Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 46
46 9. febrúar 2018 5,5 ára fangelsi fékk 26 ára áströlsk kona, Christine Tupu, í „brúð-kaupsgjöf“ frá áströlskum yfirvöldum. Christine hafði ávallt dreymt um prinsessubrúðkaup. Svo að sú gæti orðið raunin dró hún, með bókhaldsbrellum, sér fé frá vinnuveitanda sínum, Electrolux. Upp úr krafsinu hafði hún andvirði rúmlega 25 milljóna króna. Upp komast svik um síðir og fyrstu ár hjónabandsins verða sennilega ekki draumi líkust.Sakamál ForSmáður Fauti Stephen greip til óyndisúrræða þegar Rana rak hann á dyr S tephen Griffiths, Breta um fertugt, var ekki skemmt þegar 35 ára sambýliskona hans, Rana Faruqui, sagðist vera búinn að fá nóg af ofbeldis- fullu lundarfari hans og sagði hon- um að hirða sitt hafurtask og láta sig hverfa. Þau höfðu hist í október 2002, fellt hugi saman og Stephen flutt inn til Rönu, í þorpinu Farn- ham Common í Buckinghamskíri, skömmu síðar. Í apríl 2003 stóð sambandið sem sagt á brauðfótum og Rana gaf Stephen reisupassann. Steph- en fullyrti að hann ætti húsið og þurfti að fá lögreglu til að taka af honum lyklana. Í ljós kom að hann átti aukasett því hann sást í það minnsta fjórum sinnum fara inn í húsið eftir það. Áreitni og njósnir Stephen tók þann pól í hæðina að áreita Rönu í tíma og ótíma og njósna um ferðir hennar. Hann rannsakaði innihald ruslatunnu hennar og tók myndir af henni og bíl hennar. Til að fá aðgang að Royal Windsor-hestasýningunni, tamn- ingakeppni sem Rana tók þátt í, þóttist hann vera ljósmyndari. Stephen reyndi jafnvel að fá móð- ur Rönu í lið með sér og sýndi henni kynningu í fartölvu sinni; kynningin var hluti af áætlun Stephens til að fá Rönu á ný. Tilraunir Stephens báru lítinn árangur og skyldi engan undra. Bremsurör klippt Rana hafði um sex mánaða skeið ítrekað haft samband við lögreglu vegna ofsókna Stephens. Í síðasta skiptið, 18. júlí 2003, hafði Rana samband við lögregluna og lét vita að bremsurör BMW-bifreiðar hennar hefði verið klippt í sundur. Lögreglan aðhafðist ekkert vegna þess erindis og hálfum mánuði síðar, 2. ágúst, stakk Stephen Rönu til bana á Jennings Farm í Burn- ham, þar sem hún hafði hest sinn Toby á húsi. Rana myrt Rana var að tjóðra hestinn þegar hún sá Stephen nálgast. Um- svifalaust hafði hún samband við Neyðarlínuna og heyrði sá sem svaraði Rönu kalla: „Þér er ekki heimilt að nálgast mig á nokkurn hátt, Steve … Steve láttu mig í friði, láttu mig í friði …“ Skömmu síðar heyrðust örvæntingarfull óp Rönu sem barðist fyrir lífi sínu. Líkið af Rönu fannst síðar í hrossarétt á Jennings Farm, liggj- andi við fætur Tobys. Leitar til læknis Fimm dögum eftir morðið leit- aði Stephen á náðir lækna. Hann hringdi á sjúkrabíl vegna áverka á úlnliðum og hægri fótlegg. Á sjúkrahúsi í Oxford var blóð sem var á buxum hans sent í rannsókn og niðurstaðan var að það væri úr honum og Rönu. Hann var hand- tekinn á sjúkrahús- inu. Réttað var yfir Stephen undir lok árs 2004 og sagði hann að hann hefði viljað „að hún fyndi til sársauka eins og ég“. Ekki var Stephen að ýkja því hann stakk Rönu tólf sinnum; í fótleggi, bak, rasskinnar og hjarta. Útbúnaður fyrir hrelli Í kjölfar handtökunnar rannsakaði lögreglan híbýli Stephens á tjald- stæði þar sem hann hafði haldið til. Þar fundust þrír hnífar, sjón- auki, sprautur, rottueitur, eitur- sódi og barefli. Tvær bækur fundust einnig, The Stalker og Unnatural Death, og teygjubyssa, kúbein, tvær