluð drusla af mágkonu forstöðumannsins á stjórnarfundi þar sem konan hefur raunar ekkert erindi. Ég get því síður setið undir því að Sigurlína Davíðsdóttir, stjórnar­ formaður Krýsuvíkursamtak­ anna, skuli geta fengið það af sér að segjast sakna Björns Ragnarssonar sem ráð­ gjafa og líka sem bílstjóra við meðferðarheimilið þegar hann hafði verið lát­ inn fara af meðferðarstaðn­ um eftir að hafa verið uppvís að því að hafa áreitt kven­ kyns skjólstæðing, tekinn skömmu seinna aftur inn á vistheimilið sem bíl­ stjóri og þá aftur brotið af sér. Enn fremur er það algerlega óverjandi að allt þetta ferli á sér stað án þess að ég og fleiri í stjórn Krýsuvíkursamtak­ anna fáum neitt að heyra um þetta frá stjórnarformanni á stjórnar­ fundum. Ég get ekki setið undir því að um­ ræðuefni á stjórnarfundum eftir að þessi alvarlegu mál koma upp skuli vera að það þurfi að ráða lögmann svo hægt sé að bregðast við ásök­ unum, og að framkvæmdastjórinn Lovísa og stjórnarformaðurinn Sig­ urlína séu búnar að nota fjármuni ríkisins til að ráða dýrt PR­fyrir­ tæki til að hafa áhrif á fréttaflutning í blöðum og annars staðar, án þess að spyrja stjórn samtakanna. Það er ekki leitað að sannleikan­ um heldur augljóslega verið að vinna í að hreinsa Þorgeir Ólason og fleiri af öllum ásökunum, alveg sama hvað. Ég get engan veginn setið und­ ir því að við, allavega sum, í stjórn Krýsuvíkursamtakanna skulum fá þessa atburði svona framan í okkur þegar augljóst er að starfsmenn og skjólstæðingar hafa verið kvartandi um árabil við sína yfirmenn og þess vegna kalla ég þetta þöggun. Að manneskja sem kemur fram með kvartanir um áreiti skuli vera drusluskömmuð og það oft í sam­ tölum við starfsmenn og á fund­ um eins og ég minntist á, það er eitt og sér nóg, en það er svo margt fleira sem ég hirði ekki um að tíunda frekar hér.“ n „Það er ekki leitað að sannleikanum heldur augljóslega verið að vinna í að hreinsa Þorgeir Ólason og fleiri af öllum ásökunum, alveg sama hvað. Þorgeir Ólason Þorgeir er við stjórnvölinn í Krýsuvík. Lovísa Christiansen Lovísa er framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins og móðir Þorgeirs forstöðumanns. birtir bréfið L ögregla hafði samband við nokkra unglingspilta á dögunum og bað þá um að láta af gríni sínu á Face­ book. Piltarnar, sem eru í 10. bekk grunnskóla, höfðu gert falskan Facebook­aðgang undir nafninu Ragnar Theodórsson Malmqvist og þótti mörgum forsíðumynd að­ gangsins líkjast Gunnari Jakobs­ syni, áður Roy Svani Shann­ on, dæmdum barnaníðingi. Þessi falski aðgangur hefur verið nokkuð á milli tannanna á fólki undanfarið og hefur fjöldi þráða verið stofnaður um málið, til að mynda í Facebook­hópum eins og Beautytips og Góða systir. Þessi falski aðgangur piltanna vakti talsverðan óhug hjá mörg­ um. Myndin sem þeir notuðu lík­ ist talsvert Gunnari Jakobssyni, einum alræmdasta barnaníðingi Íslands. Í viðtali við DV í fyrra sagðist Gunnar vera með ólækn­ andi barnagirnd og var hann síð­ ast dæmdur fyrir að vera með 48.212 ljósmyndir og 484 mynd­ skeið af barnaklámi í sínum fór­ um. Myndin sem piltarnir notuðu var þó ekki af Gunnari, en eftir því sem DV kemst næst virðast þeir hafa fundið myndina með að gúgla „creepy old man“. Margir foreldrar urðu því