Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Side 60
60 lífsstíll 2. mars 2018 Það leynast margar skemmtilegar snyrtivörur í eldhúsinu sem hægt er að nota í alls konar maska. Nokkur góð hráefni í maska eru : n Eggjahvítur n Hunang n Sítróna n Mjólk n Kókosmjólk n Sykur n Olíur n Matarsódi n Matarlím n Hafrar Ljúffengir hafraklattar Amöndu Fljótlegir og geymast vel Amanda Cortes, bloggari á öskubuska.is, deilir ljúffengri uppskrift að hollum hafraklöttum. Fljótlegt er að gera hafraklattana, þeir geymast í kæli í 5–7 daga og lengur í frysti. Hráefni: n 3 vel þroskaðir bananar n ¼ bolli eplamauk án viðbætts sykurs n 2 tsk. vanillu dropar n 2¼ bolli hafrar n ½ tsk. matarsódi n ½ tsk. lyftiduft n 1 tsk. kanill n ¼ tsk. salt n 1/3 bolli hnetur, fræ eða þurrkaðir ávextir Hægt er að nota hnetur, fræ og ávexti eftir smekk. Í þessari uppskrift notaði Amanda pekanhnetur, þurrkuð trönuber og sólblóma- fræ. Einnig er gott að strá smávegis af fræj- um yfir klattana áður en þeir fara í ofninn. Aðferð: Malið hafrana í blandara og hrærið þeim við matarsóda, lyftiduft, kanil og salt. Stappið saman banana, eplamauk og vanilludropa og blandið saman við þurrefnin. Að lokum er hnetum, fræjum og ávöxtum blandað saman við með sleif. Setjið deigið í bökunarform og stráið fræj- um yfir. Bakið við 180°C í 15 mínútur. Leyfið klöttunum að kólna áður en þið skerið þá niður í hæfilega stærð. n Einn færasti förðunarfræðingur landsins n Mikilvægt að nota kalt vatn til að loka húðinni T ara Brekkan Pétursdóttir er einn af færustu förðunarfræðingum landsins. Tara er menntaður förðunarfræðingur og hefur starfað við það í mörg ár. Tara opnaði Snapchat- reikning sem varð fljótlega gífurlega vin- sæll en þar gefur hún ýmis ráð sem snúa að heilbrigði húðarinnar og hársins auk þess sem hún leyfir fylgjend- um sínum að fylgjast með þegar hún farðar sig og aðra. Tara er hörku- dugleg og tók ákvörðun um að stofna sitt eigið fyrirtæki sem flytur inn og selur snyrtivörur. Ásamt því hannar Tara sína eigin augn- háralínu sem hún selur undir nafni verslunarinnar, Törutrix. Fylgjendur Töru vita að hún er mikil glimmer- kona og það er fátt sem Tara elskar meira en glimmer. Það var því við hæfi þegar Tara, ásamt vinkonu sinni Önnu, hóf útsendingar á hlaðvarpsþætti á Kjarnanum að nefna þáttinn Glim- merkokteillinn. Í þættinum fjalla þær vinkonur mikið um tabú mál- efni og þá sérstaklega í kvenna- málum sem þær telja mikla þörf á í samfélaginu. Blaðamaður spurði Töru hver hennar helstu og bestu förðun- arráð væru og hvort hún væri til- búin til að deila þeim með lesend- um DV. Það stóð ekki á svörum enda er Tara vel reynd og á mörg góð ráð í pokahorn- inu. n Húð okkar skipt- ir mjög miklu máli og þá sérstaklega að hreinsa hana, kvölds og morgna. Þá er ég ekki einungis að tala um ef þið eruð með farða á andlitinu heldur líka ef þið eruð ómáluð. Það leggst mikil meng- un, ryk og fleira, á húðina yfir daginn og það þarf að hreinsa hana af á kvöldin. Farði, eða meik, ver húðina í raun- inni fyrir þessari mengun. Það er að segja mengun- in leggst á farð- ann og þegar þið hreinsið hann svo af á kvöldin þá nær mengunin ekki að fara inn í húðina. n Mér finnst einstaklega mikil- vægt að nota kalt vatn til þess að loka húðinni. Eft- ir að húðin hefur verið hreinsuð með volgu eða heitu vatni þá opnar hún sig og hleypir óhreinindum út úr sér. En það sem gerist er að hún er líka opin gagnvart óhreinindum. Þá er best að skvetta köldu vatni yfir andlitið því það lokar húðinni. Þetta á einnig við um hárið. n Gott er að að mála augun á undan andlitinu. Ástæðan fyrir því er sú að það hrynur stundum augnskuggi niður undir augun og býr til skugga sem leggst á andlitið. Þá þarf oft að laga meikið og allt andlitið í heild. Ef þið byrjið á aug- unum verður húðin alltaf falleg. Tara Brekkan Tara farðaði sig í einhyrningsþema