Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 42
42 16. mars 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginDV, 25, nóvember 1983 M eð breytingum í forystu verkalýðsfélaga, eins konar hallarbyltingum, má búast við aukinni hörku í kjarabaráttunni. Hörku sem hefur ekki sést síðan á tím- um Guðmundar jaka, sem starfaði innan verkalýðsfélagsins Dags- brúnar, forvera Eflingar, í tæpa hálfa öld. Jón Baldvin Hannibals- son, vinur Guðmundar, og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðipró- fessor ræddu við DV um mann- inn sem stýrði hreyfingunni á um- brotatímum. Helltu mjólkinni í allsherjarverkfalli Fyrst kvað að Guðmundi jaka í allsherjarverkfallinu mikla sem stóð í sex vikur vorið 1955. Þessi stóri og djúpraddaði maður um þrítugt fór þá fyrir liði verk- fallsvarða Dagsbrúnarmanna og olli talsverðum usla. Verkfallið var eitt það lengsta og harðvít- ugasta í Íslandssögunni og kom til vegna óðaverðbólgu og kjara- stöðnunar verkafólks í Reykjavík. Dagsbrúnarmenn kröfðust 30 pró- senta launahækkana, atvinnuleys- istrygginga og fleira kjarabóta og náði margt af því fram að ganga. Guðmundur gerði nú lítið úr þessum þætti sínum í verkfallinu með sinni einstöku kímni í þætti hjá Hemma Gunn: „Ég hafði 400 manna her undir vopnum. Lög- reglan hafði 110.“ Jón Baldvin segir: „Hann varð alræmdur í verkalýðshreyfingunni á þessum tíma. Stór og mikill og menn lögðu ekkert svo glatt í hann. Það slóst í brýnu, sér í lagi í tengslum við mjólkurflutningana inn í bæinn. Framsóknarmenn, sem höfðu einokun á mjólk, reyndu að stöðva verkfallið en þá var mjólkinni hellt niður sem þótti syndsamlegt athæfi. Guð- mundur var auðvitað umdeildur og sumir töldu hann ganga fram með ofbeldi og taka völdin í sín- ar hendur.“ Guð- mundur Jóhann Guðmundsson var fæddur árið 1927 í Reykjavík og ólst upp í verkamanna- bústöðunum sem Héðinn Valdi- marsson, formað- ur Dagsbrúnar til margra ára og fyrir- mynd Guðmundar, lét reisa. Hann var sonur Guðmund- ar H. Guðmunds- sonar sjómanns og Solveigar Jóhanns- dóttur húsmóð- ur. Sem barn sá hann atvinnuleysi og fátækt með eig- in augum og hann færði föður sínum kaffi þegar hann fékk aðeins at- vinnubótavinnu. Þetta sveið hon- um og átti eftir að marka líf hans og feril alla tíð. Í sjónvarpsviðtali sagði hann: „Það sem mótar mann er hatrið á atvinnuleysinu, misréttinu, fá- tæktinni og svo þessum ömurlegu húsakynnum. Maður fór að HATA þetta ástand.“ Jakahlaupari og fyrirmynd Krists Margir halda að Guðmundur hafi fengið viðurnefnið jaki vegna vaxtar lagsins og hins djúpa róms. Hið rétta er að nafnið Guðmundur jaki eða Gvendur jaki festist við Vildu ekki ráðhús við Tjörnina Árið 1986 var samþykkt í borgar ráði að byggja nýtt ráð- hús við Tjörnina og tveimur árum síðar hófst bygging þess. En þá voru Reykvíkingar mót- fallnir byggingunni samkvæmt skoðanakönnun sem DV gerði. Mjótt var á munum en and- stæðingar ráðhússins voru 52,8 prósent á meðan stuðn- ingsmenn voru 47,2 prósent. Réð þar úrslitum að talsverð- ur meirihluti kvenna var and- vígur á meðan lítill meirihluti karla var fylgjandi. Á lands- vísu voru 60 prósent andvíg byggingunni sem var að lok- um tekin í notkun árið 1992. Í ummælum þátttakenda kom meðal annars fram að ráðhús- ið yrði ljótt, að Davíð ætti að finna sér eitthvað betra að gera og að betra væri að nýta féð í spítalana. Einn sagði það vera „náttúruspjöll að setja þetta flykki við Tjörnina.“ Bölvun á Þorlákshöfn Árið 1963 var maður á jarðýtu að vinna við framkvæmdir í hafnargarðinum í Þorlákshöfn. Þar kom hann niður á eldri grafreit staðarins, sem notað- ur var frá þrettándu fram á nítj- ándu öld, og komu upp bein tólf manna. Voru þau færð yfir í kirkjugarðinn í Hjalla. Í kring- um árið 1980 reið yfir bæinn mikil slysaalda og urðu einhver slysanna við höfnina. Á örfáum árum fórust alls átta manns þar og fimm af þeim á örfáum mánuðum í lok árs 1980 og upphafi 1981. Kenndu menn beinaflutningunum um þetta og kröfðust þess að beinin yrðu aftur færð á sinn stað. Í DV frá 23. mars árið 1981 segir: „Segja þeir sem biðja um beinaflutn- ing að ekki muni linna fyrr en 12 menn hafi farist.