ugg­ andi þegar þeir tóku eftir því að börn sín væru að ving­ ast við slíkan mann á Facebook. „Langaði bara að vekja athygli á þessum manni! Dæmdur níðingur sendi 13 ára dóttur minni vinabeiðni í dag. Langar bara að biðja mæð­ ur að fara inn á prófílinn hans og athuga hvort hann sé vinur ykkar barna. Virðist bara vera með börn sem vini,“ skrifaði til að mynda ein kona í hópnum Góða systir. Heimir Ríkarðsson lögreglu­ fulltrúi segir í samtali við DV að lögreglu hafi borist tilkynn­ ingar um þennan Facebook­að­ gang og því gripið til þess ráðs að hafa samband við piltana. „Ég get alveg staðfest að við fylgjumst með svona síðum. Við ræddum við nokkra stráka og báðum þá að gæta sín. Fyrst þegar við sáum þetta þá gerðum við okkur strax grein fyrir því að svona var í pott­ inn búið, ekki neitt á bak við þetta. Þeir hættu þessu,“ segir Heimir. n hjalmar@dv.is Lögregla stöðvaði barnaníðsgrín unglinga á Facebook Foreldrar uggandi og töldu Gunnar Jakobsson Facebook-vin barna sinna Sigurlína Davíðsdóttir Stjórnar- formaður Krýsuvíkur- samtakanna. Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Vill rannsókn Halldóra Mogensen formaður vel- ferðarnefndar alþingis hefur bréfið frá stjórnarmanninum undir höndum. Hún segir: „Krýsuvík er meðferðarheimili sem ekki gilda nein sérstök lög um en hljóta samt fjármuni frá ríkinu samkvæmt fjárlögum. Það er mikilvægt að við hugum vel að aðstæðum þar sem ríkisfjármunir eru notaðir til að reka meðferðarúrræði. Ég tel mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og örugg meðferðarúrræði, og að ríkisfjármunir séu bara nýttir í að styrkja þau úrræði sem við vitum að séu örugg. Þegar við fjöllum um meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda verðum við að hafa hagsmuni þeirra í fyrirrúmi. Þær ávirðingar og ásakanir sem fram koma í bréfi […] eru alvarlegar og ég tel fulla ástæða til að þær séu rannsakaðar að fullu af þar til bærum yfirvöldum.“ Þjóðfylkingin með endurkomu Íslenska þjóðfylkingin mun bjóða fram lista í borgar­ stjórnarkosningunum í vor og er í viðræðum við hugsan­ legan oddvita. Helgi Helga­ son varaformaður vill aðeins segja að um öfluga persónu sé að ræða. Helsta bar­ áttumál flokksins kemur fæst­ um á óvart; að draga til baka lóðaúthlutun undir mosku og breytingartillög­ ur um bænahús múslima í Öskjuhlíð, þar sem til stend­ ur að reisa bænaturn og far­ fuglaheimili að sögn Helga. Þá verður horfið frá hug­ myndum um þéttingu byggð­ ar og borgarlínu. Komið verður upp verkamannabú­ staðakerfi og lóðum úthlutað í úthverfum borgarinnar. ILLa faRIð með GeIR Í vikunni var Ólympíuhetjan Guðmundur Guðmunds­ son ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í þriðja sinn. Ráðning Guðmundar er ekki umdeild, enda óumdeilt að þar sé á ferðinni einn allra fremsti þjálfari heims, heldur framkoma HSÍ í garð fráfar­ andi þjálfara, Geir Sveins­ syni. Sambandið náði ekki að tjá Geir að þjónustu hans væri ekki óskað áður en Guð­ mundur var kynntur til leiks. Eðli málsins samkvæmt er Geir ósáttur við yfirstjórnend­ ur HSÍ þó að hann hafi gætt orða sinna í hvívetna á opin­ berum vettvangi. Samkvæmt gárungum verður hér eftir talað um Guðmundar­ og GeirSveins­málið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.