Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 62
62 16. mars 2018 S ex kílómetra frá Þjóð- vegi 1, nánar tiltekið við Strandgötu 1 á Hvamms- tanga stendur veitinga- staðurinn Sjávarborg en hann er rekinn af þeim hjónum Hrund Jóhannsdóttur og Gunnari Páli Helgasyni. „Við opnuðum staðinn í mars 2015 en forsöguna má rekja til foreldra minna sem hófu rekstur ferðaþjónustunnar Gauksmýri fyrir rúmlega tuttugu árum. Fyrir þremur árum auglýsti svo sveitar- félagið eftir rekstraraðilum til að sjá um skólamötuneytið í grunn- skóla Húnaþings vestra og reka veitingastað samhliða því. Eini veitingastaðurinn á svæðinu á þeim tíma var söluskálinn sem bauð bara upp á skyndibita, sem er gott og gilt, þótt gaman sé að bjóða upp á fleiri möguleika og breiðara úrval. Foreldrar mín- ir fengu verkið en við maðurinn minn komum inn í reksturinn árið 2016 og tókum fljótlega alfarið við daglegum rekstri.“ Hrund segir þau hjónin bæði hafa mikinn metnað fyrir því að elda ferskan mat og helst reyni þau að sækja hráefnin á næstu bæi, landbúnaðarafurðir og ann- að. „Við erum með frábært starfs- fólk sem hefur veitt okkur inn- blástur í þessum efnum, – og þótt það hljómi svolítið sveita- lega, þá viljum við alls ekki vera neitt síðri en bestu veitingastað- irnir í Reykjavík,“ segir Hrund og bætir við að umhverfið og hönnun staðarins hvetji þau til að gefa ekk- ert eftir í metnaðinum enda hvort tveggja nýstárlegt og fallegt. „Sjávarborg er staðsett alveg við fjöruna í Hvammstanga, á efri hæð Selaseturs Íslands, og því fannst okkur nærtækast að bjóða aðallega upp á sjávarfang. Stund- um koma líka hvalir syndandi inn í fjörðinn, sérstaklega á haustin, og þá er bara hægt að horfa á þá út um gluggann á veitingastaðnum. Stundum horfir fólk svo mikið út á sjó að maður þarf að láta það vita að maturinn sé kominn á borðið,“ segir Hrund og skellir upp úr. Húsið þjónaði áður þeim til- gangi að vera frystihús fyrir gamla sláturhúsið í bænum en Kaupfé- lag Vestur-Húnvetninga á sjálfa bygginguna. „Borðin eru smíðuð úr bobb- ingum, ljósin í loftinu eru gamlar kræklingabaujur, barinn er steypt- ur úr fjörugrjóti, krókarnir sem kjötið hékk á eru nýttir sem fata- hengi og svo mætti lengi telja. Það er mjög gaman að skoða hvernig allir þessir hlutir hafa fengið nýtt hlutverk í breyttu samhengi og við erum mjög ánægð með útkomuna og stolt af henni.“ Hver er vinsælasti rétturinn á matseðlinum hjá ykkur? „Við erum alltaf með fisk dags- ins og útfærslan á honum er mis- munandi eftir því hvað veiðist þann daginn. Fiskur dagsins er mjög vinsæll, sérstaklega hjá ferðamönnum, en heimamenn eru mjög hrifnir af hamborgar- anum. Við bjóðum upp á 200 gramma hamborgara með heima- gerðu majónesi og svo er alltaf hamborgari vikunnar sem margir bíða spenntir eftir. Yfir vetrartímann bjóðum við upp á rétt dagsins í hádeginu, en það er sami matur og er eldaður fyrir skólann en veitingahúsið er svo aftur opið frá klukkan 17 til 22 (eldhúsinu er lokað kl. 21.00). Um helgar og á sumrin er opið allan daginn frá 11.00 til 21.00 en við stefnum á að hafa eldhúsið opið til klukkan 22.00 í júlí og ágúst til að koma til móts við ferðamenn- ina. Staðurinn getur tekið alveg upp í 120 manns í sæti svo stund- um koma heilu rúturnar til okkar.“ koma syndandi inn fjörðinn Sjá hvalina Margrét H. Gústavsdóttir margret@dv.is „Borðin eru smíðuð úr bobbingum, ljósin í loftinu eru gamlar kræklingabaujur og barinn er steyptur úr fjörugrjóti. Nýstárlegt og fallegt Húsnæði veitingastaðarins þjónaði áður þeim tilgangi að vera frystihús fyrir sláturfélag bæjarins og er enn í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga. Mynd natalia Grociak Metnaðarfull hjón Þau Gunnar Páll og Hrund leggja mikinn metnað í að bjóða upp á ferskan mat og vilja að Sjávarborg standi bestu veitingastöðum Reykjavíkur á sporði. Mynd natalia Hvað er í soðið? Fiskur dagsins er vinsælasti rétturinn hjá Sjávarborg og útfærslan er mismunandi eftir því hvað veiðist þann daginn. Mynd natalia Grociak Girnilegt! Heimagert pasta er meðal kræsinga á matseðlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.