Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Síða 28
28 fólk - viðtal 9. febrúar 2018
Sólveig Anna Jónsdóttir kom eins og storm
sveipur fram á sjónarsviðið í verkalýðsbaráttunni
í lok janúar með framboði sínu til formanns
Eflingar. Sólveig Anna talar tæpitungulaust
um stöðu verkafólks í íslensku samfélagi og
verkalýðsforingjana sem hún telur hafa gengið í
lið með fjármálaöflunum. Hún er vön því að vera
í baráttu fyrir félagslegu réttlæti samhliða því að
berjast fyrir því að draga fram lífið sem ómenntuð
verkakona. Blaðamaður DV hitti Sólveigu Önnu á
heimili hennar í Reykjavík.
S
ólveig slasaðist illa á öxl í
nóvember síðastliðnum og
hefur hún verið óvinnufær
fram til þessa. „Ég var á leið
út í bíl í óveðri. Það kom hrikaleg
vindhviða og ég fauk eins og plast-
poki og lenti á hægri öxlinni sem
mölbrotnaði. Ég var flutt burt í
sjúkrabíl og hef þurft að vera frá
vinnu, ég byrja reyndar aftur að
vinna í næstu viku.“
Þú hefur þá haft tíma frá vinnu
til að láta að þér kveða í verkalýðs-
málum?
„Það má að einhverju leyti segja
það, ég var illa slösuð og gat lítið
gert fram að jólum. Ég var þá spurð
hvort ég gæfi kost á mér í þetta en
þá sagði ég nei og meinti það. Ég
hef verið virkur aðgerðasinni frá
því 2008 og sá verkalýðsbaráttuna
sem allt sem ég forðaðist að lenda
í. Flókinn heimur sem stýrt er af
körlum og regluverki, þetta fannst
mér einstaklega fráhrindandi.“
Milli jóla og nýárs snerist Sólveigu
svo hugur og hún lét slag standa.
„Þegar ég áttaði mig á því að
þarna var alvara að baki þá fór ég
að taka þessu með opnum huga.
Hræðslan vék fyrir löngun að sjá
hvort það væri hægt að gera eitt-
hvað. Ég er samt ennþá hrædd,“
segir Sólveig og hlær. „Þetta er allt í
lagi, ég er kona, ég má viðurkenna
að ég sé hrædd.“
Ekkert grínframboð
Sólveig býður sig fram gegn fram-
bjóðanda uppstillingarnefndar,
Ingvari Vigur Halldórssyni. Sig-
urður Bessason sem gegnt hefur
formennsku í Eflingu í tvo áratugi
bauð sig ekki fram til endurkjörs.
Allan þann tíma hefur verið sjálf-
kjörið í stjórn félagsins þar sem
aldrei hefur áður komið fram mót-
framboð. Fimmtán sitja í stjórn
Eflingar og kosið er í stjórnina ár-
lega, í ár er kosið um formann og
sjö aðra stjórnarmenn og á næsta
ári verður kosið um varaformann
og sex aðra stjórnarmenn. Þetta
„Stöðugleikinn er
fyrir auðvaldið.
Ætlar að verða verkalýðsforingi Sólveig
Anna leiðir B-lista Eflingar, hún segir nauðsyn-
legt að koma á grundvallarbreytingum innan
félagsins, fyrsta skrefið sé að gefa aðfluttu
verkafólki rödd. Myndir Sigtryggur Ari
Ómenntuð
láglaunakona
ætlar að taka niður
auðvaldið
Ari Brynjólfsson
ari@pressan.is