á öskudaginn síðasta. Snyrtivörur í eldhúsinu Tara Brekkan Pétursdóttir Þeir sem fylgt hafa Töru vita að hún elskar fátt meira en fallegt glimmer. n Það kannast margir við það að „klúðra“ því að setja á sig blaut- an eyeliner eða þá að varalitur- inn fer út af eða klessist. Fljótleg- asta ráðið við því er að nota ljósan hyljara og stífan bursta og hreinsa mistökin með hyljaranum. Ekki er gott að reyna að nudda þetta af því það verður oft verra og tekur lengri tíma að ná því af. n Til þess að finna farða í rétt- um lit er best að setja smá magn af meikinu á hökuna og miða við hálsinn. Við viljum sama lit á háls- inn og andlitið. Ekki setja farðann á handarbakið, það getur verið allt annar litur þar. n Mér finnst oft fallegustu snyrtiaðstöðurnar vera þær þar sem ekki eru notaðar sérstakar snyrtivöruhirslur heldur fallegir bollar, kertastjakar eða blómavas- ar. Það er gaman að nota ímynd- unaraflið og leika sér að því að út- búa persónulega snyrtiaðstöðu. Tara_makeupart Torutrix Torutrix Törutrix Samfélagsmiðlar Töru Þeir sem hafa áhuga á því að fylgjast nánar með Töru þá er hún dugleg á öllum þessum samfélags- miðlum : Að halda niðurfallinu hreinu Heimagert hreinsiefni sem virkar T il þess að koma í veg fyrir að niðurföll stíflist er mikil vægt að hreinsa þau reglulega og passa upp á reglulegt flæði. Auðvelt er að búa til heimagert hreinsiefni úr hrá- efnum sem eru til á flestum heim- ilum. Þetta hreinsiefni virkar sér- staklega vel á niðurföll sem eru sjaldan notuð eins og vaska og sturtur í gestabaðherbergjum. n Blandið saman ½ bolla af matarsóda og ¼ bolla borðsalti n Hitið 1 bolla af ediki n Hellið matarsódanum og saltinu vel ofan í niðurfallið og svo edikinu í kjölfar- ið. Blandan mun mynda froðu n Leyfið blöndunni að liggja í niðurfall- inu í 15 mínútur n Skolið í lokin með heitu vatni í að minnsta kosti 15–30 sekúndur Slakur að njóta og lifa? N ú þegar eru tveir mánuðir liðnir af árinu og tíminn heldur áfram að renna okkur úr greipum. Flestir hafa nú þegar gleymt nýjársheitum sínum og lagt markmiðin á hilluna, gerst styrktaraðilar líkamsræktar- stöðvanna og ekki enn búnir að klára bókina sem þeir byrj- uðu á. Það skal engan undra, enda lifum við á tímum háhraða og tækni. Allt virðist gerast á undraverðum hraða og áður en við vitum af verðum við stödd á elliheimilinu og minnumst góðu áranna. En hvað eru góðu árin? Nýlega varð orðið núvitund gríðarlega vinsælt. Fólk fór að velta fyrir sér hvað það væri sem raunverulega skipti máli og áttaði sig á að það væri ekki rándýri snjallsíminn eða hversu mörg „like“ það fékk á mynd- irnar sínar. Það hafa líklega all- ir velt þessu fyrir sér, lagt frá sér símann í örskamma stund og farið að fylgjast með umhverfi sínu. En þetta eins og svo margt annað, virðist vera einhvers konar tískubóla. Margar bækur, greinar og vangaveltur spruttu upp og allir og amma þeirra ákváðu að núna væri tíminn komin til þess að stunda núvit- und. Fljótlega fór þó að bera á því að myndir, stöðuuppfærsla og hvatningarorð fóru að birtast á öllum samfélagsmiðlum. „Bara heima að slaka og njóta“ og „Like-in skipta ekki máli, heldur líðanin“ eru til að mynda vinsæl orðatiltæki sem fóru skyndilega að birtast þar sem fólk reyndi að vekja athygli á því að það væri nú í raun og veru að slaka á og njóta í núvit- und. Við þjáumst af svakalegri hjarðhegðun og sama hversu mikið við reynum að telja okkur og öðrum trú um að okkur sé alveg sama hvað öðrum finnst, þá er það í langflestum tilfellum ekki satt. Það er því mjög líklegt að sama hvað við reynum að vera stödd í núinu, slaka á og njóta þá mun tæknin, forvitn- in, athyglin og „like“-in sem við fáum að öllum líkindum stjórna flestum okkar allt þar til við förum loksins á elliheimilið. En hver veit, kannski verða elliárin okkar þau góðu. Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.