Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 58
58 lífsstíll 2. mars 2018 Átta daga ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu n Stórkostlegir áfangastaðir, frábær matur og vín n Hátt verðlag helsti gallinn Í srael hefur upp á margt að bjóða sem áfangastaður ferða­ manna. Nánast hvert sem aug­ um er litið eru sagnfræðilega merkilegir staðir, ef ekki frá mið­ öldum eða úr biblíusögunum þá úr samtímasögunni enda hefur fréttaflutningur um átök Ísrael og Palestínu dunið á heimsbyggð­ inni í marga áratugi. Blaðamaður DV brá sér í vikufrí til Ísrael með fjölskyldu sinni. Ritstjóri heimil­ aði beiðnina um vikufrí gegn því að fá ítarlegt innslag um ferðina á ferðasíðu næsta helgarblaðs! Það er algjör óþarfi fyrir ferðalanga að óttast um öryggi sitt í landinu en helsti gallinn er kannski sá að verðlag er frekar hátt. Haustið 2017 hóf WOW air beint flug til Tel Aviv í Ísrael. Þar sem ykkar einlægur er mikill aðdá­ andi framandi áfangastaða þá var það strax sett á dagskrá að nýta sér þetta framtak flugfélagsins. Tæki­ færið gafst í vetrarfríi grunnskól­ anna í Garðabæ en sveitarfélagið lokaði skólunum heila vinnuviku. Því passaði ágætlega að fara með fjölskylduna frá laugardegi til sunnudags. Það mætti æra óstöðugan að reyna að velja úr stöðum til þess að skoða í Ísrael og ekki síst vegna þess að sumir þeirra, eins og Jerú­ salem, krefjast margra daga ef vel á að vera. Að lokum komumst við að þeirri niðurstöðu að heimsækja fjóra staði. Þannig vildi til að fyrsti staðurinn á blað var utan Ísrael, borgin Petra í Jórdaníu. Síðan Jerú­ salem, Dauðahafið og fornaldar­ borgin Masada auk þess sem tveir síðustu dagarnir yrðu fráteknir fyr­ ir Tel Aviv. Svo hófst púsluspilið að skipuleggja skynsamlega dagskrá. Nú þegar ferðalagið er yfirstað­ ið þá vil ég reyna að greina frá því með veikum mætti hvernig til tókst og vonandi geta lesendur fund­ ið hér nytsamlegar ábendingar ef ske kynni að þeir vildu leggja land undir fót til landsins helga. 17. febrúar: Flogið til Tel Aviv – keyrt til Eilat við Rauðahaf. Yfirleitt eru ferðadagar frekar súrir, sérstaklega þegar um 6–7 klukkustunda flug er að ræða. Í stað þess að gista á hóteli í Tel Aviv þessa fyrstu nótt og þurfa síðan að keyra daginn eftir var ákveðið að keyra um fjögurra klukkustunda leið strax við lendingu. Ástæð­ an var sú að best er að fara yfir til Jórdaníu í gegnum landamærahlið við borgina Eilat. Það væri því ákjósan legt að hafa næturgistingu í Eilat og komast í dagrenningu að landamærunum. Þessi áætl­ un reyndi nokkuð á ökumanninn, sem er sá sem þessi orð skrifar, og var hann afar framlágur þegar á hótelið var komið. Afar hagstætt er að leigja bíl í Ísrael. Bíll fyrir fjóra einstaklinga í fimm daga kostaði rétt tæplega 15 þúsund krónur og þá var GPS­ leiðsögn innifalin. Almennt finnst mér skemmti­ legt að keyra um ný lönd og virða fyrir mér borgir, mannlíf og lands­ lag. Fljótlega eftir að lagt var af stað brast á myrkur og því sá ég bara veginn á meðan akstrinum stóð. Það helsta sem gladdi mig voru ítrekuð viðvörunarskilti um lausagöngu kameldýra. Þegar ég keyrði bróðurpart leiðarinnar til baka komst ég þó að því að útsýn­ ið var frekar einsleitt eyðimerkur­ landslag og því var fyrsti dagurinn ágætlega nýttur við akstur. Rúmlega 50 þúsund manns búa í Eilat og borgin er afar vin­ sæll áfangastaður ferðamanna út af fallegum ströndum, frábær­ um aðstæðum til köfunar og fjör­ legu næturlífi. Þegar keyrt er inn í borgina fær maður helst á tilf­ inninguna að maður sé að keyra inn í örútgáfu af Las Vegas enda blasa við ógnarstór upplýst hótel. Lítill tími gafst þó til að kanna Eilat betur því fjölskyldan var útkeyrð eftir erfitt ferðalag. 18. febrúar: Yfir til Jórdaníu – Safarí í Wadi Rum-eyðimörk- inni. Við vorum mætt við landamærin við dagrenningu og vorum alls ekki þau fyrstu. Nokkuð stórir hópar af ferðamönnum á vegum ísraelskra ferðaþjónustufyrirtækja voru á undan okkur. Dagsferðir til Petra frá Ísrael eru nefnilega mjög vinsælar og það var pakki sem við höfðum skoðað en ákveðið að nýta okkur ekki. Við vildum ekki vera föst með ung börn í fjölmennri skipulagðri ferð heldur skoða Petra á okkar hraða. Til þess að fá einhverjar tekj­ ur í kassann af „eins­dags­ferða­ mönnum“ innheimta Jórdanir 65 dollara skatt við landamærin. Þá er miðinn inn í Petra einnig dýr­ ari sem nemur um 60 dollurum. Þessi gjöld falla niður ef ferða­ langar gista tvær