Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Side 37
fólk - viðtal 292. mars 2018 sjálfsaga og því hefur það aldrei verið vandamál fyrir mig að gera áætlanir fram í tímann og standa við þær,“ segir Ægir ákveðinn. Hann byrjaði að fikta við hlaup árið 2009. Eins og hjá flestum sem byrja að hlaupa þá gerðist það eig- inlega óvart. „Vinnufélagi minn, Einar Guðmundsson, var að fara að keppa í 10 kílómetra hlaupi og hvatti mig til þess að koma með. Ég hafði gaman af áskoruninni og ákvað síðan að taka þátt að ári og æfa mig fyrir hlaupið. Þá var ég kominn á bragðið og síðan hef ég verið meira og minna hlaupandi,“ segir Ægir. Myndi míga í sig í hlaupi frekar en að stoppa Eftir að hafa „dútlað“ við 10 kíló- metra hlaup skráði Ægir sig í Reykjavíkurmaraþon árið 2013 ásamt syni sínum. „Það var mikil þrekraun. Ég fékk verk í mjöðmina eftir um 12 kílómetra og því voru síðustu þrjátíu nokkuð strembnir,“ segir Ægir og brosir þegar blaða- maður hristir hausinn yfir sjálf- spíningunni. Þrátt fyrir kvalræðið hafði Ægir afar gaman af upplifun- inni og síðan hefur maraþon átt hug hans allan. „Ég hef í allt hlaup- ið þrettán maraþon á síðustu fjór- um og hálfu ári. Það þykir ágætt en ég er búin að setja stefnuna á mörg til viðbótar,“ segir Ægir. Aðspurður hverju sé mikil- vægast að huga að fyrir mara- þonhlaup, fyrir utan augljósar æf- ingar, kemur Ægir blaðamanni talsvert á óvart. „Klósettferð- ir fyrir hlaup,“ segir hann bros- andi, en er þó greinilega fúlasta alvara. „Það er afar mikilvægt að tæma sig alveg fyrir hlaup. Ég hef orðið vitni að mörgum uppákom- um í hlaupum þar sem hlauparar hafa gert mistök varðandi það,“ segir Ægir. Í hönd fara epískar lýs- ingar Ægis af ælandi og mígandi hlaupurum í maraþonhlaupum um allan heim sem og þeim hvim- leiða vanda í stærri maraþon- hlaupum að klósettpappírinn klárast strax. „Það er mjög mik- ilvægt heilræði fyrir hlaupara að taka alltaf klósettpappír með sér á vettvang hlaupsins,“ segir Ægir og deilir með blaðamanni sögu frá Berlínarhlaupinu þar sem hann klikkaði á þessu atriði og reif nið- ur aukabol sem hann var í til þess að gegna þessu mikilvæga hlut- verki. Sjálfur hefur hann aldrei orðið veikur í maga eða þurft að skvetta úr skinnsokknum í miðju hlaupi eins og algengt er. Ægir er þó afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður um hvernig hann myndi takast á við slíkar aðstæður. „Ég myndi míga í mig,“ segir hann ákveðinn. Átti ekki að lifa af Hjartaáfallið alvarlega átti sér stað föstudagskvöld í febrúar í fyrra. Eins og áður segir reið það yfir í svefni og er í raun lygilegt að Ægir hafi lifað það af. „Ég var ofboðs- lega heppinn. Ég heyrði einhvers staðar að aðeins um 20 prósent þeirra sem fá hjartaáfall í svefni lifi það af,“ segir Ægir. Hann hafði ekki kennt sér meins fyrir áfallið, þvert á móti. „Ég hafði eiginlega aldrei verið brattari. Ég var í miðj- um undirbúningi fyrir maraþon- hlaup í Kaupmannahöfn í maí. Ég var að hlaupa um 100 kílómetra á viku og var að bæta mig í hvert sinn sem ég hljóp. Það er ótrúlegt í ljósi þess að dælan var höktandi,“ segir Ægir kíminn. Tveimur vikum síðar hafði Ægir ráðgert að fara í æfingaferð til Tenerife en hefði áfallið riðið yfir þar ytra, þar sem Ægir hefði verið einsamall, hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Sú sem bjargaði honum var eigin- kona hans, Ragga, en svo ótrúlega vildi til að hún hafði nýlokið nám- skeiði í skyndihjálp og brást því strax hárrétt við. „Það varð mér lífs,“ segir Ægir. Þetta örlagaríka föstudags- kvöld fór hann á undan eiginkonu sinni í háttinn enda var fram und- an strembið 35 kílómetra hlaup á laugardagsmorgni. „Þegar Ragga kom í háttinn þá var ég sofnaður en hún heyrði óeðlileg hljóð í mér. Hún er framhaldsskólakennari og hafði nýlokið námskeiði í skyndi- hjálp. Þess vegna skildi hún strax hvað var að gerast,“ segir Ægir. Ragga hringdi umsvifalaust í Neyðarlínuna og byrjaði strax að hnoða eiginmann sinn. „Það er betra að hnoða en blása og þetta hafði Ragga lært.“ Svo heppi- lega vildi til að þau búa skammt frá sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ og því voru sjúkraflutningamenn fljótir á vettvang. Ægir var endur- lífgaður með hjartastuðtæki og „Að takast á við áföll er spurning um hugarfar“ „Ég varð aldrei var við neitt. Ég bauð konunni minni bara góða nótt á föstudegi og síðan góðan daginn á mánudegi Á hlaupum Ægir byrjaði að fikta við hlaup árið 2009 og hefur vart stoppað síðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.