Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 62
62 Helgarblað 9. febrúar 2018 Menning Þ að eru eflaust margir sem eru farnir að kannast við Snæ- björn Brynjarsson af sjón- varpsskjánum, en hann er annar leikhúsgagnrýnenda Menn- ingarinnar í Kastljósi. Þessa dag- ana gerir Snæbjörn hins vegar garðinn frægan á sjálfu leiksviðinu, enda menntaður og starfandi sviðs- listamaður. Hann er nú nýkom- inn heim frá Íran þar sem hann tók þátt í uppsetningu franska leik- stjórans Philippe Quesne á verkinu Mélancolie des Dragons. Verkið var sýnt á Fadjr, alþjóðlegri leiklistahá- tíð, í Teheran í lok janúar og hlaut þar verðlaun sem besta erlenda sýningin. Fjölmörgum atriðum í sýningunni var breytt til að hún kæmist í gegnum ritskoðun íranskra stjórnvalda. Hulið hár, enginn bjór eða kampavín Sýningin var upphaflega sett upp í Avignon árið 2011 af leikstjóran- um Philippe Quesne, sem er leik- hússtjóri Nanterra Amandiers, eins stærsta leikhúss Frakklands. Sýn- ingin var meðal annars innblásin af heimsókn hans til Íslands. „Ég tók ekki þátt í upphaflegu upp- setningunni, en frá árinu 2015 hef ég tekið að mér tvö mismun- andi hlutverk í henni. Í stuttu máli mætti segja að verkið fjalli um hóp þungarokkara sem eru að setja upp skemmtigarð í snjónum – það er mikill gervisnjór á sviðinu. Verkið er mjög innblásið af heimsókn hóps- ins til Íslands 2009 þar sem ég var aðstoðarmaður hans. Í báðum hlut- verkunum sem ég hef tekið að mér leik ég þungarokkara sem vill skapa list og upplifun,“ segir Snæbjörn. Íranska klerkastjórnin er þekkt fyrir harða ritskoðun á verkum lista- manna ef þau eru stjórninni ekki þóknanleg, listamenn eru handtekn- ir og verk þeirra bönnuð. Snæbjörn segir leikhópinn hafa upplifað hversu varkárir listamenn þurfa að vera í landinu: „Það kom fagfólk á gener- alprufu til okkar og lagði til ýmsar breytingar á verkinu. Nú var ýmsu breytt, leikkonan til dæmis með hárið hulið, engin bjór eða kampa- vín drukkið heldur bara lím- onaði, en ýmislegt ann- að var líka ritskoðað, til dæmis var einn karl- kyns leikarinn beðinn um að nota búning sem hyldi betur naflann og nokkrum öðrum smáatriðum var breytt. Þessir krítíkerar voru þó ekki á vegum stjórnvalda held- ur voru þarna til að forð- ast möguleg leiðindi fyrir hátíðina.“ Opinskátt verk um transfólk „Á sama tíma er ýmislegt sem rennur í gegn sem maður hefði talið að yrði rit- skoðað, til dæmis var eitt opin- skátt verk um transfólk. Þeir sem ég ræddi við voru þreyttir á þessu ófrjálsræði og nærri allir í Íran komast auðveld- lega hjá netritskoðun og áfengis- banni. Það er hins vegar erfitt fyrir útlending að dæma hvert almenn- ingsálitið er. Þeir sem ég ræddi við höfðu áhuga á útlendingum, kunnu ensku eða voru sjálfir listamenn. En maður hefur á tilfinningunni að í borgunum, að minnsta kosti, finnist fólki komið gott, og það hef- ur reyndar sýnt sig í kosningum að kjörnir fulltrúar vilja aukið frjáls- lyndi en klerkarnir beita synjunar- valdi,“ segir Snæbjörn. Eftir hátíðina ferðaðist Snæ- björn um landið og segist hafa fall- ið algjörlega fyrir landi og þjóð: „Íran er frábært land. Fólkið er nánast óbærilega vinalegt og finnst sjálfsagt mál að gera manni hina ýmsu greiða. Það kom mér á óvart hve fjölbreytt landið er. Í Teheran er snjór og skíðaveður en hundrað kílómetrum sunnar er eyðimörk og stuttbuxnaveður. Hver einasta borg er ólík þótt þær eigi það allar sam- eiginlegt að vera með brjálaða um- ferðarmenningu.“ n Gagnrýnandi Kastljóss í verðlaunaverki í Íran Snæbjörn Brynjarsson upplifði hvernig sjálfsrit- skoðun virkar þegar hann tók þátt í leiksýningu í Teheran á dögunum Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Snjóþungt í Íran Snæbjörn leikur einn úr hópi þungarokkara sem setja upp skemmtigarð í snjóþungu umhverfi. Hér er hann ásamt leikhópnum.„Ýmislegt annað var líka ritskoðað, til dæmis var einn karl- kyns leikarinn beðinn um að nota búning sem hyldi betur naflann. Nei, þetta er bannað! Klerkastjórnin í Íran, þar sem Ayatollah Ali Khamenei fer með æðstu völd, ritskoðar leikrit og önnur listaverk sem sýnd eru í landinu. „Pönkið verður til sem uppreisn unga fólksins gegn stöðnuninni … og sósíalismanum – held ég.