Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 28
28 fólk - viðtal 2. mars 2018 V ið hittumst í kaffibolla og spjall í IKEA, sem er nærri stálsmiðjunni Framtak, vinnustað Ægis. Blaða- maður pantar sér hefðbundið uppáhellt kaffi og Ægir biður um sama drykk, nema án koffeins. Það er ekki í boði á veitingastaðn- um og það kemur Ægi ekki á óvart. Hann pantar heitt vatn og tekur síðan upp bréf með koffínlausu kaffi. „Það er erfitt að fá koffín- laust kaffi á Íslandi. Ég drekk alveg jafnmikið og áður, en það hjálpar svefninum að hafa það koffín- laust,“ segir Ægir. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um skipulag Ægis, sem hann segir að sé afar mikil- vægt þegar kemur að maraþon- hlaupi. „Ég skipulegg tíma minn vel til þess að koma æfingum að. Þetta spjall er til dæmis að riðla skipulaginu,“ segir Ægir brosandi. Ólíkt mörgum hlaupurum þá æfir hann að mestu einn þó að vissu- lega hlaupi hann reglulega með vinum og kunningjum. „Það eru margir sem þurfa hvatninguna frá hópnum til þess að drífa sig af stað. Ég hef sjálfur alltaf haft mikinn „Að takast á við áföll er spurning um hugarfar“ Um miðjan febrúar fór fram stórt alþjóðlegt maraþon í Tel Aviv í Ísrael. Fjölmargir Íslendingar tóku þátt en einn af þeim sem luku hlaupinu var Skagamaðurinn Ægir Magnússon. Fyrir ári fékk Ægir, sem er 61 árs, alvarlegt hjartaáfall í svefni. Röð tilviljana réð því að hann lifði áfallið af. Læknir hans sagði að hann mætti aldrei hlaupa aftur en Ægir lét það ekki stöðva sig. Viku eftir áfallið var hann byrjaður að hlaupa á hlaupabretti og hefur ekki stoppað síðan. Maraþonið í Tel Aviv var hið fimmta sem hann hleypur frá áfallinu alvarlega og eins og sönnum hlaupara sæmir þá var hann hundfúll með tímann. „Að takast á við áföll er spurning um hugarfar. Það er auðvelt að falla í sjálfsvorkunn en það er líka hægt að ákveða að gera það ekki og halda ótrauður áfram. Þannig hef ég reynt að taka því sem á mér hefur dunið í þessu lífi,“ segir Ægir í helgarviðtali við DV. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Ægir Magnússon Ægir fékk alvarlegt hjartaáfall fyrir ári. Hann fékk þann dóm frá lækni að hann ætti aldrei að hlaupa aftur. Ægir var ákveðinn í hlusta ekki á þær úrtölur. Á dögunum kláraði hann fimmta maraþonið sitt síðan áfallið reið yfir. Mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.