Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Qupperneq 52
52 fólk 2. mars 2018 5 hlutir sem fólk hélt að væru heilsusamlegir Fullt nafn og aldur? „Kara Kristel Ágústsdóttir, 22 ára, alveg að verða 23.“ Fjölskylduhagir? „Ein með son sem er þriggja ára, en er ekki ein að ala hann upp! Hann á líklega bestu föðurfjölskyldu sem ég veit um.“ Hvar ertu fædd og uppalin? „O mæ god ókei. Ég fæddist á Sel- fossi, en bjó aldrei þar. Ég bjó á svo rosalega mörgum stöð- um. Hveragerði, Djúpavogi, svo Reykjavík. Búin að búa í nokkur ár núna í Borgarnesi, en hef alltaf tengt mest við Reykjavík svo ég tel mig vera þaðan.“ Hver finnst þér fallegasti staður- inn á Íslandi? „Eflaust Keflavíkur- flugvöllur, mjög fallegt að einn staður hafi svona margar út- gönguleiðir frá þessu veðri.“ Hvernig mydnirðu lýsa þér í þrem- ur orðum? „Hvatvís, tæp, fyndin.“ Uppáhaldshljómsveit? „Írafár er sú eina sem mér dettur í hug í augnablikinu, halló þjóðhátíð!“ Hvar vildirðu eiga heima ef ekki á Íslandi? „Bandaríkjunum, mest út af því ég kann ensku.“ Uppáhaldsmatur? „Frönskurnar á Prikinu.“ Uppáhaldsdrykkur? „Vatn og eplasvali.“ Besti sjónvarpsþátturinn? „Gossip Girl og Sex and the city.“ Uppáhaldsveitingastaður? „Úff, ég veit ekki, fer mjög sjaldan út að borða, en fór á El Santo fyrir stuttu og ómægod hvað það var gott!“ Uppáhaldsleikari? „Johnny Depp, eiginlega bara því hann er sætur.“ Fyrirmynd? „Kris Jenner, halló momager sko.“ Af hverju ertu stoltust? „Barninu mínu.“ Hvaða drauma áttu eftir að láta rætast? „Skrifa bók, framleiða þætti, læra að gera tónlist, ferð- ast um heiminn, kaupa hús, búa á strönd, læra að fljúga flugvél, búa til app og ógeðslega marga aðra drauma.“ Hvað langaði þig að verða þegar þú yrðir stór? „Hef aldrei vitað það, og veit ekki enn.“ Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? „Skakkar tennur, skítugt hár, vond lykt … og þröngsýni!“ Ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera í dag, hvað myndir þú vilja vera að gera? „Í áfram- haldandi förðunarnámi í Banda- ríkjunum, special effects.“ Hvaða ráð gæfir þú sjálfri þér fyrir fimm árum? „Ekki neitt, ég á erfitt með að fara að ráðum.“ Mikilvægast í lífinu? „Sonur minn og hamingjan hans. Og auð- vitað mín hamingja líka.“ Mestu vonbrigðin? „Að Kylie Jenner var ekki staðgöngumóðir Kim Kardashian, ég var svo viss um það.“ Mottó? „Hvað myndi Bjarni Ben gera?“ Hvort mundir þú frekar vilja sofa aftur hjá síðasta manni sem þú svafst hjá eða fyrsta? „Fyrsta.“ Hvaða hegðun karlmanna finnst þér fráhrindandi í tilhugalífinu? „Dónaskapur og of mikil tölvuleikjaspilun, hello boring … next!“ Hvaða ráð gæfir þú karlmönnum varðandi samskiptin við hitt kynið, hvað eykur líkur á vel- gengni? „Vera fyndinn og ekki pirrandi.“ En hvaða ráð gæfir þú konum varðandi það sama? „Það sama, vera fyndin og ekki pirrandi.“ Hvaða kynlífsráð mundir þú helst gefa öðrum til að fá sem mest út úr samneytinu? „Það er alltaf í lagi að segja nei og það er mikil- vægt að treysta hinum aðilanum.“ Hvað er spennandi fram undan? „Mjög margt, en í augnablikinu get ég ekki sagt frá því.“ K ara Kristel kom eins og þeysireið á sjónarsvið Ís- lendinga. Hún var ekki bara opin í umræðu sinni um kynlíf heldur fyndin, frökk og óforskömmuð. Það er ekki skrýt- ið að athyglin beinist að henni, hún segir það sem henni finnst og oft veit þjóðin oft ekki hvernig á að taka því. En hún lætur sig ekki bara varða léttar hliðar lífsins. Hún hefur talað opinskátt um kynferð- isofbeldi, vandræði með getnað- arvarnir og erfiðu hliðarnar á sam- skiptum kynjanna á bloggi sínu, karakristel.com. Hvað sem öðru líður og hvað sem hverjum finnst, þá er Kara Kristel komin til að vera, með húmorinn og hreinskilnina að vopni. Við fengum hana í yfirheyrslu. „Hvað myndi Bjarni Ben gera?“ Kara Kristel í yfirheyrslu: Steingerður Sonja Þórisdóttir ritstjorn@dv.is Geislavirkir drykkir og tannkrem þar á meðal Geislavirkir drykkir og tannkrem Á fyrri hluta 20. aldar héldu margir að geislavirkni væri holl. Erfitt er að komast að því hver var sá fyrsti sem datt þetta í hug en víða í Evrópu og Banda- ríkjunum mátti nálgast geislavirkar vörur. Iðnjöfur- inn Eben Byers mun hafa drukkið þrjár flöskur af geislavirkum drykk á dag. Hann lést fimmtugur að aldri, kjálkalaus. Þýskir hermenn í síðari heimsstyrjöld notuðu einnig geislavirkt tannkrem. Vitamin water Þessa drykki má enn finna í búðum og enn halda sumir að þetta séu hollustudrykkir. Í einni flösku af drykknum má vissulega finna vítamín, en einnig 33 grömm af sykri. Hellisbúafæði Maturinn sem við borðum í dag er ekki alltaf sá heilsusam- legasti og því liggur í augum uppi að sniðugt sé að reyna að borða það sama og mann- kyn gerði á steinöld. Vandinn er hins vegar sá að slíkt mataræði er ekkert endilega hollara og getur jafnvel valdið höfuðverkjum og niðurgangi. Atkins-kúrinn Atkins-kúrinn var mjög vinsæll á árunum 2003 og 2004, þá áttir þú að hætta að borða brauð og kolvetni á borð við pasta og hrísgrjón en máttir borða feitan mat eins og beikon og ost. Fáir ef einhverjir náðu góðum langtímaárangri á kúrnum og Atkins- fyrirtækið varð gjaldþrota árið 2005. Borða í takt við blóðflokkinn Þú áttir sem sagt að borða í takt við blóðflokk þinn. Þeir sem eru í blóðflokki O áttu að borða mikið af dýraafurðum. Þeir sem eru í A áttu að borða mest af grænmeti og þeir sem eru í B mikið af mjólkurvörum. Þeir sem eru í AB áttu þannig að borða grænmeti og drekka mjólk. Þetta virkaði ekki sem skyldi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.