Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 14
14 9. febrúar 2018fréttir
Segir konuna hafa gengið svo fast á sig að hún hafi næstum dottið
V
alkyrja Sandra Ásdísar-
dóttir Bjarkadóttir, þriggja
barna móðir, snappari og
bloggari, stendur nú í úti-
stöðum við annan snappara. Val-
kyrja segist vera hrædd um sig og
börn sín. „Ég þori ekki ein út leng-
ur. Ég veit ekki hvað henni dettur
í hug að gera næst,“ segir Valkyrja.
Hún kynntist konunni þegar hún
skrifaði á bloggsíðu í hennar eigu.
Samstarfinu lauk með hvelli og seg-
ist Valkyrja óttast konuna. Í vikunni
mætti hún síðan konunni í Hag-
kaupum og segir Valkyrja að kon-
an hafi vísvitandi gengið á hana svo
hún datt næstum á ilmvatnsstand.
Valkyrja var með tvo syni sína, sex
ára og fjögurra mánaða, að versla.
Karen Hrund, vinkona Valkyrju
og þekktur snappari, var með Val-
kyrju í verslunarleiðangrinum.
Karen hefur einnig lent í útistöð-
um við konuna. Hún sagði frá því
í viðtali við DV fyrr á árinu. Karen
segir konuna hafi hótað henni
bæði ofbeldi og lögsókn.
Eins og fyrr segir óttast Val-
kyrja, að eigin sögn, um öryggi
sitt og barnanna. Valkyrja segir að
þegar hún kynntist fyrst konunni
hafi hún verið algjörlega undir
stjórn hennar. Hlýtt henni í einu
og öllu, en hún segir konuna sífellt
hafa hótað að „hún yrði ekkert án
hennar.“
„Hún stjórnaði öllu“
Valkyrja byrjaði að blogga hjá kon-
unni í október í fyrra. „Ég mátti
ekki setja inn færslur sjálf, held-
ur þurfti ég að senda henni svo
hún gæti ritskoðað. Mér þótti það
undarlegt.“
Valkyrja segir ekki hafi liðið á
löngu þar til konan hafi náð tök-
um á henni. „Hún átti heimilislífið
mitt. Hún stjórnaði öllu. Ég átti að
hætta með barnið á brjósti til þess
að vera bloggari. Það var alls kon-
ar svona sem kom upp á. Hún er
rosalega frek. Ég átti sífellt að koma
til hennar í heimsókn á kvöldin
og átti erfitt með að komast svo
frá henni. Á þessum tíma þekkti
ég hana ekki neitt. Þetta var kona
sem leið illa og
ég sat mörgum
klukkustundum
saman og hlust-
aði á hana. En
í raun var hún
bara að baktala
og ljúga upp á
fólk, sérstaklega
aðra snappara.“
Opinbert rifrildi
Rifrildi Karen-
ar Hrundar og
konunnar vakti
mikla athygli á
samfélagsmiðl-
um og innan
snapsamfélags-
ins. Valkyrja seg-
ir að það hafi
byrjað að renna á
hana tvær grímur.
„Það sem Karen
var að segja var
alveg satt. Ég var með konunni í
nokkrum verslunum þegar hún
talaði illa um Karen við starfsfólk.
Hún getur ekki þrætt fyrir það, ég
stóð við hliðina á henni þegar hún
baktalaði hana,“ segir Valkyrja.
Í kjölfarið ræddi Valkyrja við
Karen um málið og hætti að
blogga hjá konunni. Valkyrja seg-
ist hafa hætt í góðu. „Ég sagði að
þetta væri ekki alveg fyrir mig og
að ég ætlaði að leita á önnur mið.
Hún brjálaðist og hótaði að drepa
sig. Ég hringdi í lögregluna og lét
vita af manneskju í sjálfsmorðs-
hugleiðingum. Hún tók svo mynd
af lögreglubílnum fyrir utan heima
hjá sér og setti á Snapchat. Þessi
mynd vakti mikla athygli. Margir
töldu lögregluna vera þarna vegna
Karenar, en hún hafði hótað Karen
lögsókn,“ segir Valkyrja.
„Ég hef aldrei lent í svona vit-
leysu í lífi mínu, að einhver hóti
að drepa sig því ég hætti að blogga
hjá þeim.“
Vildi að hún tæki færslurnar út
Valkyrja segir að hún hafi þurft að
„blokka“ konuna á öllum samfé-
lagsmiðlum til að fá frið frá henni.
