Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Side 45
tímavélin 459. febrúar 2018
Ókeypis
getnaðarvarnir
eða frjálsar
fóstureyðingar
Lög sem heimiluðu fóstur
eyðingar við sérstakar aðstæð
ur voru samþykkt 11. júní árið
1975, en um vorið höfðu verið
fjörugar umræður á Alþingi um
málið. Ragnhildur Helgadóttir,
heilbrigðisráðherra Sjálfstæðis
flokksins, taldi að fóstureyðing
væri ekki mál konunnar einnar
heldur einnig föður og þjóð
félagsins alls. Magnús Kjartans
son, fyrrverandi heilbrigðisráð
herra Alþýðubandalagsins, hafði
lagt til að ákvörðunin yrði alfarið
konunnar. Deildu þau um einnig
um hlutverk getnaðarvarna í
þessu samhengi og hvort fóstur
eyðingar myndu leiða til kæru
leysis í þeim málum. Stúdenta
ráð Háskóla Íslands skipti sér af
málinu og krafðist ókeypis getn
aðarvarna án aukaverkana ella
þyrftu fóstureyðingar að vera al
gerlega frjálsar.
Braut falskar
tennur eftir
þorrablót
Þorrablótið í Álftafirði, nálægt
Djúpavogi, árið 1996 gekk ekki
áfallalaust fyrir sig. Fólk var
keyrt í rútu heim í Djúpavog
eftir skemmtunina en í rútunni
svaf einn maður á þrítugsaldri
ölvunarsvefni. Þegar hann var
vakinn brást hann hinn versti
við, gekk berserksgang og
lamdi fólk. Ökumaður náði að
forða sumu fólki út úr rútunni
en ók því næst niður að bryggju
til að ná í liðsauka til að yfir
buga manninn. Því næst var
manninum komið í varðhald
lögreglunnar á Fáskrúðsfirði.
Margir voru sárir og marðir
eftir manninn. Einn stóð uppi
með brotnar tennur og falskur
gómur manns á áttræðisaldri
var brotinn.
Í fyrstu utanlandsferðinni 83 ára, leist
vel á vændiskonur en verr á flóttafólk
„Uppljómuð kvennabúr“ í Antwerpen og „mórauðir labbakútar“ í Hamborg
S
kaftfellingurinn Stefán Fil
ippusson þekkti land sitt
betur en flestir aðrir sam
tímamenn hans og vann
hann sem leiðsögumaður fyrir er
lenda ferðamenn til margra ára.
Á erlendri grund var hann síð
ur kunnugur og hélt hann í fyrsta
skipti utan árið 1953 þegar hann
var 83 ára gamall. Vann hann
þá utanlandsferð í happadrætti
Sjálfstæðisflokksins og ritaði
ferðasögu sína í Lesbók Morgun
blaðsins um haustið.
Sjóveikar ungmeyjar
og lélegir hestar
Stefán valdi að fara með skipinu
Goðafossi í júlímánuði vegna þess
að það fór um fleiri lönd en önn
ur skip sem í boði voru. Alls ferð
aðist Stefán um fimm lönd: Bret
land, Írland, Þýskaland, Holland
og Belgíu. Siglt var frá Hafnarf
irði suður með Færeyjum og til Ír
lands. Stefán segir: „Eitthvað fór
þá að gutla í sjó svo að blessað
ar ungu konurnar, sem í skipinu
voru, tóku sjósótt, en ég gaf þeim
góðar pillur og hresstust þær svo
að daginn eftir voru þær allar kát
ar og brosandi út að eyrum.“
Sveitamaðurinn gamli fann
sjálfur ekki fyrir sjóveiki en
breyting klukkunnar og dimm
ar sumarnætur rugluðu hann í
ríminu. Missti hann næstum af
morgunverðinum vegna þessa. Á
Írlandi var hann hrifinn af fólki
og náttúru en síður af stórum
hestunum. „Ekki leizt mér þeir
reiðhestlegir og ekki hefði ég vilj
að hafa þá í langferðum um öræfi
Íslands.“
Jómfrúr í gluggunum
Þá var siglt til Antwerpen í Belgíu
og Stefáni var fylgt inn í borgina af
vélstjóranum Ingvari Björnssyni.
„Honum var trúandi fyrir þess
um álf, sem var eins og hálfviti í
stórborg.“ Þeir skoðuðu reisulegar
kaþólskar kirkjur, ráðhús, verslun
arhús og torg borgarinnar. Loks
kom að því að Ingvar dró gamla
manninn að „verslunargötu“ einni
sem Stefán segist ekki hafa séð eft
ir að heimsækja.
