Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 29
2. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Ég á 40 ára steikingarafmæli og allt hvílir þetta á nokkrum ham­borgararéttum sem eru í uppá­ haldi hjá mér sjálfum,“ segir Magnús Garðarsson veitingamaður sem rekur staðina Burgers í Kringlunni og Firði Hafnarfirði. Burgers hefur verið starfandi á Stjörnutorgi í Kringlunni í þrjú ár og í Firði í Hafnarfirði frá því í maí í fyrra. Nýja staðnum í Hafnarfirði hefur verið afskaplega vel tekið og segist Magnús telja að þetta hafi einmitt verið það sem vantaði í Hafnarfjörð; fjölskyldu­ vænan skyndibitastað með gæða­ mat á hagstæðu verði. „Það fer nokkuð eftir því í hvernig skapi maður hver uppáhaldsborgar­ inn er hverju sinni. Stundum vill maður bara grípa með sér einfaldan ostborgara. Stundum vill maður hafa á honum beikon og egg, en stundum vil ég laukhringi, bbq­sósu og brædd­ an ost. En á mínum 40 ára ferli hafa þessir borgarar alltaf staðið upp úr hjá mér: Béarnaise­borgari, beikon & egg­borgari og bbq­borgari, en sá síðastnefndi er til í útfærslu með bæði nautakjöti og kjúklingi,“ segir Magnús. Hamborgarar eru uppistaðan á Burgers en aðrir réttir njóta þar líka vinsælda. „Ég lét undan þrýstingi og byrjaði með djúpsteiktan fisk sem hefur mælst mjög vel fyrir. Lamba­ kóteletturnar okkar eru síðan heims­ frægar og útlendingarnir sem hingað koma elska þær, besta lamb sem þeir hafa fengið.“ Elda frá hjartanu og nota besta hráefnið Opið er á Burgers í Kringlunni á afgreiðslutíma Kringlunnar en stað­ urinn í Firði er opinn frá 11.30 til 20.00 alla daga vikunnar nema sunnu­ dag þegar er lokað. Vinnandi fólk í Firði og skólanemar sækja staðinn stíft í hádeginu en í eftirmiðdaginn koma þangað margir erlendir ferða­ menn með flugrútunni frá Keflavík. Á kvöldin, að sögn Magnúsar, er fjölskyldufólk áberandi. „Það kemur til dæmis fjöldi fólks hingað úr Vallahverfinu og sækir sér kvöld­ mat heim eða borðar á staðnum. Barnaboxin hérna kosta 950 kr. Þau innihalda 115 g hamborgara, franskar og djús og síðan er leir og leikföng. Börnin eru róleg hérna með matinn sinn og leikföngin og fjölskyldan nýtur þess snæða góðan mat á viðráðanlegu verði. Stöðluð stærð á hamborgurum er alltaf 115 g og tilboð með gosi og frönskum er 1.550 kr. sem er ódýrt miðað við stærðina á borg­ urunum,“ segir Magnús. Natni við matreiðslu og gott hráefni eru lykillinn að velgengni, að sögn Magnúsar: „Það verður að kaupa besta hráefnið, það er lykillinn að því að fólk komi aftur og aftur. Góður matreiðslu­ maður getur ekki eldað góðan mat úr vondu hráefni. Ég er með franskar frá Garra, Butler, og kjötið kemur frá Kjöthúsinu, framúrskarandi nautakjöt, frá­ bært beikon og meiriháttar kótel­ ettur,“ segir Magnús. „Síðan er það stórt atriði að elda frá hjartanu, setja sálina í þetta. Gera þetta eins og þú sért að elda handa sjálfum þér. Þetta eru atriði sem ég reyni að kenna starfsfólkinu. Ég hef líka verið heppinn með starfsfólk og er stoltur af því að geta miðlað til þess minni þekkingu og reynslu.“ Betri borgarar Lykilatriði að elda frá hjartanu og nota bara úrvals hráefni BurGErS, Firði OG KriNGLuNNi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.