Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 70
70 fólk 16. mars 2018
A
f hverju er hið alsjáandi
auga á SS-skinkunni
minni?“ Með þessum orð-
um hófst skeyti Isabel
Diana Jaskolski á Facebook-hóp
sem er vinsæll meðal útlendinga
sem flust hafa til Íslands. Með
skeytinu fylgdi mynd af skinku-
bréfi frá SS þar sem sjá má þrjú
tákn sem myndu sóma sér vel
í Dan Brown-skáldsögu. Óhætt
er að segja að skeytið hafi vakið
mikil viðbrögð í hópnum og sam-
særiskenningar fóru þegar á flug,
flestar í léttum tón. Kvaðst Isabel
ætla að komast til botns í málinu
og skrifaði hún því Sláturfélaginu
bréf. „Ég er þýsk og ég hélt að ég
myndi aldrei í lífinu stíla bréf á SS,“
sagði Isabel hress þegar blaða-
maður hafði samband við hana og
óskaði eftir leyfi til að birta bréfið
sem er kómískt í meira lagi. Það
var auðsótt.
Bréf Isabel
Kæra SS (nr.1 yfir hluti sem ég hélt
að ég myndi aldrei skrifa)
Á dögunum keypti ég SS-skinku
út í búð (nr. 2 yfir hluti sem ég hélt
að ég myndi aldrei gera). Ég rak þá
augun í einkennileg tákn og fór að
velta fyrir mér af hverju morgun-
verðaráleggið mitt þyrfti hið alsjá-
andi auga.
Eins og allir eðlilegir Íslendingar
leitaði ég að svarinu á Facebook og
spurði aðra útlendinga ráða. „Af
hverju er skinkan mín dularfyllri
en svæði 51 (e. Area 51)?“
Svörin voru margs konar og ég
var nokkuð sátt við þau. Mér fannst
mér þó bera skylda til að rannsaka
málið frekar og komast að endan-
legri merkingu hinna dularfullu
tákna. Ég skuldaði sjálfri mér það,
kjötætunum í fjölskyldu minni og
alþjóða samfélaginu.
Ykkur til hægðarauka þá lét
ég fylgja með þær skýringar sem
kollegar mínir frá útlöndunum
töldu líklegar. Þið getið merkt x við
þær skýringar sem eiga við:
Táknin litu dagsins ljós árið
2004
Í framhaldi af því hafði blaðamaður
samband við SS og forstjóri félags-
ins, Steinþór Skúlason, svaraði. Í
ljós kemur að hann er höfundur-
inn að útliti umbúðanna. Að hans
sögn fóru táknin fyrst að birtast á
umbúðum fyrirtækisins árið 2004
sem kollvarpar kenningum blaða-
manns um óbrigðula athyglisgáfu
sína. Praktískar ástæður lágu þar
að baki að sögn Steinþórs. „Við
ákváðum að setja íslensk fjöll á
framhlið umbúðanna okkar enda
fannst okkur þau passa vel við
gildi fyrirtækisins, þjóðlega hefð
og gæði,“ segir Steinþór. Að sama
skapi þótti mikilvægt að neytend-
ur gætu séð bakhlið kjötáleggsins
svo að enginn héldi að verið væri
að fela ljótar sneiðar, allt væri upp
á borðinu.
Ekki „Illuminati“ að verki
„Fyrst voru sett göt í mynd-
skreytinguna svo bakhliðin sæist.
Þau litu út eins og tóftir á höfuð-
kúpu og þannig kom upp sú hug-
mynd að setja myndskreytingu í
götin. Hún var viljandi höfð frekar
dauf og með smá dulúð,“ segir
Steinþór.
Þannig var komist að þeirri
niðurstöðu að vera með níu
myndskreytingar á umbúðun-
um. Þau samanstanda alltaf af
sömu tveimur myndunum neðst
og 9 mismunandi táknum efst. „Ef
fólk vill túlka þetta þá má segja
að neðsta myndin sé augljóslega
jörðin, maðurinn er miðmyndin
og efst eru mismunandi tákn sem
öll tengjast hugmyndum manns-
ins um sköpun,“ segir Steinþór.
Þannig mætti segja að vörur SS
komi frá jörðinni og maðurinn
skapi þær með hugviti sínu.
„Við tökum enga afstöðu til
einstakra tákna og í þessu felst
enginn boðskapur,“ segir Steinþór.
