Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 66
66 16. mars 2018 þá fer ég að stemma af bókhaldið,“ segir hún og brosir út í annað. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram að starfa við bókhald en um leið og ég byrjaði í ferðaþjónustunni fann ég hvað það átti vel við mig enda er maður alltaf að hitta skemmtilegt fólk í þessu starfi.“ Eldingu var upphaflega ýtt úr vör í Sandgerði þar sem frænka fjölskyldunnar rak veitingastað. Hvalaskoðunarferðirnar áttu bara að vera viðbót fyrir ferðamenn sem þangað komu en fljótlega ákvað fjölskyldan að færa bátinn í Hafnarfjörð, þar sem fáir áttu leið um Sandgerði og sjólagið mun betra í Faxaflóa. „Fyrst átti þetta bara að vera aukabúgrein en þegar ég hóf MBA-námið árið 2002 ákvað ég að segja starfinu hjá Stöð 2 lausu og einbeita mér alveg að Eldingu. Ég notaði námið til að finna út hvert ég ætlaði mér með þetta fyrir- tæki og skrifaði lokaritgerð um stefnumótunina. Ákvað til dæmis strax að við ætluðum að vera um- hverfisvæn, sölu- og markaðs- drifin, bjóða bestu þjónustuna og vera með flottustu bátana. Öðru hverju tek ég þetta lokaverkefni upp og vinn nýjar greiningar upp úr því enda tel ég að það hafi á margan hátt lagt grunninn að því hversu vel hefur gengið.“ Brösóttur rekstur í Byrjun Þó er ekki hægt að segja að Elding, frekar en annað í lífi Rannveigar, hafi gengið áreynslulaust fyrir sig. Reksturinn var brösuglegur til að byrja með og oft voru þau að því komin að leggja árar í bát. Árið 2005 tók hins vegar tilveran nýja stefnu og síðan hefur leiðin bara legið upp á við. Hápunktin- um náðu þau árið 2009 en rétt fyrir hrun tók Rannveig þá skynsam- legu ákvörðun að setja verðskrána upp í evrum. Síðasti áratugur hefur verið ævin týri líkastur enda dró ferða- þjónustan landann upp úr hruninu og kom okkur aftur á kjöl. Samspil landkynningar, samfélagsmiðla, gengis og fleiri þátta gerðu Ísland að einum vinsælasta áfangastað í heimi á örskömmum tíma og hag- sæld landsins sem hefur ekki verið meiri en á því herrans ári 2007. Í þetta sinn er þó um raunverulegar tekjur að ræða öfugt við það sem var uppspunnið í áðurnefndu góðæri. Síðustu tvö árin hefur dregið úr vexti fyrirtækja í ferðaþjónustu enda telur Rannveig að nú hafi ákveðnum hápunkti verið náð í kúrfunni og næsta verkefni sé að ná stöðugleika. Margir reiknuðu með fleiri gestum en raunin varð og sumir hafi ráðist í offjár- festingar sem nú þurfi að jafna út. Hún segist ekki sjá fram á að auka vöxt Eldingar í Reykjavík enda sé markaðurinn mettur. Skortur á gistirýmum, lækkað verð og mikil samkeppni geri það ekki að væn- legum kosti að stækka við sig hér en hins vegar sé landsbyggðin óplægður akur. „Nú vilja allir leggja áherslu á að koma ferðamönnum um allt Ísland, allan ársins hring. Þegar við ákváðum að færa út kvíarnar og hefja hvalaskoðun líka út frá Akur- eyri þá langaði mig að leggja sér- staka áherslu á vetrarferðir enda fyrirhafnarlaust að fá fólk hingað yfir sumarið. Ég hafði samband við vinkonu mína sem vinnur hjá Secret Escape, breskri ferðaskrif- stofu sem gerir út á hópkaupaferð- ir, og hvatti hana til að setja saman pakkaferðir beint frá Bretlandi til Akureyrar. Þetta sló alveg í gegn enda svo ótal margt fallegt að sjá fyrir norðan. Fyrst um sinn var hópunum flogið til Keflavíkur og þaðan var farið með Kynnisferð- um beint norður en þegar mönn- um varð ljóst hversu vel þetta seldist þá réðst önnur bresk