Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 65
16. mars 2018 65 það skipti engu máli af hvaða kyni maður var. Málið var bara að sýna dugnað og halda áfram enda enginn sem gerir hlutina fyrir mann,“ segir Rannveig en fjöl- skyldufyrirtækið Elding var stofn- að árið 2000 að frumkvæði föður hennar sem er gríðarlegur áhuga- maður um báta. Þá vann hún sem deildarstjóri fjármáladeildar hjá Stöð 2 en þar starfaði hún frá 1996 til 2003. Tók svefnlyf og seTTi bílinn í gang Að loknu stúdentsprófi frá Flens- borg hóf Rannveig nám í við- skiptafræði við Háskóla Íslands en henni leiddist þar og hætti því inn- an tveggja ára. Þá skráði hún sig í iðnrekstrarfræði hjá Tækniskólan- um og hún segir að það nám hafi átt mikið betur við sig. „Maður þurfti ekki að sitja í 150 manna sal og hlusta á fyrir- lestra heldur vorum við þarna sex- tíu manna bekkur að vinna saman í náminu. Það var mikið um hóp- starf og verkefnavinnu og bara allt öðruvísi andrúmsloft sem hentaði mér mikið betur. Við, bekkurinn úr Tækniskólanum, höldum enn hóp- inn í dag og hittumst reglulega,“ segir Rannveig sem gekk einnig í það heilaga á námsárunum, gekk með tvö börn og byggði einbýl- ishús ásamt eiginmanninum sem var líka æskuástin hennar. Þau kynntust aðeins fjórtán ára í sumarvinnu hjá föður Rann- veigar. Hann hét Sigmundur Jó- hannesson og var húsasmíða- meistari. Rannveig og Sigmundur voru jafnaldrar og miklir félagar. Þau fóru að vera saman þegar bæði voru átján ára og fjórum árum síðar giftu þau sig. Þegar þau höfðu verið gift í sjö til átta ár fór að bera á kvíða og þunglyndi hjá Sigmundi sem síðar dró hann til dauða. Þann 13. ágúst árið 2000 kom Rannveig að honum látnum í bíl- skúrnum á heimili þeirra. Hann hafði tekið svefnlyf og sett bílinn í gang. „Hann var búinn að glíma við kvíða og þunglyndi í tvö til þrjú ár og hafði reynt margt til að fá bót meina sinna bæði hjá geðlæknum og annars staðar. Í maí gafst hann svo allt í einu upp á því að reyna og hætti á öllum lyfjum. Fyrst um sinn virtist allt ganga vel og hann var eins og draumur um sumarið en í byrjun ágúst kom svo eitthvert bakslag í hann sem varð til þess að svona fór,“ segir Rannveig alvarleg í bragði. Hringdi á geðdeild og var sagT að koma á mánudaginn Líkt og fleiri hefur hún skoðanir á því sem betur mætti fara í geðheil- brigðismálum landans en upp á síðkastið hafa kröfur um úrlausnir orðið æ meira áberandi. Rannveig ber þunglyndi saman við sjúk- dóma á borð við krabbamein og segir að sér þyki ekki rétt að annar þeirra sé feimnismál en hinn ekki. Til að flýta fyrir úrbótum sé eðli- legast að talað sé um hlutina. „Skömmu áður en hann tók þá ákvörðun að hætta á lyfjunum hringdi hann upp á geðdeild í miklu kvíðakasti. Hann sárvant- aði aðstoð en honum var bara sagt að koma á mánudaginn. Ég gleymi því aldrei þegar hann spurði hvort hann þyrfti að vera með hnífinn í bakinu til að fá hjálp. Hann var við það að stökkva fram af svölun- um því honum leið svo illa og svo er honum sagt að koma á mánu- daginn,“ segir hún og strýkur tár úr hvarmi. „Þegar maki manns verður svona veikur þá hefur það mikil áhrif á mann. Maður er alltaf að reyna að hjálpa eitthvað til en veit ekkert hvað er réttast að gera. Ég mun eflaust aldrei losna við þá hugsun að ég hefði eflaust get- að gert eitthvað meira fyrir hann en á sama tíma verð ég að minna mig á að maður getur aldrei bor- ið ábyrgð á lífi annarra. Þetta hef ég þurft að gera fyrir sjálfa mig, svo að ég geti haldið áfram og búið börnum mínum góða framtíð og gott líf. Í dag á ég tvö barnabörn og tvær dætur og ég held að sam- band okkar gæti ekki verið betra. Þótt þær hafi vissulega átt erfitt tímabil þá spjara þær sig vel í dag. Ef maður ímyndar sér að pabbi þeirra hefði dáið úr krabbameini þá hefðu viðbrögðin kannski ver- ið öðruvísi. Mamma mín barðist til dæmis við krabbamein í mörg ár og fór á milli lækna til að fá bót meina sinna. Það dregur auðvitað af bæði sjúklingum og aðstand- endum þegar þetta gengur illa en þegar fólk er með krabbamein þá virðast allir gera sér betur grein fyrir því hvar mörkin liggja og hvernig á að höndla málin.