Bendir hann á að sömu tákn sjáist
víða, meðal annars í skjaldarmerki
Mosfellsbæjar. Steinþór segir að
reglulega berist fyrirspurnir til
Sláturfélagsins um táknin á um-
búðunum. „Við lendum í alls konar
samsærisumræðum. Að þetta sé
leynireglan Illuminati að verki og
svo framvegis. En það er ekki svo,
þetta var ég einn að verki,“ segir
Steinþór kíminn. n
Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja
heita annað en Páll Óskar eða vera annað
en söngvari? Ég er svo ánægður með nafnið
mitt og starfið mitt að ég myndi ekki vilja
breyta neinu.
Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum
sem er ekki kennt þar núna? Samskipti, sam-
töl, námstækni, kenna krökkum að klára það
sem þau byrja á og að kenna þeim tilfinninga-
legan orðaforða og að þjálfa þau í að tala um
tilfinningar sínar og tala þær út, bæði strákum
og stelpum.
Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf
spilað um leið og þú gengir inn í herbergi
allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Love
Hangover með Diönu Ross.
Hvað er það furðulegasta sem þú hefur
keypt? Mér finnst það ekkert furðulegt en þér
kannski finnst það. Ég á tvö sett af hátölurum
sem þarf að tengja sérstaklega við kvikmynda-
sýningarvélar, þetta eru analog hátalarar og
ekkert stafrænt virkar í gegnum þá, eldgamlir
hátalarar sem ég keypti í gegnum eBay. Skiptir
þig engu máli en mig miklu máli.
Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Þú ert nú alveg frábær en hún Diddú systir þín er
nú alveg stórkostleg.
Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu,
þótt þú þekkir þá ekki persónulega? Já,
hiklaust. Ég segi hæ og er meganæs.
Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að
hætta? Að baða út höndunum eins og ég sé að
stjórna einhverri ósýnilegri umferð.
Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu,
hvernig hljómaði það? Lifðu og leyfðu öðrum
að lifa.
Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu
lagi en frábærir saman? Lakkrís og mjólk.
Hver er fyndnasta „pick-up“-línan sem þú
hefur heyrt? Það pikkar mig enginn upp.
Hvað er löglegt í dag en verður það líklega
ekki eftir 25 ár? Ég held það verði óheftur
aðgangur fólks að internetinu.
Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Sem betur fer engin, ég hef alltaf haft gaman í
vinnunni, öllum störfum sem ég hef sinnt.
Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppend-
ur ættu að leika ölvaðir? Listdansi á skautum.
Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að
breyta í söngleik? Gone With the Wind.
Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið? I Will
Survive.
Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að
hafa haldið upp á? Ekkert, ég á ekkert „quilty
pleasure“.
Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu,
undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Cotton Eye Joe, ég kann dansinn við það þannig
að það hlýtur að geta bjargað lífi mínu.
Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Pink
Flamingos eftir John Waters með Divine. Sá
hana fyrst 1988 og hún er árviss viðburður á
björtum íslenskum nóttum þegar ég get ekki
sofið. Horfi minnst einu sinni á hana á hverju
sumri og kemst inn í ákveðna hliðarveröld.
Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja,
þótt þú hafir aldrei hitt hann? Madonnu.
Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í
heiminum á þínum líftíma? Internetið, það er
mesta bylting mannkynssögunnar sem ég hef
fengið að upplifa.
Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Klór
með fingranöglum á krítartöflu.
Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa
misst af? Ég sé eftir að hafa aldrei fengið að
sjá Michael Jackson á tónleikum.
Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja
eiga sem vin? Vondu drottninguna í Mjallhvíti,
hún er langmest spennandi.
Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við
þyrftum að breyta? Má maður ekki segja
Grænland?
Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti
einu sinni í lífinu? Fara í heimsreisu, í alvöru.
Nú gengur mörgæs með kúrekahatt inn um
dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er
hún þarna? Afsakið það sprakk dekk á bílnum
mínum get ég fengið að hringja hjá þér.
Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama
daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast,
Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands
hönd og Donald Trump vera myrtur. Hver
væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu
daginn eftir? Frikki Dór fríkar út af Lagar-
fljótsorminum og Donald Trump gæti ekki verið
meira sama.
Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Við
lifum til að læra.
Hvað er framundan um helgina? Frumsýning
á Rocky Horror. Öll orkan, hvert einasta rauða
og hvíta blóðkorn í mér fer í þessa sýningu.
„Það pikkar mig enginn upp“
Páll Óskar Hjálmtýsson verður
48 ára í dag, föstudaginn 16. mars,
en hann hefur lítinn tíma til að
halda upp á afmælið, því í kvöld
bregður hann sér í gervi Frank-N-
Furter á frumsýningu Rocky Hor-
ror í Borgarleikhúsinu. Páll Óskar
endurtekur þar hlutverkið 27 árum
eftir að hann steig á svið í uppfær-
slu Leikfélags Menntaskólans við
Hamrahlíð. Páll Óskar gaf sér tíma
milli lokaæfinga til að svara símtali
og nokkrum spurningum fyrir
lesendur DV.
