Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 49
sakamál 4916. mars 2018 Öðrum verði sem bar þar að, John Solberg, datt það snjallræði í hug að hæða fangana og mana þá í að yfirgefa skrifstofuna. Honum til mikillar undrunar gerðu þeir það. „Komum strákar. Þeir skjóta ekki ef við höfum Larkin og Ryan,“ öskraði Davis. Í þéttum hnapp yfirgáfu glæpa- mennirnir skrifstofuna og Cannon og Eudy héldu hnífum sínum þétt að hálsi fangelsisstjórans. „Við drepum Larkin ef þú lætur okkur ekki fá riffilinn þinn,“ hróp- aði Davis til Bradys. Blýfylltar kylfur og kutar á lofti „Komið aðeins undan þak- skegginu, svo ég sjái,“ kallaði Brady á móti. Fangar sem voru í fangels- isgarðinum upphófu þá hróp og háreysti og verðir með brugðnar, blýfylltar kylfur réðust til atlögu við Davis og félaga. Kylfur brutu bein og það glampaði á blöð hnífa uppreisnarfanganna. Larkin var stunginn og skorinn af Cannon og hneig til jarðar. Byssuskot hitti Clyde Stevens á milli augnanna og „Mad Dog“ Stevens var dauður áður en lík- aminn snerti jörð. Vörður að nafni James Kearns særðist illa. Úr einum turninum, númer 21, voru R.T. Howard og Albert Strong. Þeir höfðu góða yfirsýn og nýttu sér hana óspart. Slíkt hið sama gerði Harry B. Trader í turni númer 13. Markviss skothríð Banvæn og hnitmiðuð skot þeirra hittu skotmörk sín. Kucharski tók sinn hinsta andardrátt og Barnes fékk skot í bringuna. Eudy féll til jarðar þar skammt frá og Kessel fékk skot í gegnum hálsinn. Dav- is fékk blýfyllta kylfu í höfuðið og hann féll til jarðar með brákaða höfuðkúpu. Þegar þarna var komið sögu var búið að berja alla meðvit- und úr Cannon. Skyndilega skall á dauðaþögn ef undan eru skildar sársaukastunur og vein særðra og deyjandi. Þessi blóðugi sunnudagur í Folsom hafði nánast runnið sitt skeið. Hinir lifandi og hinir dauðu Á spítala litu læknar á áverka Lark- ins, Ryans, Kearns og þeirra fimm fanga sem enn voru í tölu lifenda, Barnes, Kessels, Davis, Cannons og Eudys. Þegar upp var staðið varð lífi Larkins ekki bjargað, en Kearns og Ryan, sem hafði verið stunginn sjö sinnum, lifðu af. Sömu sögu er að segja af þeim fimm sjömenn- inganna sem særðust. Þrátt fyrir að útlitið væri ekki gott fyrir þrjá þeirra; Barnes, Kessel og Eudy, þá náðu þeir allir það góðri heilsu að hægt var að rétta yfir þeim og taka þá af lífi árið eftir. Byggt á frásögn Jacks Whelan, ritara fangelsisstjórans n Það gat hann að sjálfsögðu aðeins í takmarkaðan tíma og að lokum tók hann andköf og stundi: „Þetta er slæmt.“ Tveir plús einn Wesley Eudy og Fred Barnes fylgdu í fótspor félaga sinna 9. desember og 16. desember steig Ed Davis sín hinstu skref, einn síns liðs, inn í gasklefann nýja, sem þó hafði sannað gildi sitt. n 11. desember, 2012, var Manuel „Manny“ Pardo yngri tekinn af lífi í Flórída. Honum var gefin banvæn sprauta. Manny hafði verið lög-reglumaður, en gengið brösuglega að halda sig á vegi dyggðarinnar og var rekinn um síðir fyrir hrottaskap í starfi. Árið 1986 stundaði Manny rán af miklum móð og varð níu manns að bana samhliða þeirri iðju. Uppreisn í Folsom-FangelsinU n Sjö fangar í Folsom ákváðu að brjótast út í frelsið n Við tók blóðug atburðarás n Verðirnir voru afburðaskyttur n Blýfylltar kylfur og beittar breddur „Að lokum tók hann andköf og stundi: „Þetta er slæmt.“ Gasklefinn í Quentin-fangelsinu Nýi klefinn í Folsom var með svipuðu sniði, tók tók fanga í senn. Skytturnar þrjár Albert J. Strong, R.T. Howard og Harry B. Trader hittu það sem þeir miðuðu á. Jack Whelan Símtal hans og Larkins bjargaði því sem bjargað varð.„Við ætlum okk- ur út, skilurðu það – jafnvel þótt ég þurfi að drepa til þess. Ed Davis.Fred Barnes.Bennie Kucharski.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.