Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Síða 62
62 fólk 2. mars 2018
Lítt þekkt ættartengsl
R
agnheiður Elín Árna-
dóttir, stjórnmála-
fræðingur og fyrrverandi
iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, hefur jafnan vakið
athygli fyrir skelegga framkomu
og fylgni við þau hugðarefni
sem hún berst fyrir. Núna leitast
hún ásamt fleirum við að varð-
veita Sundhöllina í Keflavík,
en hún býr í Reykjanesbæ
ásamt eiginmanni sínum, Guð-
jóni Inga Guðjónssyni fram-
kvæmdastjóra.
„Það skiptir engu hvar fólk
er búsett, gömul hús með sögu
varða alla landsmenn. Verk
Guðjóns Samúelssonar eiga þar
að auki sérstakan sess í hug-
um okkar og sögu,“ segir Ragn-
heiður meðal annars um Sund-
höllina.
Það sem ekki allir vita er að
mágur Ragnheiðar er Birgir
Örn Guðjónsson, lögreglu-
maður og nútímafræðing-
ur, Biggi lögga eins og hann er
best þekktur. Biggi hefur ein-
beitt sér að lögreglustarfinu frá
útskrift árið 2004, fyrir utan að
hann tók sér frí í fyrra og reyndi
fyrir sér í flugþjónsstarfinu með
góðum árangri. Í fyrra má segja
að hann hafi einnig reynt að
feta veg mágkonu sinnar, en
þá bauð hann sig fram í 3. sæti
suður fyrir Framsóknarflokkinn
fyrir alþingiskosningarnar.
Þau eru bæði virk á sam-
félagsmiðlum
og hafa pistl-
ar þeirra þar,
sem oft vekja
athygli og um-
tal, margoft
ratað í fjöl-
miðla, þar
á meðal
DV.
Stjórnmála-
fræðingurinn og
lögreglumaðurinn
Hverjum líkist þú mest? Allir segja að
ég svakalega líkur pabba mínum. Það er
ekki leiðum að líkjast. Pabbi er einstaklega
góður og klár maður, sönn fyrirmynd.
Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Diskó- og grúvmeistaraverkið September
með Earth Wind and Fire. Nú eða Euphoria
með Loreen, bara til þess að geta sagt í
Eurovision-partíum: „ah, já, ég samdi þetta
lag!“
Hver er fyndnasta „pick-up“ línan sem
þú hefur heyrt? Kannski ekkert endilega
fyndin. En þessi hefur verið notuð á mig, án
gríns. „Áttu tíkall? Mig langaði nefnilega að
finna tíkallasíma, hringja í mömmu þína og
þakka henni fyrir að hafa eignast þig.“ Þetta
fór ekkert lengra hjá okkur.
Borðarðu mat sem er kominn fram yfir
síðasta söludag? Alls ekki. Því miður. Það
er nefnilega alveg hægt að borða mat sem
kominn er fram yfir síðasta söludag og
það er hræðilegt að sóa mat. En ég virðist
haldinn einhverri „síðasta söludags fóbíu“
– matur er dauður fyrir mér á síðasta sölu-
degi! Þarf að vinna í þessu, því matarsóun
vil ég minnka!
Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en
er það ekki lengur? Karlmenn með strípur.
Ég fékk mér strípur í 10. bekk – eflaust eina
tískumeðvitaða ákvörðunin mín á þeim
tíma. Það var hræðilegt! Aldrei aftur …
aðallega vegna þess að ég er sköllóttur.
Hvað verður orðið hallærislegt eftir
5 ár? Ég er sérstakur áhugamaður um
gallabuxnatísku. Vissir þú að það eru bara
10 ár síðan allir voru í of stórum gallabuxum
og það þótti flott!? Menn gengu ofan á
skálmunum og buxurnar voru frekar poka-
legar. Skoðaðu bara myndir af ungu fólki
frá þessum tíma. Þannig að ætli þröngu
gallabuxurnar sem ég elska og eru í tísku
núna verði ekki orðnar frekar hallærislegar
eftir 5 ár? Við verðum kannski komin í útvítt
þá, eða smekkbuxur!
Hvað ættu allir að prófa að minnsta
kosti einu sinni í lífinu? Búa erlendis. Það
er öllum hollt að sjá landið sitt úr fjarlægð
og kynnast um leið menningu og lífsháttum
í öðrum löndum. Ég bjó í Bretlandi meðan
ég var þar í námi og á klárlega eftir að flytja
aftur út.
Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli
á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Ég hata að versla en elska að ferðast. Því
myndi ég væntanlega ganga inn á söluskrif-
stofu flugfélags (svona ígildi þess að fara
í verslun – annars, eru þær ennþá til? ) og
kaupa mér nokkrar flugferðir til einhverra
skemmtilegra staða. Ég reyni að láta ekki
líða meira en tvo mánuði á milli þess sem ég
ferðast eitthvert.
Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Vinum
mínum. Ég tilheyri einstaklega skemmti-
legum vinahóp sem finnst gaman að hlæja
saman. Við erum stundum byrjaðir að hlæja
áður en við hittumst!
Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að
hætta? Það er klárlega ósiður að drekka
kók og mér þykir einkar erfitt að hætta að
drekka það. Svo stelst ég stundum í ljós yfir
allra myrkustu mánuðina, desember, janúar
og febrúar – það er víst ekki hollt. Nú og svo
er tímaskyn mitt ekkert það besta þannig
að ég mæti stundum seint, sem er klárlega
ósiður.
Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Pípið í þvottavélinni. Það þýðir að ég þarf að
standa upp og sinna henni.
Hverju laugstu síðast?
„Ég er bara að finna stæði“ þegar ég var
orðinn alltof seinn á fund og ennþá á
leiðinni á áfangastaðinn.
Á hvern öskraðirðu síðast?Ég öskra ekki
á annað fólk því ekki vil ég láta öskra á
mig. En hins vegar öskra ég tvisvar í viku
með spinninghópnum mínum í World Class
Laugum. Við öskrum alltaf saman undir lok
tímans til þess að sleppa neikvæðri orku út.
Það er smá jógi í mér, þegar þannig liggur
á mér!
Um hvað varstu alveg viss þangað til
þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir
þér? Ég var eitt sinn viss um að ákveðin
manneskja væri sjúklega leiðinleg, aðallega
vegna þess að viðkomandi stríddi mér þegar
ég var yngri. Þegar ég kynntist svo mann-
eskjunni og þurfti að vinna verkefni með
henni þá kom það bara í ljós að hún var ekki
alslæm. Ég lærði þá líka að gefa fólki séns
og reyna að skilja hvaðan það er að koma.
Hvað er framundan um helgina? Það er
alltaf nóg um að vera. Árshátíðarvertíðin er
núna þannig að það er mikið um veislustjórn
og plötusnúðagigg. Ég er að fara að skemmta
lögfræðinemum á laugardagskvöld en á undan
ætla ég að sjálfsögðu að sjá Söngvakeppnina.
Á föstudagskvöld ætla ég að sjá George Micha-
el-„showið“ hans Friðriks Ómars í Hörpu, hlakka
mikið til. Þess á milli ætla ég að reyna að slaka
á og halda áfram að horfa á The Crown!
Í hverju finnst þér þú vera betri en
aðrir? Það er enginn betri en ég í því að
borða ís, tala og keyra bíl samtímis. Ég er
líka alltaf fyrstur með ísinn. Sannkallaður
ísbíltúrsmeistari! Þarna er jafnvel komin
hugmynd að keppni?
Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn
um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og
af hverju er hún þarna? „Úff, hvað það
er leiðinlegt veður úti! Hvað er í matinn í
kvöld?“ og hún er augljóslega þarna af því
að hún er meðleigjandi minn!
Hvernig myndirðu lýsa gulum lit fyrir
blindum manni? Skella „Walking on Suns-
hine“ með Katrina and The Waves á fóninn.
hin hLiðin
„Enginn betri en ég í því að borða ís, tala og keyra bíl samtímis“
Sigurður Þorri Gunnarsson er einstaklega skemmtilegur, athafna-
samur og tímatýndur. Hann starfar sem dagskrár- og tónlistarstjóri K100
og Retro 895, er með útvarpsþátt á K100 alla virka daga frá 9 til 12 og
er vinsælasti spinningkennari landsins, með tíma í World Class Laugum,
þar sem jafnan er biðlisti eftir hjóli. Hann gaf sér þó tíma milli dagskrár-
liða til að svara nokkrum undarlegum spurningum fyrir lesendur DV.