“ - Eyþór Arnalds, sigurvegari í leiðtoga kjöri Sjálf stæðis flokks ins í Reykja vík, útskýrði í viðtali á Hringbraut hvernig hægri sinnaðar skoðanir hans samræmast pönkviðhorfinu sem hann aðhylltist í æsku, þegar hann var meðlimur í hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Úr listheiminum Rústaði Róbertnum n Hlynur Pálmarsson kom, sá og sigraði á Dönsku kvikmyndaverð- laununum, en mynd hans Vetrar- bræður hlaut hvorki meira né minna en níu Róberta (verðlauna- gripirnir eru nefndir eftir listamannin- um og kvik- myndaunnandanum Robert Jacobesen sem hannaði stytturnar). Vetrarbræður var meðal annars valin besta myndin, auk þess sem Hlynur var valinn besti leikstjór- inn – ekki amalegt fyrir fyrstu mynd í fullri lengd. Tarantino iðrast n Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino hefur brugðist við frásögn Umu Thurman af bílslysi sem hún lenti í við tökur á kvikmyndinni Kill Bill. Hann segir að þótt hann hafi á sínum tíma ekki álitið atriðið vera hættulegt sé sú staðreynd að hann hafi látið hana fram- kvæma atriðið líklega það sem hann sjái mest eftir í lífi sínu, en Thurman lýsti því hvernig hann hunsaði áhyggjur hennar og óskir um að fá áhættuleikara til að leika í atriðinu í hennar stað. Thur- man greindi frá og birti myndband af slysinu á sama tíma og hún sagði frá því að hún hefði orðið fyrir árás af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem hefur fram- leitt allar helstu myndir Tarantinos. Gefin út eftir 34 ár í geymslu n Það þykir sæta miklum tíðindum að út komi áður óútgefið heim- spekirit eftir Michel Foucault, einn allra áhrifamesta heimspeking 20. aldarinnar, enda eru tæplega 34 ár frá því að hann lést. Nú hefur komið út bókin Játn- ingar holdsins, fjórða bókin í Sögu kyn- ferðisins, hjá frönsku útgáfunni Gallimard. Handrit bókarinnar var nánast tilbúið þegar Foucault lést árið 1984. Hann óskaði hins vegar eftir því að engin ókláruð rit hans skyldu gefin út eftir hans dag svo bókin hefur legið óútgefin í geymslu frá andláti höfundarins. Eftir því sem áhrif Foucaults og áhugi á verkum hans hefur aukist hefur þrýstingur á lífsförunaut Foucaults, Daniel Defert, um að gefa út bókina aukist. Menningar- miðillinn French Culture segir að bókin sé „án vafa síðasta stóra óútgefna heimspekiverk tuttugustu aldarinnar.“ F orsætisráðherra með geð- hvarfasýki hættir að taka lyf- in sín, hegðun hans verður stöðugt ófyrirsjáanlegri og upp hefst æsileg og tragikómísk atburðarás í beinni útsendingu. Þannig væri hægt að lýsa atburða- rás nýrrar sjónvarpsþáttaraðar með vinnutitilinn „Ráðherrann“ sem Saga Film framleiðir og RÚV hefur keypt sýningarréttinn á. „Þessar vikurnar erum við að taka lokasnúning á handritunum, núna með leikstjórum sem dýpkar þetta allt saman. Stefnan er að þættirnir verði sýndir í Ríkisútvarpinu á næsta ári – sjö, níu, þrettán,“ segir Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og dag- skrárgerðarkona, en hún skrifar handrit þáttanna ásamt þeim Birki Blæ og Jónasi Margeiri Ingólfssyni. Þau eru öll að þreyta frumraun sína á sviði handritsgerðar fyrir leikna sjónvarpsþætti, en eiga það meðal annars sameiginlegt að hafa starfað á fréttastofum íslenskra fjölmiðla. Björg segir að um dramat- ískan en mannlegan þátt sé að ræða en vonar líka að hann verði spennandi og skemmtilegur – „svo hefur auðvitað allt sínar kómísku hliðar ef fólk kýs að líta á þær.“ Hún neitar því að aðalpersóna þáttanna sé bein hliðstæða Donalds Trump eða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrver- andi forsætisráðherra, sem hafa báðir verið sagðir af pólitískum andstæðingum sínum ekki ganga heilir til skógar: „Við erum að vinna með stærri hugmynd en eitthvað sem rúmast í þessum manneskj- um sem þú nefnir. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að fá innblástur víða. Bæði hér á Íslandi og um allan heim hefur verið við völd fjöldi manna sem fólk veit ekki hvort séu klikkaðir eða snillingar eða bara á undan sinni samtíð.“ Hún tekur ekki undir þær áhyggjur að raunveruleg þróun á pólitíska sviðinu undanfarin ár hafi hreinlega trompað alla skáld- aða þætti sem fjalla um stjórnmál: „Stjórnmálin og það hvernig farið er með völd hefur alltaf verið risa- stór hluti af hverju einasta samfé- lagi og hvar sem hópar fólks eru. Þetta er síbreytileg og endalaus uppspretta spurninga um vald, stöðu, vinsældir, siðferði og mann- lega hegðun í allri sinni dýrð.“ n  kristjan@dv.is Nýir íslenskir þættir um geðveikan forsætisráðherra Björg Magnúsdóttir er í hópi þeirra sem skrifa handritið að nýjum þáttum frá Saga Film Líkindi? Björg segir hugmyndina að sjónvarpsþátt- unum Ráðherrann vera stærri en svo að hún fjalli um tiltekna einstaklinga – en innblásturinn gæti þó vel komið úr íslenskum stjórnmálum. Frumraun á handritasviðinu Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og dagskrárgerðarkona, er einn þriggja handritshöfunda Ráðherrans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.