Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 48
48 fólk - viðtal 2. mars 2018 M amma var ung þegar hún eignaðist mig. Hún vissi að það var betra fyrir mig að alast upp hjá ömmu. Fyrstu árin var ég sár og stund- um reiður því ég taldi að hún hefði yfir gefið mig. Seinna komst ég að því að hún hafði tekið erfiða ákvörðun um að láta frá sér barnið sitt svo það gæti átt betra líf. Hjá ömmu ólst ég upp í vernduðu um- hverfi. Æska mín var góð og mér leið vel hjá ömmu.“ Þetta segir Karl Bjarni Guð- mundsson eða Kalli Bjarni eins og hann er gjarnan kallaður. Kalli varð fyrst frægur á Íslandi fyrir að sigra í Idol-stjörnuleit. Kalli starfar í dag sem sjómaður en hann stefn- ir á að gefa út nýja tónlist á næstu misserum. Í kjölfarið sigurs í Idol voru miklar vonir bundnar við söngvarann en fram undan voru öldudalir. Kalli hafði sem ungling- ur tekist á við fíkn vegna áfengis og fíkniefna. Þegar álagið eftir keppn- ina varð sem mest nýtti hann sér örvandi efni til að halda sér gang- andi, en þegar mest var spilaði hann á átta mismunandi stöðum sama daginn. Þegar hann missti tökin á neyslunni og var búinn að koma sér í skuldir tók hann að sér í eitt skipti að flytja fíkniefni til landsins. Kalli sagði frá þeirri sögu í þættinum Burðardýr en þeir þættir hafa vakið mikla athygli á Stöð 2 í vetur. Í þættinum rifjaði Kalli á einlægan hátt upp æsk- una, samband sitt við ömmu sína, ástina og framtíðina. Nú eiga Kalli og unnusta hans von á dreng. Von er á nýju lagi frá Kalla og stefn- ir hann á að gefa það út á afmæl- isdegi ömmu sinnar. „Amma er algjör nagli,“ segir Kalli og bætir við að ef til vill hafi hún verið of góð við hann. „Hún kenndi mér margt en hún gat líka verið hörð í horn að taka. Hún bannaði mér stundum að fara út á kvöldin og ég fékk ekki leyfi fyrr en ég hafði sýnt fram á að ég væri búinn að klára heimalærdóminn eða að ég kynni að leggja snyrtilega á borð. Ég er þakklátur fyrir að hafa alist upp hjá henni í Grundarfirði.“ Læknar vildu eyða Kalla Þegar Sveinbjörg, móðir Kalla, var ólétt að honum lenti hún í alvar- legu umferðarslysi. Þá ók strætó yfir fótlegg hennar og brotnaði hún illa. Þegar læknarnir áttuðu sig á að hún væri ófrísk var lagt hart að henni að eyða fóstrinu. Vildu læknarnir meina að ef hún færi ekki eftir ráðleggingum þeirra myndi bataferlið taka mun lengri tíma og hún jafnvel ekki ná full- um bata. Móðir hans tók það hins vegar ekki í mál og Kalli kom í heiminn þann 6. janúar 1976. Leiðir þeirra Sveinbjargar og Guð- mundar, föður Kalla, höfðu skilið á þessum tíma. Guðmundur bjó og starfaði í Noregi en móðir Kalla var á Íslandi. Móðir hans taldi hagsmunum hans betur borgið á Grundarfirði hjá ömmu hans og afa og flutti hann til þeirra þegar hann var um tveggja ára gamall. Nokkrum árum síðar voru Kalli og Elna Bárðarson, amma hans, ein eftir þegar eiginmaður hennar féll frá. Elna er af finnskum ættum. Ástfanginn Kalli Bjarni og sonur á leið í heiminn n Amma Kalla bjargaði lífi hans n Brást heilli þjóð n Nýtt líf og lag á leiðinni Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Það er enginn kóngur nema rétt á meðan kílóið er að klárast Líður vel á sjónum Kalli hefur stundað sjóinn með hléum frá því hann var unglingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.