Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 30
30 fólk - viðtal 16. mars 2018 við tölum betur saman og í því felst fyrst og fremst að við hlust- um og virðum rök hvers annars. Það er alveg hægt að vera ósam- mála fólki en virða það á sama tíma.“ Þetta varð til þess að Kolbeinn eyddi samskiptaforritinu Face- book úr símanum sínum. „Það koma dagar þar sem ég segi börn- unum mínum að fara ekki inn á Facebook. Þá er búið að tagga mig tuttugu sinnum þegar ég vakna og segja að ég sé þjóðníðingur, svikari, landráðamaður og ég veit ekki hvað og hvað. Og öll tækifæri nýtt. Ég birti mynd af látnum föð- ur mínum til að minnast hans, þar undir kemur svo athugasemd hvað ég sé mikill svikari eins og allir Proppéar. Það er ekkert virt. Auðvitað er þetta öfgafullt dæmi og á ekki við um alla, en þetta er svo lýsandi fyrir umræðuna.“ Kolbeinn er því kominn með þykkan skráp. „Það er al- veg nauðsynlegt til að lifa af í þessu starfi og bogna hreinlega ekki. Það getur verið hættulegt að vera með þykkan skráp, því ef þú færð svo þykkan skráp, sem er nauðsynlegur til að koma þér í gegnum daginn, þá er hættan sú að þú verðir ónæmur fyrir gagn- rýni. Það er hættulegt því þú þarft sem þingmaður alltaf að hlusta á gagnrýni. Gagnrýni sem sett er fram á málefnalegan hátt getur og hefur fengið mig til að hugsa og skoða mál upp á nýtt. Ef sama gagnrýni er lögð fram með tali um landráð, þjóðníði og svikum, þá verður maður ónæmur fyrir henni. Hins vegar þarf maður að sitja nógu sáttur í sjálfum sér og sinni pólitík til að sveiflast ekki dag frá degi eftir fjölda „læka“ á Facebook. Þetta er jafnvægislist.“ Þess vegna forðast hann að nota stóryrði. „Ég gagnrýndi síð- ustu ríkisstjórn mjög mikið og spurði oft hvar kosningaloforðin væru, eflaust hef ég talað um svik við kjósendur. Það á ekki að skipta máli hvort maður sé í stjórn eða stjórnarandstöðu, ég get ekki ákveðið hvað aðrir segja, en ég reyni alltaf að tala af ábyrgð og á yfirvegaðan hátt.“ Með barnalega sýn Þú hefur lítið sést í fjölmiðlum að undanförnu og bloggsíðan þín hefur ekki hreyfst síðan í nóvem- ber, léstu þig hverfa eftir kosn- ingar? „Ég gerði það, ég hvarf. Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það, umfang umræðunnar, þótt ég sé með þykkan skráp, hefur valdið því að ég hef minni þörf fyrir að tjá mig. Ég hugsa alltaf, þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna í, ef ég set eitthvað út þá mun ég fá yfir mig gusu um að ég sé landráðamaður og svikari. Það hefur haft áhrif á mig, það kom flóðbylgja og ég hörfaði. Nú er ég búinn að fóta mig aftur og þarf að byrja að tjá mig á ný, því nóg hef ég af skoðunum.“ „Ég ætlaði ekki endilega að segja frá því, en ég reyni að vera heiðarlegur og fyrst þú spyrð svona beint þá verður myndin ekki full nema ég minnist á heilsuna. Ég hef verið að kljást við slappleika um hríð og verið í alls kyns rann- sóknum, allt frá ristli til heila með viðkomu í maga og hjarta. Það hef- ur enn ekkert komið út úr því og ég er því enn að kljást við þetta, þrótt- leysi, svima og yfirliðstilfinningu, en tók þó ákvörðun um að dvelja ekki í þessu heldur halda bara áfram.“ Það sést á sumum þingmönn- um að þeir brenna fyrir ein- hverju tilteknu málefni og vilja þeir gjarnan ólmir koma þeim til- teknu skoðunum á framfæri, slíkt er ekki að finna þegar rætt er við Kolbein. Þú ert í Vinstri grænum, þing- maður Reykjavíkur, þú styður ríkis stjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hverjar eru þínar pólitísku skoðanir? „Það var mjög barnaleg sýn sem varð til þess að ég ákvað að gefa kost á mér í stjórnmálum. Ég hef alltaf verið pólitískur, 15 ára var ég orðinn formaður æsku- lýðsfélags Alþýðubandalagsins í Kópavogi, svo eftir að ég villtist af braut þá minnkaði áhugi minn á samfélaginu. Nema þá til að gera grín að því á kaldhæðinn hátt. Kaldhæðni, drykkfelldi blaða- maðurinn, það var ég. Eftir að ég hóf nýtt líf vaknaði spurningin um hvort ég gæti gert samfélagið betra. Það er þessi barnalega sýn sem dregur mig áfram í pólitík.“ Kolbeinn segir að hann eigi heima í Vinstri grænum. „ Fjórar grunnstoðir flokksins eru fjórar grunnstoðir stjórnmálaskoðana minna, það eru umhverfis- og lofts- lagsmálin, sósíalisminn, það að við búum í jöfnu samfélagi. Femín- isminn, það að það skipti ekki máli hvort þú sért með typpi eða ekki. Svo er það friðarhyggjan, þar hef ég einnig þessa barnalegu sýn að utanríkisstefna Íslands eigi að miða að því að við séum góð við hvert annað frekar en að vera kasta sprengjum í hausinn hvert á öðru.