Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 17
2. mars 2018 fréttir 17 É g tók þá ákvörðun löngu áður en ég vissi hvað fíkni- efni væru að ég ætlaði að nota þau. Sem var mjög skrítið þar sem ég hafði grunn- reglur um að ég ætlaði aldrei að reykja eða drekka og ég var mjög virk í félagslífi og íþrótt- um. En ég tók þessa ákvörðun af því að mér leið svo ótrúlega illa sem barn, upplifði mikla vanlíð- an og vissi aldrei hvað ég ætti að gera eða segja. Ég bældi allt nið- ur og brosti. Svo einn daginn var Marita-fræðsla í skólanum og þá jókst áhuginn á þessu enn meira. Í staðinn fyrir að finna fyrir ótta eða kvíða yfir því að fara þessa leið þá fann ég fyrir spennu og tók meðvitaða ákvörðun um að þetta væri eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Elva sem var mjög óhamingjusöm á þessum tíma. Upplifði hamingju í fyrsta skiptið „Um leið og ég notaði í fyrsta skiptið þá fann ég að þetta var eitthvað sem mér var ætlað. Ég fann fyrir tilgangi og upplifði hamingju í fyrsta skiptið, eitt- hvað sem ég hafði aldrei fund- ið fyrir sem barn. Þá tók ég ákvörðun um að þetta væri eitt- hvað sem ég ætlaði að gera eins mikið af og ég gæti. Ég var ótrú- lega fljót að mjólka út alla þessa inneign og ég lifði í blekkingu og afneitun í mörg ár þar sem ég trúði því að ég væri enn að fá eitthvað út úr þessu líkt og í upp- hafi neyslunnar. En ég keyrði mig strax í klessu, á innan við mánuði var ég búin að prófa allt sem þessi markaður hefur upp á að bjóða.“ Elva hafði áður reynt að verða edrú en í þau skipti gerði hún það al- farið á sínum forsend- um og það gekk aldrei upp. „Ég hélt að ef ég færi inn á Vog í sjö daga þá myndi það gera mig edrú, en það gerði það auðvitað ekki þar sem ég vann ekkert í því. Það var svo í lok 2015 sem ég var alveg búin á því, líkami minn var að gefast upp og ég hafði enga orku. Ég fann að ég gat ekki verið edrú en ég gat heldur ekki verið undir áhrifum, ég fór því niður á geðdeild og bað um hjálp. Þær voru yndislegar og tóku mig í mörg viðtöl og sóttu um í allar meðferðir fyrir mig. Ég fékk svo inni á Hlaðgerðar- koti eftir tvo mánuði, en ég af- þakkaði það, því ég upplifði það sem höfnun að hafa ekki feng- ið hjálp strax. En þökk sé systur minni og fjölskyldu sem héldu fjölskyldufund þá fór ég daginn eftir inn á Hlaðgerðarkot.“ Meðferðin byrjaði ekki vel hjá Elvu, en hún hélt áfram að vera óheiðarleg og gera allt sem hún mátti ekki. Dauðadómur að vera edrú „En þetta er bara þannig að ef þú vilt þetta ekki þá ferð þú bara út, en ef þú vilt þetta þá verð- ur þú að breyta þér og gera það sem á að gera. Ég get ekki útskýrt hvað gerðist, en það gerðist eitt- hvað og mér fór að líða betur. Ég ætlaði mér aldrei að verða edrú svona ung, ég var bara tuttugu og tveggja ára og fyrir mér var það dauðadómur að vera lifandi en geta ekki gert neitt. Ég fann fyrir einhverri ró þarna inni og ákvað að kýla á þetta, gefa í þetta allt sem ég gaf áður í neysluna. Það virkaði.“ Þegar Elva var sautján ára gömul fór fólkið í kringum hana að falla frá og það kom henni mikið á óvart því hún hélt að fíkniefnin myndu bjarga lífi hennar. „Þegar besta vinkona mín lést vegna neyslu fékk ég mikið áfall. Ég man eftir því að hafa fengið símhringingu þar sem mér var greint frá því að hún væri látin og ég hrundi í gólfið. En leiðin mín til þess að tækla þessar að- stæður var að fara út og nota fleiri og harðari efni, sem er ótrúlega sorglegt en algjörlega lýsandi fyrir þennan sjúkdóm, hann tekur bara og tekur. Ég var í svo mikilli afneitun að ég var blind og ef maður vill ekki hjálp þá er ekki hægt að hjálpa manni. Það er líka svo hræði- legt hve eðlilegt það er talið að vera undir áhrifum í dag. Eins og með kannabis, og ég var mikill kannabisnotandi og var alveg þeirrar skoðunar að það ætti að lögleiða það, en þetta hefur gríðarleg áhrif á mann. Ég sé krakka reykja þetta fyrir utan skóla og þeir átta sig ekki á því að þetta mun leiða til annars, sá tími mun koma þegar þau leita í harðari efni, það er ástæða fyrir því að þetta er kallað „gateway drugs“, það er ekkert grín.“ Það mun koma skellur Elva segir að henni hafi ekki fundist hún eiga neitt gott skil- ið og að hún hafi verið búin að sætta sig við að hún yrði á þess- um stað þar til hún myndi deyja. „En málið er að öll okkar markmið og draumar geta ræst, en við þurfum að hafa fyrir þeim. Ég veit að það er ekki hægt að hjálpa þeim sem vilja ekki hjálp, en málið er að það skiptir ekki máli hvar eða hvert þú ferð til þess að verða edrú, það geta all- ir tekið sig á, en maður þarf að vilja biðja um hjálpina og vera fús til þess að taka á móti henni. Fara nýja leið en ekki aftur á bak í sömu átt og maður kom úr. Það tekur tíma og mikla vinnu en það er samt margfalt minni vinna en ég lagði nokkurn tímann í neysl- una sjálfa. Eins svalt og það þykir að nota eða að vera í dagneyslu þá er þetta ekkert grín, á endan- um kemur sá tími þar sem þetta verður ekki lengur gaman og það mun koma skellur, spurningin er bara hversu stór hann verður.