Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 18
18 9. febrúar 2018fréttir S ólbjartur kaldur dagur í maí 2013. Barnaníðingur­ inn Steingrímur Njálsson er látinn, 71 árs að aldri. Banameinið krabbamein. Útför­ in er látlaus og er líkið flutt beint úr líkhúsinu upp í Gufunes­ kirkjugarð. Þrjár manneskjur eru viðstaddar útförina, séra Hreinn Hákonarson fangaprestur, sjúkrahússprestur og ein kona sem er gift gömlum vini hins al­ ræmda níðings sem liggur í kist­ unni fyrir framan þau. Það er gola en sólstafir stinga sér niður úr skýjunum hér og hvar. Álengdar standa tveir starfsmenn útfarar­ stofu. Steingrímur fær stæði við göngustíginn á svæði A. Nokkru áður hafði Steingrím­ ur verið fluttur dauðveikur inn á sjúkrahús. Varð uppi fótur og fit þegar hann lagðist þar inn. Þurfti að skipa einstaka starfsmanni að sinna dauðvona mannin­ um og sumir urðu að rifja upp læknaeiðinn og þylja hann fyrir munni sér. Yfirmenn önduðu léttar eftir að Steingrímur dró andann í síðasta sinn á spítalan­ um. Hann hafði látið ófriðlega og erfitt var að fá hjúkrunarkonur og lækna til að sinna Steingrími þessa síðustu daga. „Nú verður þú loksins til friðs,“ hefur konan í þessari fámennu útför hugsað. En svo var nú al­ deilis ekki. Steingrímur heldur áfram að valda usla eftir dauða sinn. Það er nefnilega til fólk sem vill láta grafa upp kistuna og færa líkið. Það fólk á ættingja í ná­ grenni við þann stað sem Stein­ grímur hvílir á. Fyrsti krossinn á leiði Steingríms hvarf og þegar annar kross var settur upp í stað­ inn var nafn hans fjarlægt af krossinum. Þórsteinn Ragnarsson, for­ stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur­ prófastsdæma (KGRP), og Rúnar Geirmundsson útfararstjóri stað­ festa báðir í samtali við DV að ættingjar fólks sem er jarðað í nágrenni við Steingrím hafi ósk­ að eftir að hann yrði grafinn upp og holað niður á öðrum stað, jafnvel utangarðs eins og glæpa­ menn á öldum áður eða þeir sem sviptu sig lífi, sem ekki fengu að hvíla í sama garði og svokallaðir heiðvirðir þegnar landsins. Það gerist nokkrum sinnum á ári að lík eru færð á milli kirkjugarða eða jafnvel landshluta en fyrir því eru þá góðar og eðlilegar ástæð­ ur. Manneskja gæti flutt til Akur­ eyrar og viljað hafa látna móður sína með þar sem hún er einn af fáum ættingjum og alltaf séð um að hirða leiðið. Þá eru lík stundum færð á milli landshluta þegar verið er að sameina fólk í kirkjugörðum. Ekkert þessara skilyrða var til staðar þegar fólk vildi losna við Steingrím úr hverf­ inu. Bóninni var því hafnað af Þórsteini. Allir eiga eitthvað gott Séra Hreinn Hákonarson hefur verið sáluhirðir í fangelsum á Ís­ landi frá árinu 1993. Hann segir útfarir brotamanna oft vera fá­ mennar, sérstaklega þeirra sem hafa brotið gegn börnum og ungmennum eins og Stein­ grímur gerði. „Þessi útför Stein­ gríms er sú fámennasta sem ég hef farið í. Þetta var útför án yf­ irsöngs eins og sagt var í gamla daga, en lesið upp úr handbók kirkjunnar,“ segir séra Hreinn. „Ég flutti örstutta líkræðu því mér fannst ómögulegt að ekkert væri nú sagt um karlinn, því það eiga nú allir eitthvað gott, eitt­ hvað jákvætt, þrátt fyrir allt. Það sem er hægt að segja jákvætt um Steingrím Njálsson, er tvennt. Það var í fyrsta lagi að hann Vilja láta grafa lík SteingrímS njálSSonar upp n Hvílir ekki í friði n Flutningsbeiðni hafnað n Liggur í ómerktri gröf í Gufunesi Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Útförum í kyrrþey hefur fjölgað mjög Árið 2010 fóru 43 útfarir fram í kyrrþey á öllu landinu, eða um 2 prósent. Árið 2016 voru þær orðnar 210. Þetta er fimmföldun á aðeins sjö árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.