„Eftir að ég blokkaði hana var hún
ekki til fyrir mér. Ég sendi henni
svo vefpóst um að taka út fær-
slurnar mínar
af bloggsíðunni
hennar. Það er
ólöglegt að hún
haldi þeim,
ég er búin að
athuga það. Ég
hef sent henni
nokkra pósta
en aldrei fengið
svör,“ segir Val-
kyrja.
„Ég sá
hana fara inn
í verslun fyrir
nokkrum dög-
um og ákvað
að bíða fyrir
utan til að ná
tali af henni.
Eftir það skrif-
aði hún fær-
slu á Facebook
um að ég hefði
ráðist á hana,
sem er ekki rétt. Ég sat á bekk fyrir
utan verslunina og þegar hún kom
út spurði ég hana hvort ég þyrfti
í alvöru lögfræðing til að fá hana
til að eyða færslunum mínum. Þá
sagði hún fyrir framan tólf ára son
sinn að ég væri ein mesta rotta sem
hún hefði kynnst. Ég spurði hana
hvort hún ætlaði í alvöru að kalla
mig rottu fyrir framan son sinn og
bað hana aftur um að taka fær-
slurnar mínar út. Þetta endaði með
því að hún öskraði á mig að hún
væri með barnið sitt og ég ætti að
láta hana í friði. Ég gekk þá í burtu.“
Rifrildi í Hagkaupum
Eins og áður segir fóru Valkyrja og
Karen í Hagkaup á miðvikudaginn
þegar upp úr sauð að þeirra sögn.
„Konan var einnig í búðinni
fyrir tilviljun. Hún gekk að okkur
og vísvitandi beint á Karen og
rykkti öxlinni í hana, síðan mig.
Ég var með kerru sem yngri strák-
urinn minn var í og leiddi hinn
strákinn. Hún gekk svo fast á mig
að ég datt næstum því á ilmvatns-
stand. Hún sagði við mig: „Voða-
lega er upp á þér typpið.“ Sex ára
sonur minn horfði á mig og sagði:
„Mamma, þú ert ekkert með
typpi“,“ segir Valkyrja og heldur
áfram:
„Ég fór á búðarkassann og
borgaði. Þegar við vorum komnar
út í bíl kom hún út í sinn bíl á eftir
okkur. Hún byrjaði að taka okkur
upp á myndband. Karen spurði
hana hvort henni fyndist þroskað
af fullorðinni konu að ganga utan
í fólk sem er með lítil börn. Hún
sagði að við sætum um hana og
hurðaði svo bílinn minn viljandi,“
segir Valkyrja.
„Ég og maðurinn minn þurft-
um að sitja með eldri stráknum
mínum í nokkrar klukkustundir
og útskýra fyrir honum hvað væri
að þessari konu. Hann skildi þetta
ekki, að konan hafi verið svona
vond við mömmu sína,“ segir Val-
kyrja.
„Ég þori ekki ein út lengur. Ég
veit ekki hvað henni dettur í hug
að gera næst.“
Neitar að tjá sig
DV hafði samband við konuna til
að heyra hennar hlið á málum.
„Ég má ekki tjá mig neitt þar
sem ég er með kæru á hend-
ur þeim báðum vegna ofbeldis í
minn garð og sonar míns […] Það
eru mörg kærumál í gangi og þið
eruð búin að taka óbeint þátt í því
líka,“ sagði hún og vísaði þá í viðtal
DV við Karen Hrund.
Konan bað blaðamann um að
ræða við lögfræðing sinn sem ætl-
aði að tjá sig fyrir hennar hönd.
„Umbjóðandi minn hafnar með
öllu þeim ásökunum sem á hana
hafa verið bornar og eru mál
hennar gagnvart viðkomandi
einstaklingum í ferli. Hún mun
ekki reka mál sín í fjölmiðlum,“
sagði Sigurður Freyr Sigurðsson
lögfræðingur í samtali við DV. n
Synir Valkyrju Synir Valkyrju voru
með henni þegar hún segir konuna
hafa gengið á sig með afli.
Valkyrja Sandra Hægt er að fylgjast með Valkyrju á Snapchat undir nafninu @Adalpr-
insessan, og Karen Hrund undir nafninu @KarenHrund.
Valkyrja óttast annan bloggara
„Ég þori ekki út ein lengur“
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig
sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi
efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka
fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
Sjálflímandi hnífaparaskorður
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is
Sendum í póSt-
kröfu