Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 23
9. febrúar 2018 fréttir 23 Veganforeldrar og veganbörn J ónína Ásdís hefur verið vegan í tæp fimm ár. Fyrir um tíu árum varð hún svo kölluð „pescetarian“ sem þýðir að hún borðaði ekki rautt kjöt eða fuglakjöt, en borðaði fisk, egg og mjólkurvörur. Fannar Örn, maður Jónínu, varð vegan ári á eftir henni. Jónína og Fannar eiga saman tvo syni. Ómar Örn, sem verður sjö ára í júlí, og Jón Leó, sem verð- ur fjögurra ára í ágúst. Ómar Örn var „pescetarian“ frá fæðingu og þar til hann var 21 mánaða. Síð- an þá hefur hann verið vegan. Jón- ína var vegan þegar hún gekk með Jón Leó og hefur hann verið vegan frá fæðingu. Jónína segir heilsu drengjanna vera til fyrirmyndar og að heilsa Ómars Arnar hafi batnað töluvert við að verða vegan. Hann glímdi við exem og meltingar- vandamál sem barn. Jónína leggur mikið upp úr heil- brigðu og næringarríku mataræði. Synir hennar hafa aldrei fengið sykur eða glútein og aldrei smakk- að nammi. „Þeir eru aldrei út und- an og upplifa sig aldrei út undan því þeir eru ánægðir með það sem þeir eru með,“ segir Jónína. „Veg- anlífsstíll er svo fallegur og mér finnst ég vera að gefa drengjunum mínum ótrúlega fallega hugsun.“ Breytti mataræðinu fyrst 13 ára Þegar Jónína var yngri spáði hún mikið í mataræði, næringu og heilsu. Þrettán ára hætti hún að borða nammi, snakk og gos og hefur ekki snert það síðan. „Ég hef alltaf vitað að mig langar ekki að smakka áfengi, drekka gos eða prófa önnur vímuefni,“ seg- ir Jónína. „Ég pældi mikið í heilsu og geri það enn. Það eru alls konar sjúkdómar í fjölskyldu minni, eins og sykursýki og gigtarsjúkdómar. Ég er sjálf með liðagigt, vefjagigt, viðkvæman maga og meltingar- færasjúkdóm. Þegar ég varð vegan tók ég einnig út glúten, sykur og viðbætta sætu. Það hafði heilmik- il áhrif á allt líf mitt,“ segir Jónína og bætir við: „En ég breytti upphaflega um mataræði út af dýrunum. Mér hef- ur aldrei fundist glóra í að borða dýr. Þegar ég var yngri þurfti alltaf að skera kjötið mjög vel fyrir mig. Ef ég sá bein eða blóð þá gat ég ekki borðað það. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um dýrin. En ég hafði ekki hugmynd um að það væri hægt að sleppa því að borða kjöt, ég vissi ekki hvað væri að vera vegan.“ Jónína segir að eftir að hún varð vegan nái hún að halda liða- gigtinni og maga- og meltingar- vandamálum í skefjum. Hún var á steralyfjum og lyfjum við maga- vandamálum en þarf ekki að taka þau lengur inn. Að vera vegan og borða hollt helst þó ekki endilega í hendur að sögn Jónínu. „Þótt fólk sé vegan þýðir það ekki endilega að það sé að borða hollt. Vegan segir í raun ekki hvað maður borðar, heldur hvað maður borðar ekki. Það er svo ótrúlega margt sem fólk getur borðað sem er ekki dýr eða dýra- afurðir, þannig að veganfólk er á alls konar mataræði.“ Heilsa barnanna mikið betri Jónína Ásdís segir að heilsa Ómars Arnar hafi skánað til muna eft- ir að hann varð vegan. „Mig hafði grunað að Ómar væri með mjólk- uróþol þegar hann var yngri. Hann hafði aldrei drukkið mjólk en hann borðaði ost. Hann átti erfitt með svefn og var með exem. Hann gat ekki verið í bíl, var með mikla eyrnabólgu og leið illa. Eft- ir að hann varð vegan, þegar hann var 21 mánaða, þá hvarf exem- ið. Hann fór einnig að sofa mik- ið betur og heilsa hans og líðan varð yfirhöfuð mikið betri. Yngri strákurinn hefur alltaf verið vegan og þekkir ekkert annað. Hann er einnig mjög hraustur og heil- brigður.