Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 29
fólk - viðtal 299. febrúar 2018 „Það var mjög
hressandi lífs-
reynsla að upplifa ís-
lenskt arðránssamfélag.
þýðir að Sólveig hefur nú tæki
færi til að ná meirihluta í stjórn
inni. „Ein af ástæðunum fyrir því
að við erum að þessu er að á okk
ar lista eru þrír einstaklingar af er
lendum uppruna, tvær konur og
einn maður. Það er enginn af er
lendum uppruna á hinum listan
um, sem félagið stillir upp, það
skýtur skökku við þar sem gríðar
legur fjöldi félagsmanna Eflingar
er aðflutt verkafólk. Íslenskt verka
fólk vinnur við hlið fólks af erlend
um uppruna og er í hvað mestum
samskiptum við það. Það er bráð
nauðsynlegt að þeirra rödd fái að
heyrast og ekki að við séum alltaf
að tala fyrir þau, það á bæði við
um kjarabaráttu og í samfélaginu.“
Nokkur ládeyða hefur verið í
verkalýðsmálum undanfarin ár
og lítil kosningaþátttaka, Sólveig
telur að það sé að breytast. „Þetta
er ekkert grínframboð, ég er svo
sannarlega ekki í þessu af ein
hverjum hégómleika enda datt
mér aldrei í hug að framboðið
myndi vekja svona mikla athygli.“
Kynntist firringu og mann-
vonsku í Bandaríkjunum
Sólveig er 42 ára, tveggja barna
móðir, gift og á kött. „Stjórnmál
hafa verið eina alvöru áhugamálið
mitt á fullorðinsárum, ég hef eytt
miklum tíma í að reyna að skilja
ástæðurnar fyrir því að veröldin
er eins og hún er og hvers vegna
hlutirnir eru eins og þeir eru.“
Sólveig bjó með fjölskyldu sinni
í Minnesota í Bandaríkjunum á ár
unum 2000–2008 þar sem eigin
maður hennar var í námi. „Þetta
voru einmitt árin þegar George W.
Bush var forseti og þessi ár höfðu
mjög mótandi áhrif á mig. Ég hafði
vissulega verið róttæk, enda ólst
ég þannig upp, en þarna fékk ég
að kynnast firringunni og mann
vonskunni sem fylgir þessu ofur
kapítalíska hermangssamfélagi.
Um 2002 þá áttaði mig hversu
brjálað þetta samfélag er og varð
fyrir ákveðinni vakningu, þá fór
það að verða svo áberandi hversu
landlægur rasismi er þarna og
hversu tryllingslegt bil er á milli
ríkra og fátækra.“
Sólveig segir að það hafi verið
frábært að búa vestanhafs, en það
hafi verið vegna þess að hún var
hvít af norrænum uppruna. „Þetta
olli mér hugarangri og særði rétt
lætiskennd mína, að bara vegna
þess hvernig ég er á litinn þá var
ég komin í vissa forréttindastöðu.
Það var mjög þroskandi að fá að
kynnast kerfisbundnu óréttlæti,
við náðum að lifa góðu en tak
mörkuðu lífi, en milljón sinnum
betra lífi en ef við hefðum verið
öðruvísi á litinn.“
Fluttu heim, beint inn í
bankahrun
Sólveig flutti ásamt fjölskyldu
sinni aftur heim til Íslands sum
arið 2008. „Ég var ótrúlega spennt
og hlakkaði mikið til, ég var ekkert
búin að velta fyrir ástandinu á Ís
landi því það var svo margt að ger
ast í Bandaríkjunum á þessum
tíma og allt á suðupunkti. Ég var
að fylgjast með þessum innrásar
stríðum þeirra í Írak og Afganistan,
svo kom fellibylurinn Katrína sem
afhjúpaði bara endanlega ras
ismann og viðbjóðinn sem fékk að
grassera óáreittur. Stjórnvöldum
og yfirstéttinni fannst ekkert stór
mál að láta fjölda fólks drukkna
bara af því að það var svart og fá
tækt. Þannig að ég hafði ekkert
verið að velta fyrir mér íslenskum
stjórnmálum á meðan ég bjó úti.“
Þegar fjölskyldan var nýflutt
heim hrundu bankarnir. „Maður
inn minn var kominn með góða
vinnu, ég fór að vinna á leikskól
anum en strax í nóvember var
honum sagt upp. Þá tók við alveg
gríðarlega erfiður tími hjá okk
ur. Maðurinn minn var með mjög
stopular tekjur í mörg ár þrátt fyr
ir að vera vel menntaður, hann
tók reyndar þátt í að skrifa kafla í
rannsóknarskýrslu Alþingis sem
kom út 2010, þá var uppskeruhá
tíð heima hjá okkur. Það er ekki
fyrr en nýlega sem hann fékk greitt
sumarfrí. Óréttlætið og arðránið
í íslensku samfélagi beinist ekki
bara gegn láglaunafólki.“
Fjölskyldan bjó í húsi tengda
föður Sólveigar á meðan hann var
erlendis. „Það bjargaði okkur. Ef
við hefðum ekki fengið hana þá
veit ég ekki hvað við hefðum gert,
líklegast endað einhvers staðar í
Noregi. Við rétt mörðum að kaupa
íbúðina sem við búum í núna, við
vorum heppin að ná að kaupa
áður en húsnæðisverðið rauk
upp.“ Sólveigu finnst að reynslu
þorra almennings af hruninu hafi
verið ýtt til hliðar. „Við eigum að
halda að þetta hafi bara verið eitt
hvað leiðinlegt uppnám í samfé
laginu, nú sé bara komið nýtt góð
æri. Við verðum að muna þetta
og muna hvernig okkur sjálfum
leið. Krísa er innbyggð í kapítal
ismann og á meðan við búum við
það kerfi er óumflýjanlegt að efna
hagurinn fari í uppnám reglulega
og það séum við sem erum látin
borga brúsann. Strax árið 2011 var
bankastarfsfólk farið að hækka í
launum og bankastjórar farnir að
borga sér bónusa. Á þeim tíma
voru ég og maðurinn minn pikk
föst í djúpri efnahagslegri holu
þar sem sá ekki til sólar. Við vor
um sem betur fer ekki skuldsett,
það voru margir í tíu sinnum verri
stöðu, en við vorum eigna og
peningalaus. Við gátum ekki far
ið að safna fyrir íbúð fyrr en 2013,
þá var maðurinn minn að vinna
við allt sem honum bauðst og ég
í tveimur störfum. Þannig er lífið
þegar annar aðilinn er í stopulli
vinnu og hinn á arðránstöxtum
hjá Reykjavíkurborg. Það var mjög
hressandi lífsreynsla að upplifa ís
lenskt arðránssamfélag.“
Talað um hana sem skríl, hyski
og hettuklætt ungmenni
Sólveig var í hópi níumenning
anna sem voru ákærðir fyrir árás á
Alþingi, brot gegn valdstjórninni,
almannafriði og allsherjarreglu
fyrir að hafa ruðst inn í Alþingis
húsið 8. desember 2008. „Þau
vildu dæma okkur í allt frá árs til
sextán ára fangelsis. Þetta var mik
ið áfall og mjög skrítin lífsreynsla,“
segir Sólveig og hristir höfuðið.
