Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 47
sport 4716. mars 2018
Til sölu tveir Ford Transit
460, 18 manna.
Árgerð 2017, eknir aðeins
7000 km.
Verð aðeins 4.690.000
stgr, án vsk.
Nánari upplýsingar hjá Braut
bílasölu sími 587-6600 og
Bílahöllinni hf., sími 567-4949
F
yrsta HM-keppnistreyja Ís-
lands í knattspyrnu hefur
litið dagsins ljós. Búningur-
inn er hannaður með þarfir
og óskir leikmanna að leiðarljósi.
Það er ERREA sem framleiðir bún-
inginn í eigin verksmiðju í Evrópu.
Búningurinn var kynntur við há-
tíðlega athöfn á Laugardalsvelli
í gær, fimmtudag, en á svæðinu
voru Heimir Hallgrímsson, Guðni
Th. Jóhannesson, forseti Íslands,
og fleiri gestir.
Ítalskur Íslandsvinur
Leitað var til hönnuða bæði ís-
lenskra og erlendra og þá var
einnig tekið tillit til óska landsliðs-
fólksins okkar, varðandi snið og
efni. Margar skemmtilegar hug-
myndir komu fram. Fyrir valinu
varð hönnun ítalska íþróttavöru-
hönnuðarins Filippo Affani, þar
sem hans hönnun þótti koma best
út miðað við þarfir og óskir. Til
gamans má geta þess að Filippo
er mikill Íslandsvinur og flaggar
til að mynda alltaf íslenska fánan-
um þegar landsliðið okkar spilar.
Horft var til einkenna landsins og
unnið með eldinn og ísinn. Treyjan
á að endurspegla kraftinn sem býr
innra með þjóðinni og áræðnina
þrátt fyrir smæð. Innan á kragan-
um er að sjálfsögðu að finna mön-
tru landsliðsins „Fyrir Ísland“, sem
lýsir vel þeim hug sem leikmenn
landsliðanna okkar bera þegar
þeir ganga inn á keppnisvöllinn og
leggja allt í sölurnar fyrir Ísland.
Forsetinn sáttur
Hr. Guðni Jóhannesson, forseti
Íslands, tók við fyrstu treyjunni
úr hendi formanns KSÍ og sagði
við það tilefni: „Upp er runnin
söguleg stund þegar ég tek nú við
fyrstu treyjunni sem spilað verð-
ur í á fyrsta heimsmeistaramóti
í knattspyrnu sem Ísland tekur
þátt í. Það sem skiptir þó meira
máli eru þeir sem verða í henni
– við þurfum að finna stoltið og
gleðina sem fylgir því að spila
fyrir Ísland. Takk – treyjan lítur
vel út – þar með er það ákveðið,“
sagði Guðni Th.
Formaður KSÍ spenntur
Errea og KSÍ hafa átt farsælu sam-
starfi að fagna lengi, enda hefur
Errea verið einn helsti stuðnings-
aðili KSÍ í
mörg ár eða
allt frá ár-
inu 2002.
„Þetta er
stund sem
margir hafa
beðið eftir, enda
búningur, eða treyja,
sem meirihluti þjóðarinnar
mun líklega klæðast í sum-
ar. Við erum gríðarlega sátt
við útkomuna, enda var tek-
ið tillit til allra okkar þarfa við
hönnun treyjunnar og hún er
flott,“ segir Guðni Bergsson,
formaður KSÍ.
Errea svarar eftirspurn
þjóðarinnar
„Við erum gríðarlega stolt
í dag þegar við afhendum
fyrstu treyjurnar. Það er
ekki einfalt að hanna og
framleiða keppnistreyju
landsliðs þar sem taka þarf
tillit til óska og þarfa þeirra
sem verða í henni. Treyjan á
að endurspegla kraftinn sem býr
innra með þjóðinni og áræðnina
þrátt fyrir smæð,“ segir Þorvald-
ur Ólafsson, framkvæmdastjóri
Errea á Íslandi. „Eftir EM-ævin-
týrið árið 2016 erum við hjá Errea
reynslunni ríkari og munum
leggja okkur fram um að svara
eftirspurn þjóðarinnar og tökum
þannig þátt og styðjum strákana,“
segir Þorvaldur. n
Guðni Th. fékk
fyrstu treyjuna
n Nýr búningur kynntur í gær n Verður notaður á HM í Rússlandi
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
„Það sem skiptir þó meira máli eru þeir sem
verða í henni – við þurfum að finna stoltið og
gleðina sem fylgir því að spila fyrir Ísland.
Umdeild
Það er ljóst að
treyjan verður
umdeild til að
byrja með eins
og allar treyjur
landsliðsins
síðustu ár.
Varabúningurinn Eins og síðustu ár er
það hvítur varabúningur sem Ísland notar.
Glaður
Guðni Th.
fékk fyrstu
treyjuna og
var sáttur
við hana.
Mynd SiGtryGGUr Ari