“ Skoðaði leikskóla út frá mat Þegar kom að því að velja leik- skóla fyrir drengina skoðaði Jón- ína matseðil leikskólanna. Henni þótti mikilvægt að velja leikskóla sem lagði mikið upp úr heilbrigðu og fjölbreyttu mataræði. „Ég var að leita að leikskóla sem sýndi metnað í matargerð. Það bjóða því miður fáir leikskól- ar hér á landi upp á veganfæði. Yngri strákurinn er á Hjallastefnu- leikskóla og fær þar veganmat. Eldri strákurinn fer fullnestað- ur í skólann,“ segir Jónína. „Skól- arnir þeirra virða okkar lífsstíl og við erum í góðum samskiptum við kennarana. Strákarnir eru líka meðvitaðir um að hafa samband ef eitthvað öðruvísi er í gangi í skólanum svo þeir geti þá kom- ið með eitthvað að heiman sem þeim þykir gott.“ Pæla í sælgætisumbúðum Hvað fá strákarnir að borða? „Þeir borða mjög mikið ferskt, bæði af grænmeti og ávöxtum. Þeir borða hnetur, fræ, baunir og kornvörur sem eru án glútens. Ég legg mikið upp úr heilsusamlegu og næringarríku mataræði. Strák- arnir borða til dæmis ekki sykur og hafa aldrei gert það. Þeir hafa því aldrei smakkað nammi. Þeir pæla alveg í nammi þegar þeir sjá það, en ekki að þá langi að borða það heldur pæla þeir í umbúðun- um. Oft er á sælgætisumbúðum einhver teiknimyndafígúra eins og Dóra landkönnuður. Þeim finnst það mjög áhugavert og finnst gaman að skoða nammið. Eins með afmæliskökurnar, þeir skoða þær en borða þær ekki,“ segir Jón- ína og bætir við að strákarnir fari aldrei svangir í afmælisveislur. „Afmæli fyrir okkur snúast um að hitta fólk og hafa gaman. Strák- arnir fara alltaf með eitthvað í af- mælisveislur sem þeim finnst gott. Þeir eru aldrei út undan og upplifa sig aldrei út undan því þeir eru ánægðir með það sem þeir eru með. Fyrir þeim er nammi eða kjöt ekki matur, það er ekki þeirra matur og þeir líta ekki á það sem mat,“ segir Jónína. „Strákunum finnst mjög gam- an að gefa öðrum börnum með sér. Mér finnst börnin sem eru með strákunum í leikskóla og grunnskóla mjög heppin að sjá öðruvísi lífsstíl, því ég fékk ekki að sjá þetta þegar ég var yngri. Ég vissi ekki einu sinni að það mætti sleppa mjólk, lýsi og fisk.“ Erfitt að sjá egg í ísskáp ömmu Aðspurð hvort synir hennar viti af hverju þeir eru vegan svarar Jón- ína játandi. Hún segir Ómar Örn sérstaklega pæla í því og að hann eigi stundum erfitt með að sjá fólk sem honum þykir vænt um neyta dýraafurða. „Eldri stráknum finnst mjög skrýtið að fólk borði dýr. Honum fannst mjög erfitt að sjá egg í ís- skápnum hjá ömmu sinni, hann skildi ekki af hverju amma sín væri að borða egg. En ég segi honum að við séum öll ólík og við getum ekki stjórnað öðrum. Það sem við get- um gert er að sýna öðrum hvernig við gerum og þá sjá aðrir hvað er hægt að gera öðruvísi.“ Hvernig tók fjölskylda ykkar í að synir ykkar væru vegan? „Viðbrögðin voru fyrst mjög mismunandi og við fengum margar spurningar. Það sem fólki fannst erfiðast var að fiskinum væri sleppt, sumum einnig mjólk- inni. Fiskur er svo mikilvægur í augum margra Íslendinga. Fólkið í kringum okkur virðir okkar lífsstíl. Við tökum einnig alltaf vel á móti þeim spurningum sem við fáum og erum alltaf tilbúin að svara þeim af bestu getu.