Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Síða 2
2 2. mars 2018fréttir Lof & Last – Vigdís Hauksdóttir „Ég lofa formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrir að standa eins og klettur með íslensku þjóðinni varðandi bankamálin og nú síðast söluna á Arion.“ „Ég lasta íslensku ríkisstjórnina fyrir að láta tækifæri þjóðarinnar renna sér úr höndum og gera ekk- ert í því að ná meirihluta sem nemur einum Landspítala út úr samningunum við kröfuhafana.“ Á þessum degi, 2. mars 1561 – Spánski landvinningamaður- inn Pedro del Castillo stofnar borgina Mendoza í Argentínu. Borgin er í dag höfuðborg samnefnds héraðs. 1797 – Englandsbanki gefur út fyrstu eins punds og tveggja punda seðlana. 1969 – Fyrsta tilraunaflug á Concorde- þotu fer fram í Toulouse í Frakklandi. Concorde-þotan var samvinnuverkefni Breta og Frakka og söng sinn svanasöng í slysi í flugtaki á Charles de Gaulle- flugvellinum í París, 25 júlí. árið 2000. Áfangastaðurinn var New York-borg. Allir farþegar, 100 að tölu, og níu manna áhöfn létu lífið. Að auki létust fjórir á jörðu niðri. 1983 – Fyrstu geislaspilararnir og -disk- arnir koma á markað í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Fram til þessa dags hafði þessi nýjung einungis verið fáanleg í Japan. 1990 – Nelson Mandela er kjörinn í embætti aðstoðarformanns Afríska þjóð- arráðsins. Þann 11. febrúar hafði Mandela verið sleppt úr Victor verster-fangelsinu þar sme hann hafði verið í prísund síðan 1988. Þar áður hafði hann verið fangi í Pollsmoor-fangelsi og Robben Island- fangelsinu – í samtals 27 ár. Í september árið 2015 ákvað stjórn Íslenskrar erfðagrein- ingar að færa íslensku þjóðinni jáeindaskanna að gjöf og átti að byggja utan um hann og fleira sem honum fylgdi á lóð Landspít- alans við Hringbraut. Skanninn er PET/CT-myndgreiningartæki sem finnur æxli í mannslíkamanum og greinir þau. Samkvæmt áætlun átti skanninn að vera kominn í gagnið sléttu ári síðar. Nú eru liðin tvö og hálft ár og sjúklingar þurfa enn að leita til Danmerkur eða Svíþjóðar til að komast í slíkan skanna og kostnaðurinn rýkur upp. Tafir á tafir ofan Jáeindaskanni er mjög flókið tæki sem smíða þarf sérstök hús utan um og tengja þau við spítalann. Byggja þarf biðstofu inni í spítalanum sjálfum, undirbúningsrými, og hringhraðal þar sem nauðsynleg geislavirk efni eru búin til. Áætlað var að skanninn yrði tekinn í notkun um miðjan september árið 2016 og framkvæmdin gekk vel framan af. En síðan var opnun aðstöðunn- ar frestað fram á haustið 2017, síð- an janúar 2018, svo febrúar og nú er búið að fresta henni fram í miðj- an mars og óvíst hvort það standist. Takmarkalaus drullusokksháttur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ósáttur við þær tafir sem orðið hafa á verkefninu. Í samtali við DV segir hann: „Mér finnst það bölvað. Mér finnst þetta bera merki um takmarkalausan drullusokkshátt af spítalanum. „So what else is fucking new?““ Hverju er um að kenna? „Nú verð ég að vera sanngjarn. Það er ýmislegt sem getur gerst. Það þurfti að reisa hús utan um skannann og staðla aðferðir við að búa til ísótópana. Einhverjir verktakar fóru yfir tímann og það er alveg ofboðs- lega pirrandi, en svona gerist. Ég get lofað þér því að það er hægt að koma svona löguðu hraðar í gegn. Eins og er get ég lítið sagt um þetta mál ann- að en að það pirrar mig.“ Fylgist þú náið með framkvæmdinni? „Nei. Við erum búin að gefa þennan skanna og nú er þetta ekki í okkar höndum og hefur ekki verið frá því að hafist var handa við bygginguna. Af og til spyr ég um þetta, því mér finnst þetta vera orðinn mjög langur tími. Eigin- lega alveg ótrúlega langur og mér finnst þetta með algjörum ólíkind- um. Ég hélt að þetta yrði komið í notkun fyrir ári eða um það bil.