Einar í rusli
Einar Bárðarson, athafna-
maður og áður umboðsmað-
ur með meiru, virðist heillaður
af nýjasta æðinu á Norður-
löndum ef marka má stöðu-
færslu hans á Facebook. Þessi
stundartíska snýst um að
skokkarar tína upp rusl á leið
sinni. Þetta nefnist Plogging
og óskar Einar eftir íslenskri
þýðingu í Facebook-hópn-
um Skemmtileg íslensk orð:
„Að hlaupa og tína rusl er nýtt
æði í Skandinavíu. Það er kall-
að Plogging. Sem er jogging
og eitthvað sænskt orð um að
tína, bundið í eitt.“ Meðlimir
hópsins stinga upp á ýmsum
nýyrðum en mið-
að við fjölda
„læka“ virðist
„pikkskokk“
vera
hlutskarp-
ast.
Bragi fjórtándi – elsti stór-
meistari Íslandssögunnar
n Amma Bíbí krafði DV um umfjöllun n Skilur stóra bróður sinn eftir í sárum
Þ
að skiptast á skin og skúrir
í íslensku skáklífi. Á blað-
síðu fjögur í helgarblaði
vikunnar er greint stuttlega
frá lífshlaupi stórmeistarans Stef-
áns Kristjánssonar sem lést í vik-
unni, aðeins 35 ára að aldri. Að-
eins nokkrum dögum fyrr hafði
íslenskt skáksamfélag fagnað
innilega þegar góðvinur Stefáns,
alþjóðlegi meistarinn Bragi
Þorfinnsson, landaði síðasta stór-
meistaraáfanga sínum. Þar með
hafði Bragi uppfyllt allar kröfur
titilsins og verður að öllum líkind-
um formlega útnefndur stórmeist-
ari á þingi Alþjóða skáksambands-
ins í apríl næstkomandi.
Svo óþægilega vill til að Bragi
er litli bróðir greinarhöfundar sem
er sá eini á ritstjórn blaðsins sem
skrifar um skáktengd málefni að
einhverju leyti. Var það því stefna
blaðamanns að leyfa öðrum fjöl-
miðlum að greina frá afreki litla
bróður, sérstaklega í ljósi þess að
um árabil höfum við bræður keppt
að því hvor yrði fyrstur stórmeist-
ari og hafði litli bróðir betur. Það er
nógu þungur kross að bera fyrir af-
brýðisaman stóra bróður þótt ekki
þurfi maður að lofsyngja brósa í
fjölmiðlum líka.
Aðrir fréttamiðlar brugðust
þessu upplýsingahlutverki sínu
hrapallega og afleiðingarnar voru
þær að amma okkar bræðra, Krist-
björg Gunnarsdóttir – ætíð kölluð
Amma Bíbí, hefur hringt linnu-
laust í fulltrúa fjölskyldunnar í fjöl-
miðlum og krafið hann um um-
fjöllun. Amma Bíbí lagði grunninn
að skákferli okkar bræðra með því
að vera óþreytandi að safna pen-
ingum fyrir skákferðum til útlanda
á unglingsárum okkar og er því
mjög annt um að afrekum okkar
í skák séu gerð góð skil. Þeir sem
svara í símann hjá RÚV þekkja
hana örugglega með nafni. Það
er ekkert í veröldinni mikilvægara
en að hlýða ömmu sinni í einu og
öllu og því er tíðindunum hér með
kirfilega komið á framfæri á kostn-
að faglegrar nálgunar minnar sem
blaðamanns.
Ekki náðist í rígmontinn litla
bróður minn við vinnslu fréttar-
innar enda var það ekki reynt. Það
að slá því upp, þótt rétt sé, að hann
sé elsti Íslendingurinn til þess
að verða stórmeistari er aðallega
gert til að lækka aðeins í honum
rostann. Að einhverju leyti verður
maður þó að dást að honum enda
varð hann stórmeistari í skák sam-
hliða erfiðu starfi sem grunnskóla-
kennari og faðir þriggja ungra
barna. Á sama tíma tekst honum
að vera sæmilegur eiginmaður í
þokkabót. Svo er hann líka merki-
lega eðlilegur maður og það er
ekki öllum skákmönnum gefið. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Bragi Þorfinnsson Er elsti Íslendingurinn sem
verður stórmeistari í skák. Hann er sá fjórtándi
sem landar titlinum eftirsótta.