Páll Óskar Hjálmtýsson Ellefta
boðorðið: „Lifðu og leyfðu öðrum að lifa“
MyND SIgTryggur ArI
hin hliðin
Bjartur
bæjarstjóri
S
vanasöngur stjórnmála-
flokksins Bjartrar fram-
tíðar ómaði hugsanlega
í vikunni þegar Björt
Ólafsdóttir, formaður flokks-
ins, staðfesti að ekki yrði boðið
fram undir merkjum flokksins
í Reykjavík í vor. Össur Skarp-
héðinsson var fljótur til og skrif-
aði nöturleg minningarorð um
flokkinn þar sem niðurstaðan
var sú að pólitísk arfleið hans
væri engin. Björt svaraði Össuri
fullum hálsi og kallaði hann
meðal annars krúttmús. Ólík-
legt er að hinum aldna pólitíska
ref hafi oft verið líkt við nag-
dýr, eða að minnsta kosti ekkert
mjög oft.
Eins og margir vita er Björt
Ólafsdóttir yngri systir körfu-
boltakappans og fjárfestisins
Fannars Ólafssonar. Faðir Bjart-
ar og Fannars er Ólafur Einars-
son, handboltakappi með
meiru. Albróðir Ólafs er Gunnar
Einarsson, bæjarstjóri í Garða-
bæ. Pólitískur ferill Gunnars
er á blússandi siglingu en ný-
verið var tilkynnt að hann
yrði áfram bæjarstjóraefni
Sjálfstæðismanna í
Garðabæ í komandi
sveitarstjórnar-
kosningum. Skip-
ar Gunnar 8. sætið
á lista Sjálfstæðis-
flokksins í
Garða-
bæ.
lítt þekkt ættartengsl
Björt
Ólafs-
dóttir
Tilkynnti
um form-
legt andlát
Bjartrar
framtíðar í
vikunni.
gunnar inarsson Gunnar er
föðurbróðir Bjartar Ólafsdóttir. Hann
sækist eftir endurkjöri sem bæjarstjóri
Garðabæjar í komandi sveitastjórnar-
kosningum.
Ása úr
Mammút á
von á barni
Ása Dýradóttir, bassaleikari
Mammút, á von á barni ásamt
kærasta sínum, Árna Hjörvari,
bassaleikara bresku indírokksveit-
arinnar The Vaccines. Má því velta
fyrir sér hvort mögulega sé von á
næsta ofurbassaleikara Íslands.
Ása bar af á Íslensku tónlistar-
verðlaununum í vikunni í stór-
glæsilegum kjól úr nýjustu línu
Hildar Yeoman, Venus, sem verð-
ur einmitt frumsýnd í dag.
Mammút var tilfnefnd í sex
flokkum á verðlaununum og vann í
tveimur þeirra, fyrir bestu plötuna
og besta lagið. Ása skrifar þó í færslu
á Facebook að von sé á stærstu
verðlaununum í ágúst þegar áætlað
er að frumburður hennar og Árna
Hjörvars komi í heiminn.
„Ég er þýsk og ég hélt að ég
myndi aldrei í lífinu stíla bréf á SS“
Torkennileg tákn á umbúðum Sláturfélags Suðurlands vekja undrun í samfélagi útlendinga á Íslandi
Isabel Diana Skildi ekkert í því af
hverju hið alsjáandi auga var á
SS-skinkunni hennar.
o Við höfum verið valin
o Það voru geimverurnar
o Það voru þær
o Þetta er markaðsbrella fyrir ókeypis
auglýsingu eins og þessa
o Frímúrarar eiga fyrirtækið
o Guðlegt hráefni fyrir alla
o Blóð Krists er í vörunum.
o SS = Spiritus Sanctis. Amen systir
o Gaurinn sem á SS er mjög hjátrúarfull-
ur og vildi alls konar tákn og læti
o Sannleikurinn er þarna úti
o Ef þú veist það ekki núna þá getum
Tákn „Af hverju er hið alsjáandi auga
á skinkunni minni?“ spurði hin þýska
Isabel Diana Jaskolski á Facebook. Í
kjölfarið gerði hún það sem hún hélt að
hún myndi aldrei gera, stíla bréf SS.
við ekki sagt þér það. Þú veist þegar
of mikið
o Til þess að vinna í SS þarft þú að fara
í gegnum satanískt inntökuferli þar
sem þú lofar að segja engum hvað er
í kjötinu
o Annað (vinsamlegast skýrið það
frekar)