nætur eða fleiri í Jórdaníu. Þar með skapaðist hvati fyrir fjögurra manna fjölskyldu að gista í Jórdaníu því að auki er hótelgisting þar talsvert ódýr­ ari en í Ísrael. Niðurstaðan varð því sú að panta gistingu á hóteli í bænum Wadi Musa, sem er al­ veg við Petra, og nýta aukadaginn til þess að skoða Wadi Rum­eyði­ mörkina sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Óhætt er að mæla með báðum áfangastöðum. Landslagið í Wadi Rum er engu líkt. Bærinn Wadi Musa er þó frekar ómerkilegur. Það er þó upplifun að gista þar en við vorum fegin að yfirgefa bæinn. Varðandi ferðir þá höfðum sam­ band við hótel okkar í Jórdaníu og fengum starfsmenn þar til þess að sækja okkur og bóka ferð í eyði­ mörkina. Það reyndist lítið mál og var verðmiðinn fyrir fjölskylduna um 25 þúsund krónur en inni­ falið í því var allur akstur innan Jórdaníu, eyðimerkursafarí sem og hádegisverður með bedúínum í eyðimörkinni. Til samanburðar fengum við tilboð frá ísraelskri ferðaskrifstofu um svipaða ferð sem kostaði um 150 þúsund krónur, án jeppaferðar en með leiðsögn um Petra. Óhætt er að mæla með þeirri leið sem við völdum. Jórdanskur leiðsögumaður okkar, Assem – kallaður Awesome, var stórkost­ legur og gerði upplifunina eins­ taka. Hann átti góða vini meðal bedúínanna í Wadi Rum og fór með okkur í tjald til fjölskyldu einnar sem var aðeins nýbyrjuð að fá ferðamenn í mat. Okkur varð ekki meint af því stórkostlega fæði sem var eldað í tunnu í eyði­ merkursandinum. 19. febrúar: Rósaborgin Petra. Borgin Petra, Rósaborgin, var byggð af Núbíumönnum á fjórðu öld fyrir Krist, að því talið er. Hún er að mestu leyti grafin inn í kletta í hinum tilkomu mikla Arabah­ dal. Það er stórkostleg upplifun að skoða borgina, enda er um einstakt hönnunarundur að ræða. Til að komast að borginni er geng­ ið um afar þrönga en einstaklega fallega fjallasprungu þar til „Fjár­ hvelfingin“ (e. The Treasury) blas­ ir við. Fyrir lágmenningarsinna eins og sjálfan mig var mannvirk­ ið gert ódauðlegt í Indiana Jones­ myndinni The Last Crusade á árum áður. Boðið er upp á 1–3 daga miða til þess að skoða Petra. Fyrir okkur dugði einn dagur fylli­ lega og gátum við skoðað helstu mannvirki, eins og „Leikhúsið“ (e. The Theatre) og „Klaustrið“ (e. The Monastery). Það er ekki hægt að fjalla um upplifunina af Petra án þess að minnast á bedúínana sem herja á ferðalanga með gylli­ boðum um ýmiss konar ferðir á mismunandi reiðskjótum og á alls konar glingri. Þeir fara í taugarnar á mörgum, enda afar uppáþrengj­ andi, en undirritaður hafði stór­ kostlega gaman af þeim. Ferða­ málayfirvöld hafa meira að segja gripið til þess ráðs að gefa út verð­ skrá við miðasöluna að Petra þar sem eðlilegt verð fyrir ýmsar ferðir er útlistað. Sjálfur lét ég glepjast til að kaupa kameldýraferð, asnaferð og hestakerruferð fyrir börnin mín og hafði að sjálfsögðu ekki kynnt mér verðskrána. Í lok dagsins kom í ljós að ég hafði bara borgað rúm­ lega tvöfalt gjald fyrir allar ferðirn­ ar og tel ég það afar vel sloppið! Maður er nefndur Abdullah og var að öðrum ólöstuðum voldug­ asti bedúíninn. Við enduðum með að kaupa allar ferðirnar af honum og var hann því orðinn mikill vin­ ur okkar í lok dags. Hann spurði að lokum hvað ég vildi fá mörg kameldýr fyrir forkunnarfagra sambýliskonu mína. Ég tjáði Ab­ dullah mæðulega að ég hefði feng­ ið tilboð upp á þrjú kameldýr fyrir um áratug og spurði hann hvort frúin væri ekki fallin í verði. (Þetta er dagsatt. Stundum þegar ver­ ið er að skamma mig heima fyrir þá horfi ég dreyminn út í garð og sé fyrir mér stóð kameldýra). Ab­ dullah brosti þá út að eyrum svo glitti í saffrangular tennurnar og lét eftirfarandi orð falla: „Meiri reynsla, fleiri kameldýr“. Ég er að vona að ég sjái Abdullah aldrei aftur. 20. febrúar: Aftur til Ísrael – Dauðahafið og Masada. Það tók rúma tvo tíma að ferðast frá Wadi Musa og komast aftur yfir landamærin til Ísrael. Þar stukk­ um við upp í bíl og héldum áleiðis til Masada, fornrar borgar á toppi fjalls með mögnuðu útsýni yfir Á slóðum Arabíu-Lawrence Bláeygð og ljóshærð íslensk snót vakti mikla athygli í Jórdaníu. Hvert sem farið var kepptist fólk við að brosa til hennar og vefja slæðunni betur um höfuðið. Var klæðið í miklu uppá- haldi alla ferðina. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Stórkostlegt landslag Landslagið í Wadi Rum-eyðimörkinni er engu líkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.