“ fékk enga áfallaHjálp og Hefði verið skilin ein efTir Hún segir að oft komi fát á fólk þegar hún segi frá því að maður- inn hennar hafi svipt sig lífi. Þá biðji það oft afsökunar en það seg- ir hún að sé óþarfi. „Ef hann hefði látist úr öðrum sjúkdómi efa ég að fólk myndi biðjast afsökunar á spurningunni. Þetta var bara það sem gerðist. Það sviptir sig enginn lífi nema vera alvarlega veikur. Hann glímdi ekki við áfengis-, peninga- eða fíknarvanda en leið hins vegar miklar sálrænar kvalir af völdum þunglyndis. Þegar ég spái í það finnst mér lítið hafa breyst í geð- heilbrigðismálum á þessum átján árum. Við dætur mínar fengum til dæmis enga áfallahjálp í kjölfar- ið en vinnuveitendur mínir á Stöð 2 reyndust vel með því að útvega okkur sálfræðiaðstoð og hvíldar- dvöl á Akureyri. Þegar maður kemur svona að maka sínum, eins og ég gerði, þá fær maður gríðar- legt áfall og ég man í raun lítið eftir því sem gerðist. Það er allt í móðu. Ég var samt svo heppin að vinkona mín sem var úti að hlaupa kom að húsinu meðan sjúkrabílarnir voru þarna fyrir utan. Hún tók mig al- veg að sér og fór með mig heim til sín. Ef hana hefði ekki borið að garði hefði ég verið skilin eftir ein í algjöru áfalli. Stundum velti ég því fyrir mér hvað þurfi að gera til að koma þessum málum í lag en eitt veit ég þó, að það ætti ekki að vísa veiku fólki frá og segja því að koma aftur eftir nokkra daga þegar það biður um hjálp. Hvað aðstand- endur varðar þá á ég sjálf því láni að fagna að eiga samheldna fjöl- skyldu og marga góða vini en ég get ekki ímyndað mér hvernig fólk sem hefur ekkert bakland og lend- ir í svona áfalli fer að.“ var orðin sérfræðingur í jarðarförum Það má segja að þessi fimm ár í lífi Rannveigar, frá aldamótum til ársins 2005, hafi vægast sagt verið örlagarík. Fljótlega eftir fráfall eigin mannsins lést móðir hennar úr krabbameini, aðeins 55 ára, og skömmu síðar urðu tvær góð- ar vinkonur undir í baráttunni við sama sjúkdóm. Á sama tíma var hún að byggja upp fyrirtæki, skipta um starf og á kafi í háskólanámi. „Á tímabili fannst mér ég vera orðin sérfræðingur í jarðarförum en þetta snerist bara um að halda áfram, halda áfram, halda áfram. Auðvitað gerir maður aldrei allt rétt og kannski hefði ég ekki átt að fær- ast svona mikið í fang en einhvern veginn kemst maður samt í gegn- um þetta allt. Ég vildi sýna dætrum mínum að lífið héldi áfram. Kannski hefði ekki verið verra að brotna bara strax niður í stað þess að upplifa það gerast smám saman, – en ég veit það ekki? Ég velti því oft fyrir mér hvað hefði verið rétt- ast að gera en niðurstaðan er alltaf sú sama; það er ekkert eitt rétt í svona stöðu. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og þess vegna eru sorgarviðbrögðin okkar alltaf rétt, sama hver þau eru. Það eina sem ég vissi var að fyrir sjálfa mig var það aldrei valkostur að brotna saman. Ef ég hefði gert það þá hefði það komið niður á börnunum mín- um og öllum í kringum mig og það vildi ég ekki.“ slakar á með því að sTemma bókHaldið af Við vendum kvæði okkar í kross og snúum talinu að Eldingu, fyrir- tækinu sem síðasta áratuginn hef- ur verið með þeim allra fremstu í ferðaþjónustunni. Hagnaður ársins 2015 var 93 milljónir en veltan var 871 milljón árið 2016 og tæpar 688 milljónir árið áður. Eig- ið fé Eldingar var aftur rúmar 253 milljónir árið 2016. „Ef ég þarf að róa mig niður StjórnarSeta rannveigar frá 2016 - Hvalaskoðun Akureyri ehf., stjórnarformaður. frá 2015 - Sea Safari ehf. frá 2015 - Íslandstofa, Fagráð ferðaþjónustunnar. frá 2014 - Samtök atvinnulífsins (SA). frá 2014 - Formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH). frá 2013 - Stjórn Íslenska ferðaklasans. frá 2012 - Samtök ferðaþjónustunnar (SAF). frá 2012 - Elding veitingar ehf. (MAR). frá 2000 - Hvalaskoðun Reykjavík ehf. (Elding). frá 2004 - Grétar Sveinsson ehf. frá 1998 - Steypustál ehf. „ég gleymi því aldrei þegar hann spurði hvort hann þyrfti að vera með hnífinn í bakinu til að fá hjálp. „Ég var samt svo heppin að vinkona mín sem var úti að hlaupa kom að húsinu meðan sjúkrabílarnir voru þarna fyrir utan. Hún tók mig alveg að sér og fór með mig heim til sín. ef hana hefði ekki borið að garði hefði ég verið skilin eftir ein í algjöru áfalli. sara, rannveig og björg „Í dag á ég tvö barnabörn og tvær dætur og ég held að samband okkar gæti ekki verið betra. Þótt þær hafi vissulega átt erfitt tímabil þá spjara þær sig vel í dag.“ Mynd sigurjón ragnar rannveig grétarsdóttir „Á tímabili fannst mér ég vera orðin sérfræðingur í jarðar- förum en þetta snerist um að halda áfram, halda áfram, halda áfram.“ Mynd sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.