“ Hafið þið rætt hvað þið ætlið að gera ef þau koma einn daginn heim og segjast hafa fengið sér pylsu í skólanum eða vilji fá sér pylsu? „Ég held að við myndum bara taka á því ef til þess kæmi. Ég myndi ekki vilja að þeir myndu fela neitt fyrir mér. Ég vil að þeir treysti mér og ef þeir vilja gera eitthvað þá geti þeir rætt við mig. Samskipti eru mjög mikilvæg og ég passa upp á að hafa góð samskipti við strákana um mat.“ Veganhjarta „Ég trúi að við fæðumst öll með veganhjarta. Svo er það samfé- lagið, uppeldið og umhverfið sem aftengir okkur við það. En það er alltaf hægt að tengja það aftur ef maður vill,“ segir Jónína og held- ur áfram: „Þegar foreldrar tala um dýr við börn sín þá snýst það um að vera góður við dýrin, klappa þeim var- lega og tala fallega um og við dýr- in. Það er hægt að ímynda sér þessa innri togstreitu sem mynd- ast innan með börnum og fólki, að eiga að hugsa vel um dýrin og koma vel fram við þau, en svo eru þau í matinn.“ Algengar spurningar Hvaðan fær barnið næringu? „Þeir fá eins mikið af græn- meti og ávöxtum og þeir vilja. Ég takmarka aldrei hversu mik- ið þeir mega borða. Ég vil að þeir læri að treysta sér sjálfir til að stoppa þegar þeir verða saddir. Þeir fá mikið af laufgrænu, eins og grænkáli og spínati. Þeir fá eins mikið af hnetum og fræjum og þeir vilja. Svo baunir og kornvörur. Þeir fá alveg allan pakkann. Svo fá þeir B12, Omega3 og fjölvítamín.“ Finnst þér í lagi að taka þessa ákvörðun fyrir barnið þitt? „Já, rétt eins og aðrir foreldr- ar gera sem hafa önnur gildi og venjur. Mér finnst þetta svo fallegt. Veganlífsstíll er svo fallegur og mér finnst ég vera að gefa drengjun- um mínum ótrúlega fallega hugs- un. Maður er að gera svo gott fyrir mann sjálfan, dýrin og umhverf- ið með því að vera vegan. Það er svo mikill kærleikur í þessu. Mér finnst þeir ótrúlega heppnir og all- ir í kringum þá einnig, að sjá að þetta er eitthvað sem er hægt. Þeir eru einnig svo stoltir og ánægðir með sinn lífsstíl og vilja deila hon- um með öllum og hjálpa öðrum að hætta að borða dýrin. Það er svo fallegt að sjá það.“ n „Mér finnst ég vera að gefa þeim ótrúlega fallega hugsun“ Nóg af grænmeti og ávöxtum Ísskápur Jónínu Ásdísar. Í honum er aðeins brot af þeim ávöxtum sem eru alltaf til á heimilinu. Stolt af veganlífs- stílnum Jónína Ásdís og Fannar Örn, maður hennar, ásamt sonum sínum, Ómari Erni og Jóni Leó. Jónína segir drengina stolta og ánægða af sín- um lífsstíl og vilja hjálpa öðrum að hætta að borða dýrin. MyNdir Sigtryggur Ari „Ég passa upp á að hafa góð samskipti við strákana um mat. Matseðill Jónínu Ásdísar Dæmi um hvernig fjölskyldan borðar um helgar Morgunmatur: Grænt boost alla morgna, Jónína gerir sér oft safa. Hádegismatur: Bókhveiti-pönnukökur, raw banana-pönnukökur og ýmis ber, melónur, skorin epli, skornir bananar, hnetusmjör og döðlukrem. Millimál: Ávextir, grænmeti, hnetur, fræ, hnetu- og döðlugott, þurrkaðir ávextir, hummus og hrískex, heimabakað brauðmeti. Kvöldmatur: Raw spínatvefjur með grænmeti, skornir ávextir og ferskt græn- meti og síðan er líka eldað eitthvað og þá oft prófað að búa til eitthvað nýtt eða til dæmis búið til grænmetislasagne, heimagerðar pitsur eða pönnu- og pastaréttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.