Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 51
 9. febrúar 2018 51 Hefðarfrúin á Heiðarvegi Stiginn er parketlagður með niðurlímdu parketi en handriðið er það eina sem fékk að halda sér upprunalegt í húsinu. Viðarplatan ofan á skenknum er afgangur af parketinu en vasinn með rósunum kemur úr versluninni Módern og er mikið uppáhald hjá Maríu sem stendur hér tignarleg í stiganum eins og sannkölluð hefðarfrú. Myndir GuðbjörG GuðMannsdóttir Krúttlegur beKKur Rúmið málaði María með kalkmálningu og keypti himnasængina í versluninni Dimm. Litla bekkinn keypti hún fyrir mörgum árum fyrir drengina sína en í skúffunum geymir hún auka rúmföt fyrir barnarúmið. HjónaHerbergið Rúmgaflinn og náttborðin keypti María notuð af netinu fyrir rúmu ári en gaf þeim nýtt líf með kalkmálningu sem hún keypti hjá Sérefni í Ármúla. „Eiginlega öll herbergin í húsinu eru máluð með kalkmálingu og ég er ofsalega ánægð með útkomuna enda hef ég málað bæði veggi, húsgögn og smáhluti með henni.“ SKámálaði vegginn með KalKmálningu „Eftir að dóttir mín, Eva Dögg, flutti til Kína tók ég herbergið hennar í gegn. Skámálaði það með kalkmálningu sem gefur svolítið sérstaka og öðruvísi áferð og setti meðal annars inn þetta skrifborð og nýtt ljós. Mér finnst gaman að blanda saman léttum og rómantískum áhrifum við þessi grófu og sterkari. Ef ekki væri fyrir ljósu litina og blúndurnar þá væri þetta herbergi mikið piparsveinslegra.“ StráKaHerbergið Þegar strákarnir komu í heiminn bjuggu dætur Maríu enn á heimilinu en þær eru fæddar árin 1992, 1994 og 1995. Það var því öllu þrengra um fjölskylduna svo að bræðurnir deildu með sér herbergi en þetta hefur þeim líkað svo vel að þeim þykir ekki tilefni til að skipta. Nöfnin á veggnum útbjó Henný Dröfn, stóra systir, þeirra í hönnunarsmiðju í skólanum en þau eru límd upp á vegginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.