“ Vallaannáll 1727 Á Fjallhöggsstöðum í Hörgárdal fæddi kona manns, er þar bjó, 3 meybörn í einu, öll lífs og vel sköpt, er skírð voru og nefnd öll einu nafni Guðrúnar; þau dóu öll skömmu síðar, hvert að öðru. Þ egar fólk hverfur finnst það sjaldnast aftur. Fólk sem hefur gengið í hafið, orðið úti í gili eða verið myrt og grafið. Ættingjar og ástvinir þurfa þá að lifa í óvissu um alla tíð. En í einu mannhvarfsmáli, máli Ólafs á Miðhúsum, fengust málalyktir þrjátíu árum síðar. Sögu þá ritaði Pálmi Hannesson, rektor í Mennta- skólanum í Reykjavík, árið 1968. Hvarf við smalamennsku Um aldamótin 1800/1900 var mikil útgerð í Vogum á Vatnsleysuströnd og þá mjög fjölmennt í héraðinu. Í Hlöðuneshverfi þar nærri stóð bær sem hét Miðhús og þar bjuggu hjónin Ólafur Þorleifsson og Val- gerður Bjarnadóttir ásamt tveimur ungum börnum. Ólafur var nærri fertugur að aldri, fæddur árið 1861 og þótti dugnaðarmaður. Tveimur dögum fyrir jól þetta ár fór hann að leita kinda sinna uppi á heiðum því þá var útsynnings- stormur, éljagangur og snjóþungt. Bjóst hann við að þurfa að ganga um þriggja stunda leið að Fagra- dalsfjalli um hrauni þaktar heiðar sem þar liggja hjá. Veðrið versnaði þegar leið á daginn en skyggni var þó ágætt. Framan af hafði fólk ekki áhyggjur af Ólafi því hann var vel kunnug- ur og vanur á heiðunum. En þegar hann skilaði sér ekki heim um kvöldið var leitað til bróður hans, Teits Þorleifssonar á Hlöðunesi, og hreppstjórans. Leitað um jólin og vorið Daginn eftir var safnað miklu liði úr sveitinni til að leita að Ólafi, hátt í 40 manns. Gengið var um Vogaheiði og Strandarheiði, með fram Hrafna- gjá, Huldugjá og Klyfgjá. Daginn sem Ólafur hvarf höfðu fleiri verið á heiðunum við smalamennsku og sést hafði til hans við Kálffell um hádegið. Þar fundust spor Ólafs og ljóst að hann hafði sest niður til hvíldar. En þegar sporin voru rakin lengra blönduðust þau öðrum uns ekki var hægt að rekja lengur. Gott veður var þennan dag en leitin skilaði engu. Leitað var áfram um jólin og milli jóla og nýárs án árangurs. Ákveðið var að halda leitinni áfram um vorið þegar snjóa leysti því Ólafur var þá talinn af og snjóþyngslin hömluðu leitinni. Var það gert en einnig án árangurs. Gert var ráð fyrir að Ólafur hefði orðið úti en engu að síður fannst fólki þetta skrítið í ljósi reynslu hans og skyggnis þann dag sem hann hvarf. Liðu svo árin og fennti yfir minninguna um hann. Beinin í sprungunni Árið 1930, sléttum þremur áratug- um eftir hvarf Ólafs á Miðhúsum, voru þrír smalamenn með hóp kinda á heimleið á Strandarheiði. Þá hafði svæðið gerbreyst og fólki fækkað mjög vegna minni umsvifa útgerðarinnar. Á leiðinni féllu þrjár kindur niður í sprungu í Klyfgjá en barmarnir voru ókleifir þannig að smalamennirnir náðu þeim ekki upp. Hlóðu þeir þá vörðu til að merkja staðinn og héldu heim. Daginn eftir komu þeir aftur með kaðal og einn þeirra, Rafn Símonarson, seig 30 metra niður í sprunguna til að sækja kindurnar en ein hafði þá drepist við fallið. Of- arlega í sprungunni fann hann brot úr göngustaf og fannst það skrítið. Leitaði hann neðar og fann þá ann- að brot. Rafn hafði heyrt um hvarf Ólafs og grunaði að stafurinn væri frá honum kominn. Vegna snjóþyngsla leitaði Rafn ekki meira þá en sýndi kunnugum manni, Ágústi Guðmundssyni í Halakoti, stafinn. Ágúst taldi hann frá Ólafi kominn og ákveðið var að leita aftur í sprungunni um vorið þegar snjóa leysti. Sprungan var mitt á milli Fagra- dalsfjalls, þar sem Ólafur sást síð- ast, og Miðhúsa. Fjórir menn héldu þangað um vorið og aftur seig Rafn ofan í. Fundu þeir þá bæði bein Ólafs og fötin sem hann hafði ver- ið í. Talið var að Ólafur hefði fallið í sprunguna og reynt að komast aft- ur upp með stafnum. Stafurinn hafi gefið sig og Ólafur fallið aftur ofan í og þá lærbrotnað, beinin staðfestu það. Þá hafi hann setið í sprungunni og beðið þess að yfir lyki. Bein Ólafs voru sett í kassa og færð fjölskyldu hans. Síðar voru þau sett í litla kistu og grafin í kirkju- garðinum við Kálfatjarnarkirkju. n Bein Ólafs í Miðhúsum fundust 30 árum eftir hvarfið n Hvarf við smalamennsku n Fannst fyrir tilviljun n Brotinn lærleggur Guðmundur jaki: „Svo kom upp mál þar sem kom í ljós að Albert hafði gef- ið Guðmundi pening til að hann kæmist á spítala í Bandaríkjunum. Þetta þótti ýmsum í Alþýðu- bandalaginu ekki nógu fínt. Vinirnir Jón Baldvin og Gvendur jaki Alþýðublaðið 22. janúar 1997. Síðasti verkalýðsforinginn af gamla skólanum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.