Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 22
22 16. mars 2018fréttir Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is M isnotkun á kvíðastill­ andi og róandi lyfjum á borð við Xanax (Al­ prazolam) og flogaveikis­ lyfinu Rivotril hefur færst í aukana undanfarin misseri. Samkvæmt upplýsingum DV eru dæmi um að Xanax sé heimapressað og þá með öðrum virkum efnum en Alpra­ zolam blandað saman við, þar sem eftirsóknin er meiri en fram­ boðið ræður við. Alprazolam er mjög ávana­ bindandi og geta fráhvarfsein­ kenni verið frá óskýrri sjón og eymslum í vöðvum yfir í flogaköst. Það er um tíu sinnum sterkara en Valíum (Díazepam). Geta valdið hjartastoppi Þegar lyfið er pressað heimavið er stundum notað efnið Flunitr­ azepam, en það er einnig þekkt sem Rohypnol. Flestir tengja notk­ un þess við nauðganir og kynferð­ isglæpi þar sem neytandinn getur misst allan vöðvastyrk og man oft­ ast ekkert eftir því sem á sér stað meðan lyfið er virkt. Þessi lyf eru svokölluð benzó­ díazepín­lyf, oft stytt og ein­ faldað sem benzó­lyf. Áhrifin af þeim eru að einhverju leyti svipuð þótt virkni af því síðast­ nefnda vari tvöfalt lengur en Alpr­ azolam. Í smærri skömmtum slá benzó­lyf á kvíða og róa hjartslátt­ inn en í stærri skömmtum getur það svæft einstaklinginn. Sé of­ skammtur tekinn geta lyfin valdið hjartastoppi. Þol eykst þó hratt og þarf sá sem þeirra neytir stöðugt að auka skammtinn til að finna fyrir kvíðastillandi áhrifum þeirra. Heilbrigðiskerfi í molum Einstaklingar sem misnota lyfið gera það sumir samhliða örvandi lyfjum á borð við kókaín og am­ fetamín til að ýmist ná sér niður eftir mikla notkun eða koma veg fyrir niðurtúr. Þá eru róandi lyf­ seðilsskyldu lyfin notuð til að jafna út öran hjartslátt af völdum eitur­ lyfjanna. Erlendis, þá sérstaklega í Bret­ landi, eru dæmi um að heima­ pressað Xanax innihaldi verkja­ og ópíumlyfið Fentanyl. Í febrúar fjölluðu ýmsir miðlar þarlendis um að Fentanyl blandað Xanax væri orðinn alvarlegur faraldur sem myndi hafa hrikalega afleiðingar. Ekki eru nákvæmar heimildir fyrir því að þessi blanda sé orðin svipað vandamál hérlendis. „Ungt fólk sem er að kljást við kvíða veit ekkert hvert það á að leita, því geðheilbrigðiskerfið er í molum, það er ekki skrýtið að þetta sé að verða faraldur,“ seg­ ir einn heimildarmanna DV sem þekkir til neyslu á þessum lyfjum. Jón Magnús Kristjánsson, yfir­ læknir á bráðamóttöku Landspít­ alans, sagðist í samtali við RÚV fyrir skemmstu merkja mikla aukningu í misnotkun á lyfseðils­ skyldum lyfjum hérlendis og að hans sögn leikur grunur á að níu einstaklingar hafi látist það sem af er ári vegna ofneyslu á lyfseðils­ skyldum eða ólöglegum lyfjum. n Getur innihaldið mun sterkari og hættulegri efni Heima- pressað XanaX í dreifingu „Ungt fólk sem er að kljást við kvíða veit ekkert hvert það á að leita, því geðheilbrigðis­ kerfið er í molum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.