Lýsti hann götunni svo: „Þarna
voru þá uppljómuð kvennabúr, þar
sem ljómandi jómfrúr sýndu sig í
gluggunum, en aðra verslunarvöru
var þar ekki að hafa. Ég hefði óefað
keypt eina, ef ég hefði treyst mér
að fá innflutningsleyfi á hana á Ís
landi. Og mér fannst þeim lítast vel
á mig, svo að ég gekk nær.“
Ingvar varaði þá Stefán gamla
við og sagði að þær gætu tekið hatt
hans. Karlinn sagði að það væri
lítil fyrirstaða en Ingvar sagði þá
að þær myndu jafnvel stökkva út
tvær eða þrjár og hrifsa hann sjálf
an inn. „Þá leizt mér nú ekki á blik
una og vildi ekki verða bergnum
inn af þeim huldumeyjum, svo að
ég hypjaði mig burt.“
Mórauðir labbakútar af öðrum
kynþáttum
Ferðaðist Stefán nú víða með
hópnum, til Rotterdam í Hollandi
og Hamborg í Þýskalandi. Í Ham
borg komst hann í kynni við fólk
af öðrum kynþáttum sem ekki var
mikið um í Skaftafellssýslunum.
„Þarna var víst margt um flóttafólk
og þarna sá ég mórauða labbakúta,
lága og varaþykka, voru þeir í hóp
um og hafa líklega verið af skip
um. Annars var fólkið myndarlegt
og þar var lítið um götulýð.“
Í heimferðinni var komið við
í Hull en þar var hafnarverkfall
og fólkið varð að halda um kyrrt í
Goðafossi. Var þá drukkið og spil
að á nikku. „Ég reyndi að dansa, en
var víxlaður. Skipstjórinn sagði við
mig: Ekki hefði ég kært mig um að
hafa þig um borð, Stefán, hefðirðu
verið 60 árum yngri.“ Eftir að hafa
loksins fengið að skoða Hull var
haldið til Íslands. „Mér finnst ég
hafa séð nóg og hlakka eins mikið
til að koma heim og ég hlakkaði til
að sigla út í lönd.“ n
„Ég hefði óefað
keypt eina, ef ég
hefði treyst mér að fá
innflutningsleyfi á hana á
Íslandi.
Í
annálum bregður fyrir frá
sögnum af kynjaskepnum og
atburðum sem kunna að virð
ast ótrúlegir sé litið á þá með
augum nútímans. Í Skarðsár
annál segir stuttlega frá rimmu
manns við dreka árið 1595:
„Einn maður sá svofellda sýn.
Hann reið frá Odda í suður. Hann
sá fljúga dreka í lofti neðarlega,
álíka sem lindormur er uppka
staður. Var allt í rauðum loga,
fór vestan og þráðbeint austur.
Varð maðurinn aftur að snúa, því
hesturinn vildi hvergi ganga, en
hvorki sakaði manninn né hest
inn.“
Á sama stað er lýst ferfættu
og hábeinóttu skrímsli sem sást
við Háeyri á Eyrarbakka. „Með
hundshöfuð eða hérahöfuð,
eyru stór sem íleppar, lágu þau á
hrygginn aftur, bolurinn var sem
folaldskroppur.“
Fyrirboði eldgoss eða saman-
safn óútskýrðra fyrirbæra
Arngrímur Vídalín, íslensku
fræðingur og einn helsti fræði
maður um íslensk skrímsl, segir
að yfirleitt sé enga góða skýringu
að finna af slíkum frásögnum. Að
allega vegna þess að formið sé
knappt og óljóst hvað átt sé við í
mörgum tilvikum. Hann bendir
þó á að í eldri færslum sé oft um
afritun úr erlendum ritum að
ræða. „Íslendingar voru að sjá
blóðregn, þrjá mána með krossi
á þeim í miðjunni, halastjörn
ur og ég veit ekki hvað og hvað.“
Gat þetta þá táknað einhverja
hluti úr Biblíunni svo sem kross
festinguna eða dómsdag.
Færslur gátu einnig staðið sem
táknmyndir fyrir einhverja at
burði. Færsla um logandi dreka
gæti átt að tákna eldgos eða stór
bruna sem skráður var síðar. Á
16. öld hafði fólk mikinn áhuga á
furðuskepnum og sumir töldu sig
hafa séð slíkar verur. Þetta gæti
því verið sjálfstæð frásögn fremur
en fyrirboði. „Fyrst skrímslið hitt
dúkkar upp líka þá virkar þetta á
mig eins og samansafn óútskýrðra
fyrirbæra sem sögusagnir hafa
verið um í héraðinu.“ n
Sá dreka í Rangárvallasýslu
Maðurinn varð að snúa við eftir að hesturinn fældist
Dreki Gæti
táknað eldgos
eða stórbruna.
Stefán Filippusson „Þá leizt mér nú ekki á blikuna og vildi ekki verða bergnuminn af
þeim huldumeyjum, svo að ég hypjaði mig burt.“
Grímsstaða-
annáll 1706
„Á Eyrarbakka giptist kona áttræð
tvígugum manni, og vildi skila honum
aptur, þá árið höfðu saman verið, og
sagt hann væri impotens“