Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 12
12 16. mars 2018fréttir
K
anadíski uppistandarinn
York Underwood kom upp-
haflega til Íslands út af aug-
lýsingu frá Icelandair sem
hann sá í neðanjarðarlestakerfi í
Edmonton. Fyrirsögnin var ein-
faldlega „Komdu til Íslands, frá og
með 8. mars“. Svo hann ákvað ein-
faldlega að hlýða.
York Underwood var ekki einn
af þeim sem gjörsamlega heill-
uðust af landi og þjóð við fyrstu
heimsókn. Örlögin hafa þó hag-
að því svo að fjórum árum síðar er
hann hér enn, kvæntur íslenskri
konu og einn af vinsælli grínurum
landsins. Árin fjögur hafa þó ekki
verið átakalaus en árið 2016 var
hann fyrir mistök greindur með
meinvörp í ristli og taldi sig eiga ár
eftir. York segir okkur frá þessum
tveimur vikum af óvissu, barns-
björginni og töskunni alræmdu
sem skipti öllu máli en breytti svo
engu.
Hristi bara hausinn og rauk út
„Við vorum að halda upp á þakk-
argjörðarhátíðina. Ég er ekki
bandarískur en hélt upp á hana af
því ég missti af kanadísku þakk-
argjörðarhátíðinni sem er aðeins
fyrr, í október. Ég eldaði kalkún og
fjöldi vina kom til að fagna með
okkur. Daginn eftir leið mér alveg
hrikalega illa og ég var með mikla
verki í maganum, en ég þurfti að
vera með uppistand á fjáröflun
fyrir Rauða krossinn á skemmti-
staðnum Húrra. Ég var handviss
þarna um að útskýringin væri sú
að ég borðaði alltof mikið og væri
með meltingartruflanir.“
York mundi þá eftir að
hafa heyrt að jurtalíkjörinn
Fernet Branca gæti hjálpað við
meltingarvandmál og fékk sé
nokkur skot.
„En í hvert sinn fékk ég
stingndi verk. Þetta varð verra og
verra og ég var farinn að svitna,
að lokum gat ég varla hreyft mig.
Á þessum tímapunkti gat ég ekki
hunsað þetta lengur og fór upp á
spítala.“
Læknunum þar fannst hann
vera bólginn svo þeir ákváðu að
senda hann í tölvusneiðmynda-
töku. Þeir töldu mögulegt að eitt-
hvað hefði fest eða skorið vél-
indað eða að hann væri með
minniháttar magasár.
„Þarna hugsaði ég bara; já
ekkert mál, þetta reddast. Við
vorum líka búin að ákveða að
fara til Rússlands í desember. En
ég fór sem sagt í skannann og
Taldi sig eiga
n York Underwood var fyrir mistök talinn með fjögurra sentimetra æxli í ristlinum
n sagt að búa sig undir það versta n Varð að eignast ákveðna tösku áður en hann færi
ár efTir ólifað
Steingerður Sonja Þórisdóttir
ritstjorn@dv.is „Ég fékk stingandi verk. Þetta varð verra og verra og ég var farinn að svitna, að lokum gat
ég varla hreyft mig. Á þessum tímapunkti gat ég ekki
hunsað þetta lengur og fór upp á spítala.
M
y
n
d
ir
S
ig
tr
y
g
g
u
r
A
r
i