Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 60
60 16. mars 2018
M
eðan Norðmenn taka
strætó í vinnuna og fá sér
heimabakað brauð í há
deginu eru yfirdráttar
lán hversdagsleg fyrirbæri hjá Ís
lendingum og flest notum við
kreditkortin óspart fyrir daglega
neyslu. Ólíkt nágrönnum okkar á
hinum Norðurlöndunum, þar sem
sparnaður þykir hin mesta dyggð,
höldum við fæst heimilisbókhald
og sumir forðast jafnvel að skoða
stöðuna í heimabankanum og
uppskera fyrir vikið þunglyndi og
kvíða.
Blaðamaður heyrði í Finni
Pálma Magnússyni, vöruhönnuði
hjá Meniga, en undanfarin ár hef
ur hann rannsakað fjármálahegð
un landans og notast við ýmis tól
og tæki til þeirrar greiningar. Með
al annars hefur hann stuðst við
bandaríska rannsókn sem grein
ir fjármálahegðun einstaklinga
út frá persónuleikum þess sam
kvæmt „Big 5 personality traits“
sálfræðigreiningunni sem margir
kannast við. Sú gengur út á að
flokka fólk út frá fimm grunneig
inleikum og einn þeirra er þá ríkj
andi í persónuleika hvers og eins.
Persónugerðirnar eru:
Neikvæð/taugaveikluð (nega
tive emotionality/neuroticism)
Úthverf (extraversion)
Opinn (openness to experience)
Samvinnuþýð (agreeableness)
Samviskusöm (conscientiousness)
Finnur Pálmi segir að niðurstöð
urnar hafi meðal annars leitt í
ljós að þau samviskusömu virðast
huga betur að eigin fjármálum en
til dæmis opna og úthverfa fólkið.
„Þetta eru týpurnar sem njóta
þess að setja hlutina upp í Excel
og skoða línurit. Þetta eru bara
ákveðnar manngerðir sem eru oft
metnaðarfullar og langar til að
skora hátt í lífinu. Það þarf þannig
ekki að koma á óvart að þau séu
með peningamálin sín í lagi öf
ugt við „taugaveiklaða“ fólkið sem
ýmist skoðar stöðuna óreglulega,
eða hreinlega ekki neitt,“ útskýrir
Finnur sem auglýsti einmitt sér
staklega eftir einstaklingum sem
höfðu aldrei stuðst við heimilis
bókhald þegar unnið var að gerð
nýjustu útgáfunnar af Meniga
smáforritinu.
leiðir af sér kvíða
og þunglyndi
„Við kölluðum eftir fólki sem hef
ur aldrei átt sparnaðarreikning og
á erfitt með að ná endum saman.
Í stuttu máli leituðum við að fólki
sem hatar bókhalds og peninga
mál og myndi þannig vera síðasti
hópurinn sem notar smáforritið.
Viðbrögðin voru góð og niður
stöðurnar leiddu merkilega hluti
í ljós. Við ræddum til dæmis við
konu sem fékk krakkana sína ekki
lengur til að fara með sér út í Bón
us því þau skömmuðust sín svo
þegar hún fékk synjun á kassan
um. Vandinn var ekki sá að hún
ætti ekki fyrir vörunum heldur
hafði hún enga yfirsýn yfir fjármál
in. Hún fylltist kvíða við tilhugsun
ina um að líta inn á heimabank
ann sinn og gerði það ekki fyrr en
við kassann í Bónus þegar allt var
komið í strand. Þá tók hún upp
símann og millifærði til að geta
greitt fyrir vörurnar,“ segir Finnur
og nefnir í leiðinni að óstjórn í eig
in fjármálum geti aukið verulega
á kvíða og þunglyndi en ófáir Ís
lendinga notast við lyf gegn hvor
utveggja.
„Þegar ég heyrði sögu þessarar
konu þá langaði mig til að leggja
sértaka áherslu á að gera eitthvað
til að hjálpa þessu fólki. Í raun væri
það betra markmið en að hjálpa
þeim sem eru með allt á tæru
hvort sem er.“
Peningarnir fara
bara eitthvert
Nýja útgáfan af Menigasmá
forritinu þykir mjög aðgengileg og
notendavæn en hönnunin hlaut
Lúðurinn á dögunum. Þau verð
laun eru afhent af íslensku auglýs
ingafólki fyrir frumlegar, skapandi
og snjallar hugmyndir sem eru út
færðar á framúrskarandi hátt.
Í smáforritinu er hægt að fylgj
ast með eigin tekjum og útgjöld
um á mjög myndrænan og skilj
anlegan máta og tilgangurinn er
einmitt að höfða til þeirra sem
haldin eru einhvers konar fjár
mála, talna, Excelótta og hjálpa
þeim að ná tökum á stöðunni.
Finnur telur að sjálfvirkni í raf
rænum bankaviðskiptum hafi gert
að verkum að margir fylgjast mikið
minna með stöðunni.
„Við fáum bara launin okk
ar, svo fara peningarnir bara eitt
hvert án þess að við hugsum út
í það. Allt í einu eru peningarnir
bara búnir í lok hvers mánaðar og
maður er alveg hissa. Samt er hægt
Sparaði 200.000
krónur fyrir hádegi
hefur þú hugmynd um í hvað peningarnir þínir fara?
Margrét h. gústavsdóttir
margret@dv.is
„hún fylltist
kvíða við
tilhugsunina um að líta
inn á heimabankann
sinn og gerði það ekki
fyrr en við kassann í
Bónus þegar allt var
komið í strand. Þá tók
hún upp símann og
millifærði til að geta
greitt fyrir vörurnar.