Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 42
KYNNING Þetta hefur aldrei áður verið í boði á Íslandi: tilbúin einbýlishús úr verksmiðju, flutt í einu lagi á byggingarstaðinn,“ segir Kjartan Ragnarsson hjá Húseiningu ehf. sem býður nýja og byltingarkennda lausn á húsnæðisvandanum, tilbúin timburhús sem afhendast altilbúin, til dæmis eru tæki á borð við ísskáp og uppþvottavél til staðar í eldhúsinu, og þvottavél er einnig á meðal tækja í þessum hús- um. Húsin eru framleidd samkvæmt staðli úr völdu gæðatimbri. Gluggar og hurðir eru úr PVC þýskum prófíl, lág- marks viðhald. Húsin eru 73 fermetrar en þar bætist við 30 fermetra verönd þar sem er heitur pottur. Húsin eru flutt í einu lagi á byggingarstaðinn, á stórum flatvögn- um í samráði við Samgöngustofu. Byggingartími er stuttur án þess að það bitni á gæðum sem eru veruleg enda hefur þessi vara verið í þróun í langan tíma en er núna tilbúin til framleiðslu. Smart einbýli inn í nýja tíma Húseining ehf. er til húsa að Hraun- holti 1 í Vogum á Vatnsleysuströnd í 3.000 fermetra verksmiðjuhúsnæði. „Við búum svo vel að hafa hér 11 metra lofthæð með hlaupakrönum í loftinu þannig að við getum híft svona hús upp á vagnana inni í verksmiðj- unni og keyrt með þau héðan beint á staðinn þar sem þau eiga að standa í framtíðinni. Við verðum aldrei stopp í framleiðslu út af veðri, við vinnum innanhúss og getum unnið alla daga. Húsin eru byggð við bestu hugsan- legu aðstæður,“ segir Kjartan. „Húsin kosta aðeins 22,7 milljónir króna við verksmiðjudyr, með for- steyptum, sérhönnuðum sökklum og öllum teikningum. Húsin eru frábær lausn fyrir þá sem hafa ekki efni á að komast út á húsnæðismarkaðinn við núverandi ástand, þar sem blokkar- íbúðir kosta oft yfir 50 milljónir. Þessi hús eru lausnin fyrir þá sem sitja fastir í foreldrahúsum þar sem þeir hafa ekki fengið tækifæri til að eignast húsnæði við núverandi markaðsstæður. Auk þess eru þessi hús almennt góður kostur fyrir þá sem hafa hug á að kaupa fasteign, til dæmis fólk sem er að byrja að búa, eldra fólk sem er að selja húsnæði sitt og vill minnka við sig, og einnig þá sem dvelja í útlönd- um sér til heilsubótar yfir veturinn en vilja eyða besta hluta ársins á okkar annars fallega Íslandi. Vill setja niður 100 hús í Reykjavík í fyrsta áfanga! Þegar haft var samband við Kjartan vegna þessarar greinar var hann að ganga frá umsókn um leyfi til að setja niður 100 hús á svæði í útjaðri Reykja- víkur, en í heildina er verið að horfa á 500 hús. Er umsóknin jafnframt svar við auglýsingu frá Reykjavíkurborg nýlega þar sem óskað var eftir hug- myndum að ódýrari húsum og nýrri hugsun á húsnæðismarkaðnum: „Þeir bjóða fríar lóðir og þetta er okkar lausn í málinu,“ segir Kjartan. Sjö manns starfa nú við byggingar- verksmiðju Húseiningar í Vogum en gert er ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga á komandi mánuðum. Nokkur bæjarfélög hafa nú þegar sýnt áhuga á að fá 20–30 húsa hverfi til að svara húsnæðisþörfinni, en hún er mjög brýn í mörgum sveitarfélögum. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.huseining.is. Svarið við húsnæðisvandanum: Fullbyggð einbýlis- hús á 22,7 milljónir HúSEiNiNG EHf. BoðAR ByltiNGu á HúSNæðiSmARKAðNum og nú styttum við reisingatímann á twin Wall einbýlishúsunum um allt að 80% með því að klæða einingarnar að fullu að utan í verksmiðju. Einingarnar eru með glerjuðum gluggum, hurðum, vatnsbrettum, sem sagt tilbúnar að reisa á sökkli sem fyrir er. myndir Sigtryggur Ari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.