sagir, vinnuvettlingar, öxi og reipi. Stephen játaði sig sekan um morðið á Rönu og 13. desember, 2004, fékk hann lífstíðardóm og úrskurðað að hann skyldi afplána minnst 12 ár og hálfu betur. Ör- fáum vikum síðar var dómur- inn þyngdur; lágmarksafplánun skyldi verða 16 og hálft ár. n „Sagði hann að hann hefði viljað „að hún fyndi til sársauka eins og ég“. A lfred Packer hét maður frá Allegheny-sýslu í Penn- sylvaníu í Bandaríkjun- um. Alfred fæddist árið 1842 og varð síðar á lífsleiðinni þekktur sem hvort tveggja Alfred og Alferd. Síðara nafnið var til- komið vegna misritaðs húðflúrs sem hann bar. Nú Alferd þessi barðist með sambandssinnum í borgarastyrj- öldinni, oft nefnd þrælastríðið, í Norður-Ameríku sem geisaði 1861–1865. Síðar gerðist Alferd gullleitarmaður og 9. febrúar, 1874, lagði hann upp í leiðangur við sjötta mann. Hrepptu slæmt veður Ferðafélagar Alferds voru Shann- on Wilson Bell, James Humphrey, Frank „Reddy“ Miller, George „California“ Noon og Israel Swan. Þrátt fyrir viðvaranir um að vænta væri vályndra veðra settu þeir stefnuna á Klettafjöll í Colorado. Það var eins og við manninn mælt að í Klettafjöllum, nánar tiltek- ið á San Juan-fjallgarðinum, urðu þeir félagar að láta staðar numið vegna gríðarlegs fannfergis. Frásögn Alferds Áður en langt um leið fór að ganga verulega á birgðir sexmenning- anna og, að eigin sögn, lagði Al- ferd land undir fót í von um að finna eitthvað matarkyns. Þegar hann kom aftur til búð- anna greip hann, aftur að eigin sögn, Shannon Wilson glóðvolgan þar sem hann sat að snæðingi. Uppistaða máltíðarinnar var einn af félögunum. Þegar Shannon Wilson varð Alferds var réðst hann á Alferd með öxi. Alferd sagðist ekki hafa átt annan kost í stöðunni en að skjóta Shannon Wilson til bana. Og þá var eftir einn Alferd kom til byggða 16. apr- íl og sagði farir sínar ekki sléttar; að Shannon Wilson hefði sturlast og ráðið hinum bana. Síðar viður- kenndi hann að þegar sá elsti þeirra félaga, Israel Swan, sálaðist þá hefðu hinir, sökum slæms að- búnaðar neyðst til að leggja hann sér til munns. Fjórum eða fimm dögum síðar hefði James Humphrey skilið við og „var einnig etinn“. Sömu sögu var að segja af Frank Miller, sem dó af „slysförum“, banamein hans mun reyndar hafa verið skóflublað í höfuðið, og George Noon. Al- ferd sagðist, að lokum, hafa banað Shannon Wilson „í sjálfsvörn“. Játning Alferds Nú leið tíminn og var fátt frétta af Alferd karlinum. Dró heldur betur til tíðinda 5. ágúst, þetta sama ár, þegar hann viðurkenndi að hafa drepið ferðafélaga sína, alla fimm. Það gerði hann eftir að líkamsleif- ar félaga hans höfðu fundist og ástand þeirra stangaðist á við frá- sögn hans. Sagan segir að dómarinn í máli Alferds hafi sagt: „Bölvað- ur sértu, Alferd Packer! Það voru sjö „dimmycrats“ (demókratar) í Hinsdale-sýslu og þú hefur etið fimm þeirra.“ Hið snarasta var Alferd stung- ið í steininn en tókst að sleppa og fór í felur. Dauðadómur og náðun Hinn 11. mars, 1883, var hulunni svipt af Alferd Packer í Cheyenne í Wyoming. Alferd, sem hafði gengið undir nafninu John Schwartze, var handtekinn fyrir morð. Sex manns lögðu upp í gullleitarleiðangur, en aðeins einn sneri til baka Alferd/Alfred Packer Andaðist frjáls maður árið 1907. Rana Faruqui Var myrt af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Lét sér ekki segjast Stephen Griffiths fékk fjölda viðvarana frá lögreglunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.