“ Segja framkvæmda­ tímann viðunandi Húsin eru komin upp og sjúklingar hafa farið í hefð- bundinn mynd- greiningarhluta já- eindaskannans. Slík tæki eru þó til víða í heilbrigðiskerf- inu og enn bólar ekki á að aðalhluti skannans komist í notkun. Stefán Hagalín, deildarstjóri samskipta- deildar spítalans, segir það viðbúið að dagsetn- ingar varðandi svo flókna fram- kvæmd standist ekki. Helstu tafirnar hafa verið vegna vottana húsnæðisins og leyfum frá Lyfjastofnun. Í byrjun febrúar sagði hann við við DV að tveggja ára framkvæmdatími væri mjög viðunandi. Pétur Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild, sagði um miðjan febrúar verkefnið hafa tekið skemmri tíma en sambærileg verk- efni erlendis. „Það er reynslan að utan að mjög erfitt er að gera ná- kvæmar áætlanir vegna þess hve flókið það er að hefja starf- semi sem þessa, sem er tæknilega flókin og með marga óvissuþætti. Hér er um að ræða framleiðslu geislavirkra innrennslis- lyfja sem lúta ströngustu kröfum lyfja- framleiðslu. Metnaður fyrir að koma starf- seminni af stað hefur einnig valdið því að áætlað- ur tímarammi hefur verið þröng- ur.“ Jafnframt segir hann að Lyfja- stofnun hafi ekki enn tekið út starfsemina og að tafirnar hafi verið vegna vottaðs húsnæðis og bilana sem komu upp í einstökum hluta tækjabúnaðarins. Dýrt að senda sjúklinga utan Tafir á uppsetningu jáeindaskannans hafa í för með sér mikið óhag- ræði fyrir sjúklinga og kostnað fyrir Sjúkratryggingar Íslands. Metfjöldi sjúklinga hefur verið sendur í PET- rannsóknir á Ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn og Háskólasjúkrahúsið í Lundi undanfarin tvö ár. Árið 2012 voru 29 sjúklingar sendir í rannsókn- ir. Heildarkostnaður Sjúkratrygginga var þá fjórtán og hálf milljón króna. Á síðasta ári voru 216 sjúk- lingar sendir út en kostnaðurinn var aðeins lægri vegna hagstæðara gengis, 92,5 milljónir. Þetta ger- ir um 400 þúsund krónur á hvern sjúkling sem sendur er út og tæp- lega helmingur upphæðarinnar er ferðakostnaður. Kostnaður spítalans vegna tafa 113 milljónir Líkt og vegna annarra verkefna sem tefjast hefur kostnaður við byggingu og uppsetningu já- eindaskannans aukist verulega. Sá kostnaður leggst hins vegar alfarið á Landspítalann enda var gjöf Ís- lenskrar erfðagreiningar bundin við ákveðna tölu í upphafi. Gjöf- in var 6,5 milljónir Bandaríkja- dala, um 850 milljóna króna á þávirði fyrir skannann sjálfan og hluta af húsunum og aðlögun eldri byggingar spítalans. Samkvæmt bókhaldi Landspít- alans er heildarkostnaður við verk- ið nú kominn upp í 1.038 milljón- ir og hlutur spítalans 188 milljónir. Hækkanir vegna tafa í eitt og hálft ár hafa því kostað spítalann um 113 milljónir. Um er að ræða bráðabirgðaút- reikninga og enn gætu borist reikningar, til dæmis vegna frekari tafa á verkinu. n „Merki um takmarka- lausan drullusokkshátt“ n Jáeindaskanninn tafist um 18 mánuði n Hundruð milljóna kostnaður Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Jáeindaskanni Finnur og greinir krabbameinsæxli. Kári Stefánsson „Eins og er get ég lítið sagt um þetta mál annað en að það pirrar mig.“ Síðustu orðin „Síðustu orðin eru fyrir flón sem hafa ekki sagt nóg.“ – Heimspekingurinn Karl Marx (5. maí 1818–14. mars 1883) sem geta tekið við sem talsmaður Sunnu Elviru Stjórnmála- fræðingur- inn og sjónvarps- maðurinn skeleggi Jón Kristinn Snæhólm hefur látið af störfum sem talsmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur og fjölskyldu hennar. Vill hann því ekki svara fyrir nýjar vendingar í málinu á borð við fíkniefnamálið og týnda bílaleigubílinn. Fyrst Jón Kristinn treystir sér ekki þá gætu þessir tekið við sem talsmenn Sunnu. Björn Steinbekk Björn er vanur viðskiptum á erlendri grundu og hefur reynslu þegar kemur að dómskerfinu. Ásmundur Friðriksson Ásmundur er duglegur að keyra og getur keyrt allan Íberíuskagann til að finna týnda bílaleigubílinn. Hallur Hallsson Hallur er reynslumikill maður þegar kemur að því að fá Íslendinga heim en hann bar hitann og þungann af heimkomu Keikó á sínum tíma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún er með góð tengsl inn í utanríkisþjónustuna og þekkir vel inn á hjálparstarf á alþjóða- vettvangi. Ingvi Hrafn Jónsson Ingvi Hrafn er sann- færandi maður eins og aðdáendur hins sáluga Hrafnaþings geta vitnað um. Ingvi er einnig duglegur við að vinna í sól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.