Dómur féll í málinu í febrúar
2011. „Þetta var mjög sárt og erfitt,
rændi mig ró og friði að hafa þetta
hangandi yfir mér í allan þennan
tíma. Og sjá bara þessi vitfirrtu
viðbrögð valdsins við uppreisn í
samfélaginu. Refsi og hefnigirni
valdsins gagnvart okkur var mjög
opinberandi. Við vorum fjögur
sem fengum væga dóma, það var
betra en fangelsi.“
Hún eignaðist marga vini í
gegnum þessa reynslu. „Það var
mjög merkilegt að sjá alls konar
fólk gefa tíma sinn í að standa með
okkur. Það fór af stað mjög mark
viss og merkileg herferð í kring
um okkur. Það hallaði mjög á okk
ur í orðræðunni á þessum tíma.
Okkur var lýst sem skríl, hyski, það
var gjarnan talað um hettuklædd
ungmenni. Það var stemning í
samfélaginu að ýta þessu til hlið
ar og við ættum þetta bara skilið,
sem eru alveg dæmigerð viðbrögð
íslenskrar
yfirstéttar. Þessi skortur á vilja til
að setja hlutina í samhengi og tjá
sig þá eins og mesti bjáninn í bæn
um. Þá fór af stað herferð góðs
fólks sem hóf að skrifa og tjá sig til
að fá fólk til að skilja að við vær
um ekki þetta viðbjóðslega glæpa
hyski og sjúka ofbeldisfólk sem átti
að láta okkur líta út fyrir að vera.“
Hvað varst þú að gera þarna?
„Við ætluðum upp á þingpall
ana, það er stjórnarskrárbundinn
réttur almennings að gera það. Ég
vil ekki endurskrifa söguna, okkur
fannst það sjálfsagður hlutur að
færa mótmælin af Austurvelli inn
á þingpallana. Það var allt í einu
einhver ný regla í þessu regluóða
samfélagi að það mætti bara mót
mæla á Austurvelli á laugardögum,
við róttæka fólkið sættum okkur
ekki við það þegar svona söguleg
mótmælaalda grípur um sig.“ Fað
ir Sólveigar hlaut fangelsisdóm fyr
ir þátttöku sína í óeirðum á Aust
urvelli og árás á Alþingishúsið 30.
mars 1949, en var náðaður. „Það
var nú eitthvað mjög skrítinn dóm
ur, hann var meira að segja svipt
ur kjörgengi, en svo var það látið
niður falla einhverjum árum síðar.
Valdið bregst alltaf við á svo fárán
legan hátt þegar fólk hættir að spila
eftir reglunum og rís upp.“
Fór með pabba á Rocky
Faðir Sólveigar er Jón Múli Árna
son, tónskáld og ein þekktasta út
varpsrödd sem Íslendingar hafa
átt, móðir hennar er Ragnheið
ur Ásta Pétursdóttir útvarpsþulur.
„Mamma og pabbi voru bæði
mjög greindar manneskjur með
mjög sterkar skoðanir og það var
mjög mikið rætt um pólitík, nánast
linnulaust. Þetta var aldrei bund
ið við fréttatíma eða eitthvað slíkt,
það var stöðugt verið að kenna
mér eitthvað og útskýra hluti fyrir
mér, ef minnst var á einhvern stað
eða hann bar á góma þá var dregin
fram landabréfabókin. Mér fannst
þetta ekki alltaf skemmtilegt, en
oftast,“ segir Sólveig og hlær.
Foreldrar Sólveigar höfðu hana
iðulega með þegar þau brugðu sér
af bæ. „Ég er með mjög sterkar
minningar frá því að fara með
pabba í bíó þegar ég var lítil. Hann
var ekki að fara með mig á barna
myndir, hann var að fara með mig
á Rocky í Tónabíó þegar ég var
pínulítil stelpa.“
„Þessi
grimmilega
láglaunastefna
gagnvart
ómenntuðu fólki er
eitthvað svo sjúk
Foreldrar Sólveigar Önnu Jón Múli Árnason og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.