Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Síða 38
30 fólk - viðtal 2. mars 2018 „hrökk í gang við fyrstu tilraun“ eins og hann orðar það sjálfur. Það var afar mikilvægt enda aukast lík­ ur á varanlegum skaða ef tilraun­ irnar eru fleiri. Í ljós kom að alvarleg kransæða­ stífla hrjáði Ægi. Alls fannst stífla á sex stöðum í hjarta hans. Hann var fluttur til Reykjavíkur og þar undirgekkst hann þegar hjarta­ þræðingu. Þegar henni var lokið var honum haldið sofandi fram á mánudag. „Ég varð aldrei var við neitt. Ég bauð konunni minni bara góða nótt á föstudegi og síðan góðan daginn á mánudegi,“ segir Ægir og brosir. Falskt öryggi af eftirliti Það er auðheyrt að Ægir er afar þakklátur eiginkonu sinni fyr­ ir lífgjöfina og hann talar hlýlega um hana. Það er þó ekki langt í gaman semina. „Við skiptum með okkur heimilisverkum þannig að ég hef tekið að mér bróðurpartinn af heimilisþrifunum. Þegar ég var úr hættu grínaðist Ragga mín með að hún hefði hnoðað mig svona vel því að hún vildi alls ekki missa þrifin,“ segir Ægir og hlær dátt. Í fjölskyldu Ægis er saga um hjartaáföll. „Faðir minn fékk kransæðastíflu og lést úr hjarta­ áfalli rúmlega sjötugur. Í ljósi þess var ég mjög meðvitaður um að ég var í áhættuhópi og því hafði ég sinnt því mjög vel að mæta í reglu­ legt eftirlit hjá Hjartavernd. Allar þær rannsóknir komu mjög vel út og ég taldi mig því vera alveg heil­ brigðan. Þessar rannsóknir veittu mér í raun falskt öryggi,“ segir Ægir og setur spurningarmerki við tilgang slíks eftirlits ef það grein­ ir ekki svo alvarlega kransæða­ vandamál og hann þurfti að tak­ ast á við. „Ég veit ekki alveg hvað ég gat gert meira til þess að fyrir­ byggja þetta hjartaáfall. Það er í sjálfu sér ansi óhuggulegt og von­ andi koma betri greiningaraðferð­ ir fljótlega fram á sjónarsviðið,“ segir Ægir. Eins og áður segir var fyrsti hjartalæknirinn sem Ægir ráð­ færði sig við eftir áfallið afdráttar­ laus í þeirri skoðun sinni að Ægir mætti ekki hlaupa aftur. „Það stóð bara skýrum stöfum á blaði sem ég fékk. Þrátt fyrir þær úrtölur þá var ég harðákveðinn í að sætta mig ekki við þann dóm,“ segir Ægir. Aðeins viku eftir hjartaáfall­ ið steig Ægir fyrst á hlaupabretti heima hjá sér og síðan hefur hann ekki stoppað. „Ég var aldrei hræddur við að fara af stað. Ég trúi því að hver og einn sé ábyrgur fyrir sinni endurhæfingu. Hugar­ farið er lykilatriði í því. Ég fann strax að mér leið ágætlega og ég ákvað að vera ekki hræddur held­ ur halda ótrauður áfram. Hlaup­ in gefa mér mikið og ég vildi gera allt til þess að halda þeim áfram,“ segir hann. Hann hafði ekki trú á því að batinn yrði svo snögg­ ur og því afbókaði hann ferðina á maraþonhlaupið í Kaupmanna­ höfn í maí. „Það voru mikil mis­ tök því ég var mjög fljótlega kom­ inn á sama stað og ég var fyrir hjarta áfallið,“ segir Ægir. Svo fór að hann hljóp maraþon í Kópa­ vogi í byrjun apríl, tæpum þrem­ ur mánuðum eftir hjartaáfallið og nú, ári síðar, hefur hann lokið fimm slíkum þrekraunum. Hefði ekki getað orðið kyrrsetumaður Það er auðheyrt að Ægir er ósáttur við þau skilaboð hjartalæknisins að hann mætti ekki hlaupa aft­ ur. „Ég held að læknar verði líka stundum að taka lífsgæði sjúk­ linga inn í myndina. Ég var þarna að jafna mig eftir alvarlegt áfall og það gerir manni ekkert gott að heyra að maður hafi verið svipt­ ur aðaláhugamáli sínu og ástríðu. Það hefði ekki hentað mínum lífs­ stíl að verða kyrrsetumaður og því var ég ákveðinn í að ég skyldi hlaupa aftur,“ segir Ægir. Síðan þá hefur hann fengið sér nýjan hjartalækni sem er mun jákvæðari gagnvart hlaupunum. „Sá sagði mér bara að drulla mér af stað. Hreyfing væri það besta sem ég gæti gert fyrir mig,“ segir Ægir. Þetta baráttuhugarfar hefur áður komið Ægi vel. Fyrri eigin­ kona hans lést í byrjun aldarinnar eftir erfið veikindi og þá stóð hann uppi einsamall með þrjú börn. „Ég var þá fjörtíu og fimm ára en konan mín var fertug. Hún veikt­ ist af krabbameini og því var tals­ verður aðdragandi að því að hún kvaddi,“ segir Ægir. Eins og eðli­ legt er þá upplifði hann mikla sorg við missinn en hann segist hafa ákveðið með sjálfum sér að hann skyldi ekki festast í sjálfsvorkunn yfir hlutskipti sínu. „Ég þurfti að sjá um þrjú börn og og ég gat ein­ faldlega ekki farið að dvelja við hvað þetta væri ósanngjarnt og erfitt. Lífið varð að halda áfram,“ segir Ægir. n „Það hefði ekki hentað mínum lífsstíl að verða kyrrsetumaður og því var ég ákveðinn í að ég skyldi hlaupa aftur → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.