Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 58
58 16. mars 2018 T ónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verð- ur boðið upp á tónleika rúmlega 50 hljómsveita og listamanna á hátíðinni. Sónar tónlistarhátíðin hófst í Barcelona árið 1994 en nú, 25 árum síðar sækja rúmlega hund- rað þúsund tónlistarunnendur hátíðina á hverju sumri. Hátíðin er orðin að alþjóðlegu fyrirbæri en árlega fara Sónar hátíðir einnig fram í Istanbúl, Hong Kong, Bu- enos Aires, Bogóta og síðast en ekki síst, – Reykjavík. Sónar fagn- ar 25 ára áfanganum með pomp og prakt og er fyrsti viðkomustað- ur hátíðarhaldanna í Reykjavík, á fyrstu Sónar-hátíð afmælisársins. Ein af skrautfjöðrum hátíðar- innar í ár er breska hljómsveitin Underworld en hún er ein vin- sælasta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og hefur verið um árabil. Í tilkynningu frá hátíðinni segir að sveitin eigi sér fáar líkar þegar komi að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Under- world á að baki fjölmargar verð- launaplötur og smelli á borð við Push Upstairs, Dark & Long, 2 Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. TryllTu með Tra- inspoTTing Aðkoma þeirra að hinni geysi- vinsælu kvikmynd Trainspotting, með Ewan McGregor í aðalhlut- verki, hafði einnig sín áhrif á upp- gang hljómsveitarinnar fyrir tæp- um þremur áratugum en þar áttu þeir lagið Born Slippy sem óhætt er að segja að hafi staðið tímans tönn líkt og annað sem frá sveitinni kemur. Gaman er að geta þess að sama ár og Sónar var fyrst hleypt af stokkunum, það er 1994, kom Underworld einnig fram á Debut- tónleikum Bjarkar í Laugardals- höllinni, þá lítt þekktir rafpopp- arar. Í Bretlandi á hljómsveitin nú orðið gríðarlega stóran aðdáenda- hóp enda nýtur hún virðingar þar í landi og hlotnaðist meðal annars sá heiður að koma fram á og leik- stýra opnunarhátíð Ólympíuleik- ana í London árið 2012. Fólki FinnsT Harpa geggjuð Gyða Lóa Ólafsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi hátíðarinnar, er á sínu öðru starfsári með Sónar en hún segir afmælishátíðina leggjast einstaklega vel í hóp þeirra sem að henni standa. „Það er svo gaman að fá að halda þessa hátíð í Hörpu enda húsið með eindæmum fallegt,“ segir Gyða glöð í bragði. Hún seg- ir aðsókn erlendra gesta aldrei hafa verið meiri en í ár enda þyk- ir íslenskt tónlistarlíf og tónlistar- menning nokkuð einstök. „Fólki finnst Harpa alveg geggj- uð og ótrúlega spennandi að upp- lifa tónlistarhátíð í þessu húsi. Há- tíðargestum þykir stærð hússins líka mjög heppileg en hér er stutt að rölta á milli viðburða saman- borið við margar sambærilegar hátíðir erlendis. Svo finnst erlendu gestunum auðvitað mjög tilkomu- mikið að vera hérna við sjóinn og horfa Esjuna.“ sérsTakur sónar-gjald- miðill Til að sTyTTa raðir Gyða segist sérstaklega spennt fyr- ir því að kynna sérstakan token- gjaldmiðil á hátíðinni en slíkt er mjög algengt á stórum viðburð- um erlendis og kemur í veg fyrir að langar raðir myndist þegar fólk er að kaupa sér veitingar. „Með því að nota þessi token, sem eru eins konar litlir plastpeningar, sleppur fólk við umstang og bið. Það kaup- ir sér bara þessi token og notar yfir hátíðina en við verðum með sölu- stöðvar á fjórum stöðum í Hörpu.“ Áhugi og ást á tækniframför- um hefur lengi loðað við þau sem elska raf- og danstónlistarsenuna en þetta tvennt fer gjarnan hönd í hönd. Á Sónar fá tækninördin eitthvað fyrir sinn snúð en undir merkjum Sónarspils fara fram þrjú námskeið sem öll eru opin al- menningi. Í þessari hliðardagskrá verður framúrstefnuleg sýndar- veruleikareynsla sett í gang, stjórntæki framtíðarinnar prufu- keyrð og listrænar vefsíður sýnd- ar svo fátt eitt sé nefnt. Þá geta áhugasamir lært að búa til sínar eigin fjarstýringar og kennslan er ókeypis þótt einhver efniskostn- aður falli til. eins og sTórkosTleg Tískusýning Líkt og flestir vita er danstón- listarsenan eins og við þekkj- um hana orðin um þrjátíu til fjör- tíu ára þótt raftónlistin sé miklu eldri. Segja má að upptök senunn- ar megi rekja til Acid House-reif- anna svokölluðu sem spruttu upp í Chicago milli 1980 til 1990. Þá tóku dansglaðir sig saman og settu upp danspartí, helst á afviknum stöðum, til dæmis í tómum vöru- skemmum, svo var dansað fram á morgun við raftónlist. Menn- ingin barst fljótlega til Bretlands en Underworld var til að mynda upphaflega stofnuð árið 1980 og forsprakkar hennar, Carl Hyde og Rick Smith, eru nú báðir í kringum sextugt. „Þetta er ótrúlega lifandi og skemmtileg sena og á Sónar-há- tíðina kemur alls konar fólk sem er á öllum aldri,“ segir Gyða og bæt- ir við að sérstaklega gaman sé að virða fyrir sér klæðaburð gestanna sem margir hverjir leggi greinilega upp úr smartheitunum. „Týpurnar sem sækja hátíðina heim eru alls konar og á köflum verður Sónar- hátíðin eins og stórkostleg tísku- sýning í leiðinni,“ segir Gyða Lóa að lokum. undirheimastrákar Hljómsveitin Und- erworld var stofnuð í Bretlandi árið 1980 en forsprakkarnir eru 57 og 60 ára. Þeir ætla að trylla landann á Sónar um helgina. Mynd Perou SexTugir undirheimaSTrákar á Sónar reykjavík Tónlistarhátíðin fagnar 25 ára afmæli í hörpu um helgina Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is „Fólki finnst harpa alveg geggjuð og ótrúlega spennandi að upplifa tónlistarhátíð í þessu húsi. gyða lóa ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.