“ Það er hins vegar hægara sagt en gert að taka almenna pólitíska sýn og beita henni í daglegum þingstörfum. „Mánudögum er það stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, svo þingfundur. Daginn eftir er það atvinnuveganefnd, það eru kannski fjögur, fimm mál á hverj- um fundi sem þarf að takast á við. Og svo aftur á miðvikudegi og fimmtudegi.“ Þrjár gullnar reglur Kolbeinn hefur áhuga á öllu en nefndirnar sem hann á sæti í stýra því hvaða mál hann fæst helst við. „Það er forgangsmál að berj- ast gegn fátækt hér á landi. Það er fráleitt að við séum hérna með samfélag þar sem fólk lifir ekki mannsæmandi lífi. Þetta nær til launastrúktúrs, þetta nær til ör- orkubóta, lífeyriskerfisins. Ég hef enga töfralausn en mig langar til þess að vinna að því að laga þetta. En þar sem ég er ekki í vel- ferðarnefnd þá er ég að vinna að öðrum mikilvægum málum, sem eru þó ekki jafn brýn og bág staða öryrkja.“ Kolbeinn hefur þrjár gulln- ar reglur í stjórnmálum. „Fyrsta reglan er að ég viðurkenni að ég er ekki með neina töfralausn, ég er ekkert séní, ég sit ekki heima og hugsa og kem svo og segi hvernig hlutirnir eiga að vera. Ég tek þátt í vinnunni, hlusta og legg mitt af mörkum. Önnur reglan er að ég þykist aldrei vita eitthvað sem ég veit ekki, þegar ég kem að nýjum málum þá reyni ég að forðast mín- ar fyrirfram mótaðu hugmynd- ir. Þriðja gullna reglan er að tala aldrei fyrir munn þjóðarinnar, stjórnmálamenn sem segja hvað þjóðinni finnst eru að gera full mikið úr sjálfum sér – að halda að maður sé það mikill snilling- ur að maður geti talað fyrir munn þjóðarinnar.“ Ótrúleg gjöf að geta verið til staðar Kolbeinn röltir um ganga Al- þingishússins og sér þar þing- mann Pírata sem horfir á símann sinn. „Daginn!“ kallar Kolbeinn glaður og fær á móti bros og vink. Þú heilsar alveg Pírötum? „Ég heilsa öllum. Það gera það reyndar flestir. Aðhald stjórnarand- stöðu er nauðsynlegt, sama með aðhald fjölmiðla. Ég skil stundum ekki kollega mína sem kvarta und- an ágangi fjölmiðla, samfélagið á að virka þannig. Sama með stjórn- kerfið, ég upplifi það stundum að það eigi ekki að veita upplýsingar nema það nauðsynlega þurfi. Það á einmitt að vera öfugt, það á að afhenda allt nema það sé einhver góð ástæða fyrir því að það eigi ekki að gera það. Það á að vera undan- tekningin. Þess vegna er ponta Al- þingis er svo sterk birtingarmynd kerfisins, þar er fólk að tala,“ segir Kolbeinn. Í dag er Kolbeinn búinn að vera edrú í fjögur ár, hann er búinn að ná jafnvægi í lífinu, er að klára að borga skuldir sínar og vinnur að því að styrkja samband við fjöl- skyldu og vini. „Maður uppgötvar það þegar maður tekur til í lífi sínu eftir meðferð hvað fólkið þitt hef- ur haft miklar áhyggjur af þér. Að upplifa það núna að börnin sækja í að vera hjá mér, sambandið við mömmu, nána vini, þetta er allt annað. Það er ótrúleg gjöf að geta verið til staðar, gefið af sér og ekki vera uppspretta áhyggja.“ Ertu trúaður maður? „Ég var eitt sinn mjög trúlaus, en ég hætti því. Ég þurfti virkilega að takast á við trúleysi mitt en í dag reiði ég mig á æðri mátt,“ segir Kolbeinn og dregur djúpt and- ann. „Ég er ekki æðsta veran í al- heiminum, það er eitthvað gott í alheiminum eða bara innra með okkur. Það getur verið samtaka- máttur okkar þegar eitthvað bjátar á. Ég þarf ekki að skilgreina það. Ef þú kryfur froskinn þá drepst hann. Ég þurfti alltaf að skilja allt, en ég hvorki get né vil skilja æðri mátt.“ Kolbeinn segir það að ganga inn á Vog fyrir rúmum fjórum árum og taka til í sínu lífi sé ekki hægt að líkja við lífsstílsbreytingu, lífið sem hann lifir í dag er nýtt líf. „Ég er ekki að neita mér um áfengi, ég er ekki fórnarlamb, ég er bara heppinn að þurfa þess ekki. Þetta er auðvitað bara einn dagur í einu, maður er aldrei öruggur, en ég hef bjargfasta trú á því að það að vera edrú er grunnurinn að öllu mínu lífi í dag. Auðvitað er ég oft á bleika skýinu, en það er núna hluti af hversdeginum.“ n „Ég var eitt sinn mjög trúlaus, en ég hætti því. Ég þurfti virkilega að takast á við trúleysi mitt en í dag reiði ég mig á æðri mátt. Þroskaðist snemma Kolbeinn var byrjaður að drekka aðeins 11 ára gamall og að vinna 12 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.