ferða- skrifstofa í að skipuleggja leiguflug beint til Akureyrar,“ útskýrir hún glöð í bragði. Flogið Beint Frá Bret- landi til akureyrar „Á síðasta ári var flogið frá ellefu áfangastöðum í Bretlandi og nú stendur til að fljúga allan ársins hring. Þegar það spyrst út hversu vel þetta gengur má reikna með að fleiri erlendar ferðaskrifstof- ur vilji vera með og þá þurfum við að huga að öðrum stöðum á landinu og passa að vera vel undirbúin. Samgöngurnar þurfa til dæmis að vera í lagi og bæjar- félögin þurfa að vera tilbúin að taka við fólkinu. Spurningin er í raun ekki hvort við viljum taka við fleiri ferðamönnum heldur hversu marga teljum við okkur ráða við og hvernig ferðamenn við viljum fá til landsins,“ útskýrir Rannveig og bætir við að neyslu- hegðun ferðamanna sé mjög mis- munandi eftir því hvaða lönd- um og menningarheimum þeir komi frá og að á margan hátt sé þetta mjög margslunginn og óút- reiknanlegur bransi. Hún tekur fram að nú sé Stjórnstöð ferða- mála að marka stefnu í samvinnu við stjórnvöld og að þar sé unnið mjög gott starf þótt margt hefði mátt eiga sér stað fyrr. Fjölmiðlar og stjórnmálafólk hafi tekið held- ur seint við sér hvað varðar áhuga á málaflokknum en nú virðist allt í einu allir hafa skoðanir. FórnarlömB eigin velgengni „Þegar ég sagði upp vel launuðu og öruggu starfi til að stofna hvala- skoðunarfyrirtæki þá héldu margir vinir mínir að ég væri orðin kol- rugluð,“ rifjar hún upp og hlær. „Ís- lendingar höfðu takmarkaða trú á ferðaþjónustu þegar við vorum að byrja og stundum þurfti ég að leita til bankans til að fá fyrirgreiðslur. Ég held sérstaklega upp á bréf sem ég fékk frá einum bankanum. Í því stendur að bankinn hafi takmark- aða trú á ferðaþjónustu og því síð- ur hvalaskoðun. Framan af höfðu fjárfestar takmarkaðan áhuga líka en síðustu um það bil fjögur árin hefur áhuginn rokið upp úr öllu valdi. Nú vilja allir koma yfir okkur böndum og fá bita af kökunni. Ég tel áhuga og þátttöku fjárfestanna þó svolítið hættulega því hvoru tveggja fylgir svo mikil ávöxtunar- krafa á skömmum tíma. Flestir sjóðir vilja út eftir nokkur ár og þá ætla þeir að sjálfsögðu annaðhvort að græða eða steypa saman mörg- um fyrirtækjum til að setja á mark- að,“ útskýrir Rannveig og bætir við að eftir styrkingu gengisins hafi staðan hins vegar breyst. „Ferðamenn spara við sig í af- þreyingu, fara frekar í Bónus en út að borða og eyða ekki jafn háum fjárhæðum og áður þótt þeir séu fleiri. Þetta þýðir að það eru ekki eins margir að græða á þeim og þá þarf auðvitað að leysa það með álögum og alls konar sköttum. Ofan á þetta bætast svo launa- hækkanirnar í þjóðfélaginu, virðis- aukaskattur, dýrari aðföng og svo framvegis en um leið hafa tekjurn- ar dregist saman. Í þessu sam- hengi mætti kannski segja að við frumkvöðlarnir í ferðaþjónustunni höfum orðið hálfgerð fórnarlömb eigin velgengni. Við þetta má samt bæta að þó vöxturinn sé sannar- lega búinn að vera mikið gleðiefni var vissulega kominn tími til að staldra aðeins við til að stabílisera reksturinn,“ segir þessi aðdáunar- verði frumkvöðull að lokum. „Ég held sér- staklega upp á bréf sem ég fékk frá einum bankanum. Í því stendur að bankinn hafi takmarkaða trú á ferðaþjónustu og því síður hvalaskoðun. kynið skiptir ekki máli „Okkur þótti alltaf eðlilegt að ganga í hvaða störf sem var og það skipti engu máli af hvaða kyni maður var.“ Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.