“ n „Ég er búinn að deyja þrisvar“ n Martröðin hófst þegar Birgir byrjaði að sprauta sig n Elva ætlaði sér ekki að verða edrú n Hélt að fíkniefnin myndu bjarga henni n Eru bæði mjög á móti kannabisreykingum saga elvu maður á réttum tíma á réttum stað og til búinn. Ég var rosalega ör- væntingarfullur þarna og ég áttaði mig allt í einu á því að þetta var ekkert kvef sem ég var að glíma við, heldur væri ég með sjúkdóm sem væri að fara að drepa mig. Ég áttaði mig á því að ég væri ekki bara að eyðileggja mitt líf heldur einnig foreldra minna, barnanna og systkina. Það þyrmdi svo yfir mig að ég ákvað að hlusta á ráð- gjafann minn og hlýða einhverjum sem væri lengra kominn en ég. Það var svo ótrúlega erfitt fyrir mig að hlýða einhverjum öðrum af því að egóið mitt var svo rosalega bólgið þegar ég var edrú. Þarna ákvað ég að prófa allt og tók þátt í öllu, þrátt fyrir að ég væri að deyja úr frá- hvörfum þá var ég farin að sinna húsverkum daginn eftir að ég kom, en margir sofa fyrstu dagana.“ Margt slæmt hefur gerst síð- an Birgir kom úr meðferð en hann hefur aldrei fundið þörf fyrir að nota nokkur efni. „Það finnst mér magnað því alltaf ef eitthvað slæmt gerðist í lífi mínu þá þurfti ég að nota, sama hvað það var. En núna er ég búinn að jarða vini mína, vinkonur mínar og ég hef meira að segja þurft að jarða barnsmóður mína, en hún dó úr of stórum skammti mánuði eftir að ég kom út úr með- ferð. Þetta er vont en mér má al- veg þykja eitthvað vont, áður fyrr mátti ég aldrei finna til án þess að þurfa að deyfa það. Núna finn ég til og það er bara allt í lagi. Ég fór úr því að vera sprautufíkill sem átti enga von, kom inn í meðferð með tvo Hagkaupspoka örugglega með stolnum fötum, í það að vera edrú í fjögur ár, kominn með íbúð, búinn að vera í sömu vinnunni í tvö ár, búinn með ráðgjafarskóla og er kominn með forræði yfir strákn- um mínum sem hefur nú búið hjá mér í tvö og hálft ár. Fólk er farið að treysta mér og ég er orðin eðlilegur samfélagsþegn, sem ég var í raun alltaf að leitast við, þótt það hafi hrætt mig rosalega mikið. En þetta er tilgangurinn með lífinu, dóttir mín, sem er sextán ára, var búin að skipta um nafn og vildi ekki sjá mig, en í dag er hún mikið með mér og hefur breytt nafninu aftur í Birgisdóttir. Foreldrar mínir eru farnir að sofa á nóttunni og ég hef eignast annað líf. Ég er sannfærð- ur um að ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera í dag til þess að vera edrú, þá þarf ég aldrei að nota áfengi eða fíkniefni aftur og það finnst mér geðveik tilfinning.“ Á að byrja fræðslu í grunnskólum Birgir segir skuggalegt hversu fólki sem notar fíkniefni hefur fjölgað á síðustu árum og hversu mikið af hörðum efnum séu komin á mark- aðinn. „Fólk er bara byrjað að hrynja niður. Ég veit ekki hversu margir eru búnir að falla á þessu ári, en ég þekkti að minnsta kosti þrjá af þeim. Ég er sannfærður um að það þarf að byrja fræðslu í grunn- skólum. Byggja krakkana upp, því vandamálið byrjar oft löngu áður en við byrjum að drekka. Það þarf að finna rótina og byrja þar. Það er svo mikill þrýstingur á krakka í dag, að þau séu ekki að gera nóg, og það sem gerist slæmt í æsku getur ýtt undir alkóhólisma.“ Birgir segir einnig að það sé orðið virkilega slæmt hversu al- gengar kannabisreykingar séu orðnar. „Fólk er að deyja út af kanna- bisreykingum, þótt það sé kannski ekki að taka of stóra skammta þá er fólk að hengja sig í hrönnum út af kanna- bisnotkun. Fólk verður svo kvíðið og þung- lynt, ég not- aði rosalega mikið kanna- bis í tíu ár og ég fann bara eftir á hvað ég var mikið skemmdur út af því.“ n Elva Björk Haraldsdóttir er fædd árið 1993 og stundar í dag nám á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Elva hefur verið edrú í rúm tvö ár en hún byrjaði mjög ung í neyslu.„Fólk er að hengja sig í hrönnum út af kannabisnotkun Birgir Rúnar Benediktsson Birgir þegar hann var í neyslu. Elva Björk Elva Björk þegar hún var í neyslu. Elva Björk Haraldsdóttir Elva hefur verið edrú í rúm tvö ár í dag. MynD EinaR RagnaR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.