Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 16
16 9. febrúar 2018fréttir Menntun Nú til dags er ekki óalgengt að einstaklingar taki u-beygju í lífinu og skipti algjörlega um starfsvettvang eða ljúki námi í fleira en einu fagi. Margir máta sig við nokkur störf áður en ævistarfið er fundið eða státa af menntun sem hefur lítið sem ekkert með starf þeirra að gera. DV tók saman nöfn nokkurra þekktra Íslendinga sem hafa haslað sér völl í leiklist, tónlist, sjónvarpi, íþróttum og pólitík þrátt fyrir að hafa lokið námi á öðru og oft og tíðum gjörólíku sviði. audur@dv.is þekktra Íslendinga Sjúkraþjálfari á sjónvarpsskjánum Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kom fyrst fram á sjónarsviðið sem ungfrú Ísland árið 2003 og hefur síðan þá komið að gerð ótal þáttaraða, heimildamynda og sjónvarpsviðburða. Þá var hún nýlega ráðin aðstoðardag-skrárstjóri RÚV. Menntun Ragnhildur liggur þó á allt öðru sviði en hún er með B.Sc.-gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands. Úr boltanum í lögfræði Guðni Bergsson, eða Guðni Bergs, er flestum kunnugur sem fyrrverandi landliðsfyrirliði í knattspyrnu. Hann á að baki glæstan feril með Tottenham Hotspurs og síðan Bolton Wanderers en hann menntaði sig einnig samhliða knattspyrnuiðkuninni og er í dag sjálfstætt starfandi sem lögmaður. Naglbítur og heimspekingur Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, hefur starfað sem tónlistar- og fjölmiðlamaður um árabil og sló fyrst í gegn sem söngv- ari rokksveitarinnar 200 þús- und naglbítar. Þá hefur hann undanfarin ár vakið athygli íslenskra barna á hinum ýmsu furðum alheimsins með Vís- indabókum Villa. Það eru ekki allir sem vita að Villi er einnig með B.A.-gráðu í heimspeki og hefur sú menntun án efa komið sér vel við bókaskrifin. Grín og fram- tíðargreining Flestir þekkja Berg Ebba sem grínista en hann hefur slegið í gegn á uppistandssýningum með Mið-Íslandi auk þess sem hann hefur komið að handritsskrif- um á sjónvarpsþáttum og nú seinast á áramótaskaupinu. Bergur Ebbi hefur einnig lokið námi í lögfræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með mastersgráðu í stefnumótun og framtíðar- greiningu frá Ontario College of Arts and Design í Kanada. Hætti námi á öðru ári Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, hefur á undanförnum árum náð einstökum árangri á flugrekstrar- markaðnum og hefur vöxtur fyrirtækisins verið með ólíkindum. Skúli var um tvítugt þegar hann hóf nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Um svipað leyti stofnaði hann hugbúnaðarfyrirtækið Oz ásamt Guðjóni Má Guðjónssyni og fljót- lega átti reksturinn hug hans allan. Hann hætti því í námi á öðru ári og restina af sögunni þekkja allir. Skipuleggur skrifin í Excel Yrsa Sigurðardóttir hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem metsöluhöfundur glæpasagna og seljast bækur hennar í bílförmum fyrir hver jól. Yrsa er einnig menntaður byggingar- verkfræðingur og lét eitt sinn hafa eftir sér í viðtali að hún væri vön að setja söguþráð upp í Excel til að skipuleggja skrifin betur. Leikkonan sem varð lögfræðingur Helga Vala Helgadóttir hefur haslað sér völl sem hæstaréttarlögmaður síðustu ár og einbeitt sér sérstaklega að málum sem snúa að mannréttindum. Hún situr nú á þingi fyrir Samfylkinguna en færri vita að Helga Vala er einnig menntuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands. Hún fór með lítið hlutverk í gamanþáttunum Borgarstjórinn á síðasta ári en hefur að öðru leyti helgað sig pólitík og lögfræðistörf- um. Leiklistarmenntunin hefur þó eflaust komið sér vel í þingpontunni og í dómsalnum. Lagði dúka með pabba Sigga Beinteins er eitt þekktasta nafnið í íslenskri dægurlagatónlist og varla er til sá landsmaður sem ekki þekkir smelli á borð við Eitt lag enn eða Vertu ekki að plata mig. Hæfileikar Siggu liggja á fleiri sviðum en hún lærði dúkalögn áður en hún haslaði sér völl sem söngkona og starfaði lengi vel við fagið við hlið föður síns. Margir hissa Haukur Heiðar Hauksson er einna þekktastur sem söngvari einnar af ástsælustu hljómsveitum landsins, Diktu, sem illu heilli hefur legið í dvala í nokkurn tíma. Dagvinna Hauks er af allt öðrum toga en hann útskrifaðist frá læknadeild HÍ árið 2008 og lauk sérnámi í heimilislækningum árið 2015. Hann hefur síðan þá unnið sem læknir á Sólvangi á milli þess sem hann þenur raddböndin. Í samtali við Læknablaðið árið 2010 sagði hann marga reka upp stór augu. „Ég finn reyndar að mörgum kollegum mínum þykir ekkert að þessu, finnst það jafnvel flott og sannleikurinn er sá að margir í poppbransanum verða skrýtnari á svipinn þegar þeir heyra að ég er læknir. „Ertu líka læknir?“ spyrja þeir algjörlega gáttaðir.“ Syngjandi hagfræðingur Jón Jónsson er ein skærasta stjarnan í íslensku tón- listarlífi og hefur undanfarin ár heillað Íslendinga á öllum aldri upp úr skónum með grípandi lagasmíðum og heillandi sviðsframkomu. Jón er einnig með háskólagráðu í hagfræði frá Bandaríkjunum og hefur meðal annars nýtt menntunina með því að halda skemmtileg fræðsluerindi um fjármál fyrir ungt fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.